Eiríkur var ekki að gabba með nafngift Grænlands Kristján Már Unnarsson skrifar 12. desember 2016 20:00 Eiríkur rauði var ekki að gabba fólk þegar hann valdi Grænlandi þetta hlýlega nafn. Hann fann nefnilega veðursælasta svæði landsins, sem var þakið skógi fyrir þúsund árum. Þetta kom fram í viðtölum við vísindamenn í þættinum Landnemarnir og í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Sú mynd sem flestir hafa af Grænlandi er að það sé sannkölluð klakahöll, enda hefur Eiríkur rauði mátt sitja undir því í þúsund ár að hafa með nafngiftinni narrað fólk til að flytjast þangað frá Íslandi. „Eiríkur kvað menn mjög mundu fýsa þangað ef landið héti vel,“ segir í Landnámabók.Í Blómadalnum innan við Narsarsuaq. Gróðurfari svipar til þess sem sjá má í gróðursælustu dölum Íslands.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Það var innarlega við þann fjörð sem til forna hét Eiríksfjörður sem Eiríkur fann sitt draumaland. Þar fann hann skógi vaxnar hlíðar með birkitrjám og þar byggði hann landnámsbæ sinn, Brattahlíð. Danski fornleifafræðingurinn Ole Guldager sýnir okkur Blómadalinn svokallaða við Narsarsuaq-flugvöll þegar hann segir okkur að Eiríkur rauði hafði ástæðu fyrir nafngiftinni. Svæðið minnir á gróskumestu dali Íslands. Fjörðurinn er um hundrað kílómetra langur og hér við fjarðarbotninn segir Ole að ríki meginlandsloftslag.Ole Guldager, fornleifafræðingur á Grænlandi.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Á þessu svæði hér í kringum Eiríksfjörð, sem er kannski 50 sinnum 50 kílómetrar að stærð, er hlýjast og veðursælast á Grænlandi. Það er því engum vafa undirorpið að Eiríkur rauði, sem hafði fyrsta valrétt, valdi sér besta staðinn,“ segir Ole Guldager.Ingvi Þorsteinsson náttúrufræðingur.Stöð 2/Ragnar Dagur.„Eiríkur var bara alls ekkert að gabba. Hann fann þetta, hann vissi það,“ segir Ingvi Þorsteinsson náttúrufræðingur. Ingvi kortlagði gróðurlendi Grænlands um sex ára skeið. Hann kveðst sannfærður um að svæðið sem Eiríkur fann hafi allt verið skógi vaxið fyrir þúsund árum og það eina sem hentaði til landbúnaðar. „Það er alveg á hreinu. Hann sigldi norður eftir öllu og suður aftur og hann fann þessa staði. Þetta var alveg furðulegt,“ segir Ingvi.Birkikjarrið teygir sig upp á fjöll í Blómadalnum, sem er skammt frá landnámsjörð Eiríks rauða.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Grænland Landnemarnir Tengdar fréttir Norræna byggðin á Grænlandi lét eftir sig glæsileg mannvirki Í Landnemunum á Stöð 2 verður fjallað um íslenska landnámið á Grænlandi og hinar fornu byggðir heimsóttar. 11. desember 2016 08:15 Landnemarnir sigla áfram til Grænlands og Vínlands Landnám Íslendinga á Grænlandi með siglingu Eiríks rauða árið 985 og dularfullt hvarf norrænu þjóðarinnar um 500 árum síðar er meðal þess fjallað verður um í þáttaröðinni "Landnemarnir“ sem heldur áfram á Stöð 2 í vetur. 13. nóvember 2016 10:15 Drekinn Haraldur hárfagri í Eystribyggð á Grænlandi Stærsta víkingaskip veraldar, Drekinn Haraldur hárfagri, er komið fyrir Hvarf, suðurodda Grænlands, 21. maí 2016 08:43 Voru skógarnir svona veglegir við landnám? "Ég er sannfærður um það að allt láglendi landsins hafi litið svona út eins og þessi mynd sýnir,” segir Sveinn Runólfsson, fyrrverandi landgræðslustjóri. 20. nóvember 2016 12:00 Sumarvinnan þeirra er ævintýri á Grænlandi Tvö ungmenni úr Vestmannaeyjum vinna í sumar á Grænlandi við ferðaþjónustu á slóðum Eiríks rauða. 6. ágúst 2015 22:00 Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Fleiri fréttir Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Sjá meira
