Fjölmargir möguleikar á stórnarmyndun hætti flokkar að útiloka ýmsa kosti Heimir Már Pétursson skrifar 13. desember 2016 20:00 Í yfirlýsingu forseta Íslands vegna stjórnarmyndunar opnar hann á þann möguleika að mynduð verði minnihlutastjórn sem varin yrði vantrausti. Margir möguleikar eru á myndun þriggja flokka stjórna en til þess þeir gætu orðið að veruleika yrðu fimm flokkar að breyta afstöðu sinni til samstarfsmöguleika. Eftir að Píratar skiluðu umboði sínu til myndunar fimm flokka ríkisstjórnar í gærdag, ákvað forseti Íslands öðru sinni að veita engum einum flokki umboð til að mynda ríkisstjórn. Í yfirlýsingu forseta segir: „Þess í stað hvatti ég þá til að ráða ráðum sínum og kanna með óformlegum viðræðum sín á milli hvaða leiðir eru enn mögulegar til myndunar ríkisstjórnar sem njóti meirihlutastuðnings á Alþingi eða geti að minnsta kosti varist þar vantrausti.“ Í þessum orðum forseta felst að hugsanlegt sé að mynda minnihlutastjórn sem njóti stuðnings flokks eða flokka komi til þess að borin verði upp vantrausttillaga á þá stjórn. Eins og staðan er í dag eftir sex vikna tilraunir til myndunar ríkisstjórnar verður minnihlutastjórn að teljast líklegri kostur nú en áður. Hún gæti verið sett saman af einum eða fleiri flokkum sem þó nytu samanlagt ekki meirihluta á Alþingi. Það eru hins vegar margir möguleikar á þriggja flokka stjórnum eins og Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar og ef einstakir flokkar létu af andstöðu sinni við samstarf með núverandi stjórnarflokkum, ýmist öðrum þeirra eða báðum eru möguleikarnir fleiri. Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk vantar ekki nema þrjá þingmenn til að ná lágmarks meirihluta á Alþingi og dygði að fara í samstarf við minnsta þingflokkinn, Samfylkinguna. Þetta þýðir auðvitað að stjórnarflokkarnir gætu myndað misstóra meirihluta með öllum hinum flokkunum, allt frá 32ja þingmanna stjórn með Samfylkingunni upp í 39 manna meirihluta með annaðhvort Pírötum eða Vinstri grænum. Stærsta þriggja flokka stjórnin yrði með Sjálfstæðisflokki, Pírötum og Vinstri grænum, 41 þingmaður. Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn eða Píratar hafa samanlagt 31 þingmann og vantaði einungis einn þingmann til að mynda lágmarks meirihluta. Ef Framsóknarflokknum væri haldið fyrir utan stjórn, gætu þessir flokkar myndað þriggja flokka stjórnir með hvaða öðrum flokki sem er. Ef Viðreisn væri skipt út fyrir Framsóknarflokkinn í fimm flokka stjórninni, yrði hún með 35 þingmenn. Það er því langt í frá að ekki séu stjórnarkostir í stöðunni. Málið snýst meira um hvað flokkarnir telja pólitískt mögulegt og kannski hversu víðtækur stjórnarsáttmáli til næstu fjögurra ára getur orðið. Alþingi Kosningar 2016 Tengdar fréttir Enginn fær umboð frá Guðna Guðni sendi flokksleiðtogunum skýr skilaboð um ábyrgð þeirra við myndun ríkisstjórnar. Logi og Birgitta hafa enn trú á því að flokkarnir fimm geti myndað stjórn. Katrín og Benedikt íhuga minnihlutastjórnir. 13. desember 2016 07:15 Vinstri græn vildu auðlegðar- og sykurskatt Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að flokkurinn hafi talað fyrir auðlegðarskatti og sykurskatti í viðræðum um fimm flokka stjórnarsamstarf sem lauk í gær, ekki hærri tekjuskatti. 