Veltir fyrir sér hvort Bjarni vantreysti forstöðumönnum ríkisstofnana Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 13. desember 2016 14:22 „Við vantreystum þeim ekki, er það?" vísir/anton brink Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður Vinstri grænna, gagnrýndi Bjarna Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, á Alþingi í dag fyrir ummæli hans um forstöðumenn ríkisstofnana. Bjarni sagði í síðustu viku að ríkisaðilar fari í auknum mæli með mál sín til fjölmiðla frekar heldur en til þingsins og fjárlaganefndar og sagði Alþingi þurfa að draga línuna. „Ég tel að forstöðumönnum mikilvægra stofnana sé eðlilega heimilt og raunar skylt að upplýsa almenning um alvarlegan vanda sinna stofnana. [...] Kjósi þeir að hafa almenning upplýstan við upphaf nýs kjörtímabils eða á meðan þing situr og lög um ríkisfjármál eru rædd er það hlutverk þeirra sem samfélagsþjóna að gera þjóðinni grein fyrir hvað við blasir,“ sagði Ari Trausti. Ari Trausti sagði ummæli Bjarna nokkuð harkaleg, en Bjarni sagði meðal annars að lögum samkvæmt beri ríkisstofnunum að fara eftir þeim fjárheimildum sem Alþingi hafi ákveðið. Það þyki ekkert tiltökumál að ríkisaðilar komi fram og geri grein fyrir því að þeirra stofnanir séu reknar með miklum halla og að það sé skömm fyrir land og þjóð að fjárheimildir þeirra séu ekki stórauknar, líkt og Bjarni orðaði það. Ari Trausti sagði að forstjórar spítala og rektorar séu samfélagsþjónar og að þeim beri að haga sér sem slíkir. „Við vantreystum þeim ekki, er það? Og teljum ekki sjálfkrafa að þeir ýki fjárþörf eða fari með rangar tölur og reiðumst ekki þegar forstöðumenn sem skipta samfélagið gríðarlega miklu máli eru í samtali við almenning um staðreyndir,“ sagði Ari Trausti. Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, tók upp hanskann fyrir Bjarna. „[Bjarni] benti á hið augljósa að sú umræða sem er í fjölmiðlum núna er ekki í samanburði við það sem við segjumst vilja vera. Því ef við segjumst vilja vera eins og Norðurlöndin, þá þurfum við að haga okkur eins og Norðurlöndin, eða er það ekki?,“ sagði Guðlaugur. Alþingi Tengdar fréttir Bjarni gagnrýnir ríkisstofnanir fyrir að kvarta undan fjárskorti Bjarni Benediktsson gagnrýndi ríkisstofnanir fyrir að ræða fjárskort við fjölmiðla. 7. desember 2016 20:58 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Í fjórum vinnum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Í fjórum vinnum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður Vinstri grænna, gagnrýndi Bjarna Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, á Alþingi í dag fyrir ummæli hans um forstöðumenn ríkisstofnana. Bjarni sagði í síðustu viku að ríkisaðilar fari í auknum mæli með mál sín til fjölmiðla frekar heldur en til þingsins og fjárlaganefndar og sagði Alþingi þurfa að draga línuna. „Ég tel að forstöðumönnum mikilvægra stofnana sé eðlilega heimilt og raunar skylt að upplýsa almenning um alvarlegan vanda sinna stofnana. [...] Kjósi þeir að hafa almenning upplýstan við upphaf nýs kjörtímabils eða á meðan þing situr og lög um ríkisfjármál eru rædd er það hlutverk þeirra sem samfélagsþjóna að gera þjóðinni grein fyrir hvað við blasir,“ sagði Ari Trausti. Ari Trausti sagði ummæli Bjarna nokkuð harkaleg, en Bjarni sagði meðal annars að lögum samkvæmt beri ríkisstofnunum að fara eftir þeim fjárheimildum sem Alþingi hafi ákveðið. Það þyki ekkert tiltökumál að ríkisaðilar komi fram og geri grein fyrir því að þeirra stofnanir séu reknar með miklum halla og að það sé skömm fyrir land og þjóð að fjárheimildir þeirra séu ekki stórauknar, líkt og Bjarni orðaði það. Ari Trausti sagði að forstjórar spítala og rektorar séu samfélagsþjónar og að þeim beri að haga sér sem slíkir. „Við vantreystum þeim ekki, er það? Og teljum ekki sjálfkrafa að þeir ýki fjárþörf eða fari með rangar tölur og reiðumst ekki þegar forstöðumenn sem skipta samfélagið gríðarlega miklu máli eru í samtali við almenning um staðreyndir,“ sagði Ari Trausti. Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, tók upp hanskann fyrir Bjarna. „[Bjarni] benti á hið augljósa að sú umræða sem er í fjölmiðlum núna er ekki í samanburði við það sem við segjumst vilja vera. Því ef við segjumst vilja vera eins og Norðurlöndin, þá þurfum við að haga okkur eins og Norðurlöndin, eða er það ekki?,“ sagði Guðlaugur.
Alþingi Tengdar fréttir Bjarni gagnrýnir ríkisstofnanir fyrir að kvarta undan fjárskorti Bjarni Benediktsson gagnrýndi ríkisstofnanir fyrir að ræða fjárskort við fjölmiðla. 7. desember 2016 20:58 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Í fjórum vinnum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Í fjórum vinnum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Bjarni gagnrýnir ríkisstofnanir fyrir að kvarta undan fjárskorti Bjarni Benediktsson gagnrýndi ríkisstofnanir fyrir að ræða fjárskort við fjölmiðla. 7. desember 2016 20:58