Halldór Benjamín nýr framkvæmdastjóri SA Sæunn Gísladóttir skrifar 13. desember 2016 14:54 Halldór Benjamín hefur starfað sem framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar Icelandair Group hf. undanfarin sjö ár. Mynd/Aðsend Halldór Benjamín Þorbergsson, hagfræðingur, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Hann tekur við starfinu af Hannesi G. Sigurðssyni, sem gegnt hefur starfinu tímabundið síðan í ágúst. Halldór Benjamín hefur starfað sem framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar Icelandair Group hf. undanfarin sjö ár segir í tilkynningu. Halldór hefur víðtæka reynslu úr atvinnulífinu m.a. sem hagfræðingur og síðar framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands um tíma. Auk þessa hefur hann m.a. starfað hjá Milestone, Norræna fjárfestingabankanum og Hagfræðistofnun Háskóla Íslands. Halldór Benjamín hefur sinnt stundakennslu í þjóðar- og rekstrarhagfræði bæði við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík og er höfundur fjölda greina og rita um hagfræðileg málefni. Björgólfur Jóhannsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, segir mikinn feng að Halldóri Benjamín í starf framkvæmdastjóra SA. „Hann hefur alla eiginleika sem við vorum að leita að; er greinandi í nálgun sinni á viðfangsefni, er öflugur og sanngjarn í samskiptum og hefur áunnið sér traust með störfum sínum. Við væntum mikils af honum í spennandi en jafnframt krefjandi verkefnum sem framundan eru í íslensku atvinnulífi.“ Starf framkvæmdastjóra SA var auglýst laust til umsóknar þann 5. september síðastliðinn. Ráðningarferlið var í höndum Hagvangs. Halldór situr m.a. í stjórnum Lindarvatns ehf., sem vinnur að uppbyggingu á Landssímareitnum við Austurvöll og í fagfjárfestasjóðnum Landsbréf Icelandic Tourism Fund. Hann sat í sjálfstæðri verkefnisstjórn Samráðsvettvangs um aukna hagsæld um endurskoðun skattkerfisins og hefur sinnt fjölbreyttri ráðgjöf innan íslensks stjórnkerfis. Halldór Benjamín er 37 ára gamall og er kvæntur Guðrúnu Ásu Björnsdóttur lækni og eiga þau þrjá drengi á leikskólaaldri. Hann er stúdent af eðlisfræðibraut Menntaskólans í Reykjavík, lauk hagfræðiprófi frá Háskóla Íslands og er með MBA-gráðu frá Oxford háskóla. Samtök atvinnulífsins eru heildarsamtök íslensks atvinnulífs með sex aðildarsamtökum sem starfa á grunni atvinnugreina. Yfir 2.000 fjölbreytt fyrirtæki eiga aðild að Samtökum atvinnulífsins, allt frá sjálfstætt starfandi frumkvöðlum til stærstu fyrirtækja landsins. Hjá aðildarfyrirtækjum SA starfa um 70% launafólks á almennum vinnumarkaði. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Þorsteinn hættur hjá SA og fer í þingframboð Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjri Samtaka atvinnulífsins, hefur ákveðið að gefa kost á sér í framboð til Alþingis fyrir Viðreisn. 23. ágúst 2016 17:27 Mest lesið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar Sjá meira
Halldór Benjamín Þorbergsson, hagfræðingur, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Hann tekur við starfinu af Hannesi G. Sigurðssyni, sem gegnt hefur starfinu tímabundið síðan í ágúst. Halldór Benjamín hefur starfað sem framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar Icelandair Group hf. undanfarin sjö ár segir í tilkynningu. Halldór hefur víðtæka reynslu úr atvinnulífinu m.a. sem hagfræðingur og síðar framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands um tíma. Auk þessa hefur hann m.a. starfað hjá Milestone, Norræna fjárfestingabankanum og Hagfræðistofnun Háskóla Íslands. Halldór Benjamín hefur sinnt stundakennslu í þjóðar- og rekstrarhagfræði bæði við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík og er höfundur fjölda greina og rita um hagfræðileg málefni. Björgólfur Jóhannsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, segir mikinn feng að Halldóri Benjamín í starf framkvæmdastjóra SA. „Hann hefur alla eiginleika sem við vorum að leita að; er greinandi í nálgun sinni á viðfangsefni, er öflugur og sanngjarn í samskiptum og hefur áunnið sér traust með störfum sínum. Við væntum mikils af honum í spennandi en jafnframt krefjandi verkefnum sem framundan eru í íslensku atvinnulífi.“ Starf framkvæmdastjóra SA var auglýst laust til umsóknar þann 5. september síðastliðinn. Ráðningarferlið var í höndum Hagvangs. Halldór situr m.a. í stjórnum Lindarvatns ehf., sem vinnur að uppbyggingu á Landssímareitnum við Austurvöll og í fagfjárfestasjóðnum Landsbréf Icelandic Tourism Fund. Hann sat í sjálfstæðri verkefnisstjórn Samráðsvettvangs um aukna hagsæld um endurskoðun skattkerfisins og hefur sinnt fjölbreyttri ráðgjöf innan íslensks stjórnkerfis. Halldór Benjamín er 37 ára gamall og er kvæntur Guðrúnu Ásu Björnsdóttur lækni og eiga þau þrjá drengi á leikskólaaldri. Hann er stúdent af eðlisfræðibraut Menntaskólans í Reykjavík, lauk hagfræðiprófi frá Háskóla Íslands og er með MBA-gráðu frá Oxford háskóla. Samtök atvinnulífsins eru heildarsamtök íslensks atvinnulífs með sex aðildarsamtökum sem starfa á grunni atvinnugreina. Yfir 2.000 fjölbreytt fyrirtæki eiga aðild að Samtökum atvinnulífsins, allt frá sjálfstætt starfandi frumkvöðlum til stærstu fyrirtækja landsins. Hjá aðildarfyrirtækjum SA starfa um 70% launafólks á almennum vinnumarkaði.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Þorsteinn hættur hjá SA og fer í þingframboð Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjri Samtaka atvinnulífsins, hefur ákveðið að gefa kost á sér í framboð til Alþingis fyrir Viðreisn. 23. ágúst 2016 17:27 Mest lesið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar Sjá meira
Þorsteinn hættur hjá SA og fer í þingframboð Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjri Samtaka atvinnulífsins, hefur ákveðið að gefa kost á sér í framboð til Alþingis fyrir Viðreisn. 23. ágúst 2016 17:27