13. desember 2016 13:29 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Fleiri fréttir Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Í yfirlýsingu forseta Íslands vegna stjórnarmyndunar opnar hann á þann möguleika að mynduð verði minnihlutastjórn sem varin yrði vantrausti. Margir möguleikar eru á myndun þriggja flokka stjórna en til þess þeir gætu orðið að veruleika yrðu fimm flokkar að breyta afstöðu sinni til samstarfsmöguleika. Eftir að Píratar skiluðu umboði sínu til myndunar fimm flokka ríkisstjórnar í gærdag, ákvað forseti Íslands öðru sinni að veita engum einum flokki umboð til að mynda ríkisstjórn. Í yfirlýsingu forseta segir: „Þess í stað hvatti ég þá til að ráða ráðum sínum og kanna með óformlegum viðræðum sín á milli hvaða leiðir eru enn mögulegar til myndunar ríkisstjórnar sem njóti meirihlutastuðnings á Alþingi eða geti að minnsta kosti varist þar vantrausti.“ Í þessum orðum forseta felst að hugsanlegt sé að mynda minnihlutastjórn sem njóti stuðnings flokks eða flokka komi til þess að borin verði upp vantrausttillaga á þá stjórn. Eins og staðan er í dag eftir sex vikna tilraunir til myndunar ríkisstjórnar verður minnihlutastjórn að teljast líklegri kostur nú en áður. Hún gæti verið sett saman af einum eða fleiri flokkum sem þó nytu samanlagt ekki meirihluta á Alþingi. Það eru hins vegar margir möguleikar á þriggja flokka stjórnum eins og Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar og ef einstakir flokkar létu af andstöðu sinni við samstarf með núverandi stjórnarflokkum, ýmist öðrum þeirra eða báðum eru möguleikarnir fleiri. Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk vantar ekki nema þrjá þingmenn til að ná lágmarks meirihluta á Alþingi og dygði að fara í samstarf við minnsta þingflokkinn, Samfylkinguna. Þetta þýðir auðvitað að stjórnarflokkarnir gætu myndað misstóra meirihluta með öllum hinum flokkunum, allt frá 32ja þingmanna stjórn með Samfylkingunni upp í 39 manna meirihluta með annaðhvort Pírötum eða Vinstri grænum. Stærsta þriggja flokka stjórnin yrði með Sjálfstæðisflokki, Pírötum og Vinstri grænum, 41 þingmaður. Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn eða Píratar hafa samanlagt 31 þingmann og vantaði einungis einn þingmann til að mynda lágmarks meirihluta. Ef Framsóknarflokknum væri haldið fyrir utan stjórn, gætu þessir flokkar myndað þriggja flokka stjórnir með hvaða öðrum flokki sem er. Ef Viðreisn væri skipt út fyrir Framsóknarflokkinn í fimm flokka stjórninni, yrði hún með 35 þingmenn. Það er því langt í frá að ekki séu stjórnarkostir í stöðunni. Málið snýst meira um hvað flokkarnir telja pólitískt mögulegt og kannski hversu víðtækur stjórnarsáttmáli til næstu fjögurra ára getur orðið.
Alþingi Kosningar 2016 Tengdar fréttir Enginn fær umboð frá Guðna Guðni sendi flokksleiðtogunum skýr skilaboð um ábyrgð þeirra við myndun ríkisstjórnar. Logi og Birgitta hafa enn trú á því að flokkarnir fimm geti myndað stjórn. Katrín og Benedikt íhuga minnihlutastjórnir. 13. desember 2016 07:15 Vinstri græn vildu auðlegðar- og sykurskatt Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að flokkurinn hafi talað fyrir auðlegðarskatti og sykurskatti í viðræðum um fimm flokka stjórnarsamstarf sem lauk í gær, ekki hærri tekjuskatti. 13. desember 2016 13:29 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Fleiri fréttir Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Enginn fær umboð frá Guðna Guðni sendi flokksleiðtogunum skýr skilaboð um ábyrgð þeirra við myndun ríkisstjórnar. Logi og Birgitta hafa enn trú á því að flokkarnir fimm geti myndað stjórn. Katrín og Benedikt íhuga minnihlutastjórnir. 13. desember 2016 07:15
Vinstri græn vildu auðlegðar- og sykurskatt Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að flokkurinn hafi talað fyrir auðlegðarskatti og sykurskatti í viðræðum um fimm flokka stjórnarsamstarf sem lauk í gær, ekki hærri tekjuskatti. 13. desember 2016 13:29