Besti fótboltamaður heims er ekki einn af þremur verðmætustu leikmönnum heims Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. desember 2016 10:00 Cristiano Ronaldu með Gullboltann og í bakgrunni eru forsíður tímaritsins France Football. vísir/afp Cristiano Ronaldo, sem hreppti Gullboltann í gærkvöldi sem besti leikmaður heims, er ekki einn af þremur verðmætustu leikmönnum heims samkvæmt úttekt franska fótboltatímaritsins France Football. Þetta sama virta og risastóra fótboltarit heldur utan um afhendingu Gullboltans en úttektin kom út degi áður en Ronaldo fékk hann í fjórða sinn í gærkvöldi.Sjá einnig:Ronaldo fékk rúmlega helmingi fleiri atkvæði en Messi Úttektin byggist á því að lagt er kaupverð á bestu leikmenn heims en verðið er metið út frá hlutum eins og hæfileikum, aldri, leikstöðu á vellinum og hversu frægur leikmaðurinn er um allan heim. France Football fær sérfræðinga hvaðan æfa að úr heiminum til að hjálpa sér við gerð þessarar úttektar. Samkvæmt úttekt France Football þetta árið er Neymar langverðmætasti leikmaður heims en hann er metinn á 250 milljónir evra. Samherji hans hjá Barcelona, Lionel Messi, fimmfaldur handhafi Gullboltans, er í öðru sæti en hann er metinn á 190 milljónir evra. Frakkinn Antoine Griezmann, leikmaður Atlético Madrid, er í þriðja sæti metinn á 135 milljónir evra og Cristiano Ronaldo er fjórði á listanum. Portúgalinn er metinn á 130 milljónir evra. Á eftir Ronaldo kemur svo Paul Pogba (120 milljónir evra), Gareth Bale (110 milljónir evra), Luis Suárez (95 milljónir evra), Sergio Agüeru (88 milljónir evra), Gonzalo Higuaín (85 milljónir evra) og Thomas Müller (82 milljónir evra). „Verðmætustu leikmennirnir eru vanalega framherjar sem geta búið til eitthvað ótrúlegt eða skorað mörk. Leikmenn eins og Antoine Griezmann og Karim Benzema verða alltaf verðmætari en Raphaël Varane eða Hugo Lloris,“ segir Stephane Courbis, umboðsmaður sem er til dæmis með Laurent Koscielny á mála hjá sér. Fimmtíu leikmenn eru í heildina á listanum en þar á Real Madrid flesta eða átta talsins. Enska úrvalsdeildina á flesta leikmennina af stærstu deildum heims eða 18 en spænska 1. deildin kemur þar næst með 16 leikmenn. Fótbolti Tengdar fréttir Ronaldo hreppti Gullboltann Cristiano Ronaldo var í kvöld valinn besti knattspyrnumaður heims í fjórða sinn á ferlinum. 12. desember 2016 19:34 Ronaldo fékk rúmlega helmingi fleiri atkvæði en Messi Cristiano Ronaldo var í gærkvöldi valinn besti fótboltamaður heims í fjórða sinn á ferlinum. 13. desember 2016 08:17 Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Í beinni: Sviss - Ísland | Stelpurnar með bakið upp við vegg Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Leik lokið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Íslenski boltinn Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Í beinni: Noregur - Finnland | Mikilvægur leikur fyrir stelpurnar okkar Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Fleiri fréttir Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Í beinni: Sviss - Ísland | Stelpurnar með bakið upp við vegg Í beinni: Noregur - Finnland | Mikilvægur leikur fyrir stelpurnar okkar Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Í beinni: KR - KA | Geta KR-ingar tengt saman sigra? „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Sjá meira
Cristiano Ronaldo, sem hreppti Gullboltann í gærkvöldi sem besti leikmaður heims, er ekki einn af þremur verðmætustu leikmönnum heims samkvæmt úttekt franska fótboltatímaritsins France Football. Þetta sama virta og risastóra fótboltarit heldur utan um afhendingu Gullboltans en úttektin kom út degi áður en Ronaldo fékk hann í fjórða sinn í gærkvöldi.Sjá einnig:Ronaldo fékk rúmlega helmingi fleiri atkvæði en Messi Úttektin byggist á því að lagt er kaupverð á bestu leikmenn heims en verðið er metið út frá hlutum eins og hæfileikum, aldri, leikstöðu á vellinum og hversu frægur leikmaðurinn er um allan heim. France Football fær sérfræðinga hvaðan æfa að úr heiminum til að hjálpa sér við gerð þessarar úttektar. Samkvæmt úttekt France Football þetta árið er Neymar langverðmætasti leikmaður heims en hann er metinn á 250 milljónir evra. Samherji hans hjá Barcelona, Lionel Messi, fimmfaldur handhafi Gullboltans, er í öðru sæti en hann er metinn á 190 milljónir evra. Frakkinn Antoine Griezmann, leikmaður Atlético Madrid, er í þriðja sæti metinn á 135 milljónir evra og Cristiano Ronaldo er fjórði á listanum. Portúgalinn er metinn á 130 milljónir evra. Á eftir Ronaldo kemur svo Paul Pogba (120 milljónir evra), Gareth Bale (110 milljónir evra), Luis Suárez (95 milljónir evra), Sergio Agüeru (88 milljónir evra), Gonzalo Higuaín (85 milljónir evra) og Thomas Müller (82 milljónir evra). „Verðmætustu leikmennirnir eru vanalega framherjar sem geta búið til eitthvað ótrúlegt eða skorað mörk. Leikmenn eins og Antoine Griezmann og Karim Benzema verða alltaf verðmætari en Raphaël Varane eða Hugo Lloris,“ segir Stephane Courbis, umboðsmaður sem er til dæmis með Laurent Koscielny á mála hjá sér. Fimmtíu leikmenn eru í heildina á listanum en þar á Real Madrid flesta eða átta talsins. Enska úrvalsdeildina á flesta leikmennina af stærstu deildum heims eða 18 en spænska 1. deildin kemur þar næst með 16 leikmenn.
Fótbolti Tengdar fréttir Ronaldo hreppti Gullboltann Cristiano Ronaldo var í kvöld valinn besti knattspyrnumaður heims í fjórða sinn á ferlinum. 12. desember 2016 19:34 Ronaldo fékk rúmlega helmingi fleiri atkvæði en Messi Cristiano Ronaldo var í gærkvöldi valinn besti fótboltamaður heims í fjórða sinn á ferlinum. 13. desember 2016 08:17 Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Í beinni: Sviss - Ísland | Stelpurnar með bakið upp við vegg Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Leik lokið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Íslenski boltinn Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Í beinni: Noregur - Finnland | Mikilvægur leikur fyrir stelpurnar okkar Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Fleiri fréttir Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Í beinni: Sviss - Ísland | Stelpurnar með bakið upp við vegg Í beinni: Noregur - Finnland | Mikilvægur leikur fyrir stelpurnar okkar Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Í beinni: KR - KA | Geta KR-ingar tengt saman sigra? „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Sjá meira
Ronaldo hreppti Gullboltann Cristiano Ronaldo var í kvöld valinn besti knattspyrnumaður heims í fjórða sinn á ferlinum. 12. desember 2016 19:34
Ronaldo fékk rúmlega helmingi fleiri atkvæði en Messi Cristiano Ronaldo var í gærkvöldi valinn besti fótboltamaður heims í fjórða sinn á ferlinum. 13. desember 2016 08:17