Eiríkur rauði var ekki að gabba fólk þegar hann valdi Grænlandi þetta hlýlega nafn. Hann fann nefnilega veðursælasta svæði landsins, sem var þakið skógi fyrir þúsund árum. Þetta kom fram í viðtölum við vísindamenn í þættinum Landnemarnir og í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Sú mynd sem flestir hafa af Grænlandi er að það sé sannkölluð klakahöll, enda hefur Eiríkur rauði mátt sitja undir því í þúsund ár að hafa með nafngiftinni narrað fólk til að flytjast þangað frá Íslandi. „Eiríkur kvað menn mjög mundu fýsa þangað ef landið héti vel,“ segir í Landnámabók.Í Blómadalnum innan við Narsarsuaq. Gróðurfari svipar til þess sem sjá má í gróðursælustu dölum Íslands.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Það var innarlega við þann fjörð sem til forna hét Eiríksfjörður sem Eiríkur fann sitt draumaland. Þar fann hann skógi vaxnar hlíðar með birkitrjám og þar byggði hann landnámsbæ sinn, Brattahlíð. Danski fornleifafræðingurinn Ole Guldager sýnir okkur Blómadalinn svokallaða við Narsarsuaq-flugvöll þegar hann segir okkur að Eiríkur rauði hafði ástæðu fyrir nafngiftinni. Svæðið minnir á gróskumestu dali Íslands. Fjörðurinn er um hundrað kílómetra langur og hér við fjarðarbotninn segir Ole að ríki meginlandsloftslag.Ole Guldager, fornleifafræðingur á Grænlandi.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Á þessu svæði hér í kringum Eiríksfjörð, sem er kannski 50 sinnum 50 kílómetrar að stærð, er hlýjast og veðursælast á Grænlandi. Það er því engum vafa undirorpið að Eiríkur rauði, sem hafði fyrsta valrétt, valdi sér besta staðinn,“ segir Ole Guldager.Ingvi Þorsteinsson náttúrufræðingur.Stöð 2/Ragnar Dagur.„Eiríkur var bara alls ekkert að gabba. Hann fann þetta, hann vissi það,“ segir Ingvi Þorsteinsson náttúrufræðingur. Ingvi kortlagði gróðurlendi Grænlands um sex ára skeið. Hann kveðst sannfærður um að svæðið sem Eiríkur fann hafi allt verið skógi vaxið fyrir þúsund árum og það eina sem hentaði til landbúnaðar. „Það er alveg á hreinu. Hann sigldi norður eftir öllu og suður aftur og hann fann þessa staði. Þetta var alveg furðulegt,“ segir Ingvi.Birkikjarrið teygir sig upp á fjöll í Blómadalnum, sem er skammt frá landnámsjörð Eiríks rauða.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.
Grænland Landnemarnir Tengdar fréttir Norræna byggðin á Grænlandi lét eftir sig glæsileg mannvirki Í Landnemunum á Stöð 2 verður fjallað um íslenska landnámið á Grænlandi og hinar fornu byggðir heimsóttar. 11. desember 2016 08:15 Landnemarnir sigla áfram til Grænlands og Vínlands Landnám Íslendinga á Grænlandi með siglingu Eiríks rauða árið 985 og dularfullt hvarf norrænu þjóðarinnar um 500 árum síðar er meðal þess fjallað verður um í þáttaröðinni "Landnemarnir“ sem heldur áfram á Stöð 2 í vetur. 13. nóvember 2016 10:15 Drekinn Haraldur hárfagri í Eystribyggð á Grænlandi Stærsta víkingaskip veraldar, Drekinn Haraldur hárfagri, er komið fyrir Hvarf, suðurodda Grænlands, 21. maí 2016 08:43 Voru skógarnir svona veglegir við landnám? "Ég er sannfærður um það að allt láglendi landsins hafi litið svona út eins og þessi mynd sýnir,” segir Sveinn Runólfsson, fyrrverandi landgræðslustjóri. 20. nóvember 2016 12:00 Sumarvinnan þeirra er ævintýri á Grænlandi Tvö ungmenni úr Vestmannaeyjum vinna í sumar á Grænlandi við ferðaþjónustu á slóðum Eiríks rauða. 6. ágúst 2015 22:00 Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Fleiri fréttir Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Sjá meira
Norræna byggðin á Grænlandi lét eftir sig glæsileg mannvirki Í Landnemunum á Stöð 2 verður fjallað um íslenska landnámið á Grænlandi og hinar fornu byggðir heimsóttar. 11. desember 2016 08:15
Landnemarnir sigla áfram til Grænlands og Vínlands Landnám Íslendinga á Grænlandi með siglingu Eiríks rauða árið 985 og dularfullt hvarf norrænu þjóðarinnar um 500 árum síðar er meðal þess fjallað verður um í þáttaröðinni "Landnemarnir“ sem heldur áfram á Stöð 2 í vetur. 13. nóvember 2016 10:15
Drekinn Haraldur hárfagri í Eystribyggð á Grænlandi Stærsta víkingaskip veraldar, Drekinn Haraldur hárfagri, er komið fyrir Hvarf, suðurodda Grænlands, 21. maí 2016 08:43
Voru skógarnir svona veglegir við landnám? "Ég er sannfærður um það að allt láglendi landsins hafi litið svona út eins og þessi mynd sýnir,” segir Sveinn Runólfsson, fyrrverandi landgræðslustjóri. 20. nóvember 2016 12:00
Sumarvinnan þeirra er ævintýri á Grænlandi Tvö ungmenni úr Vestmannaeyjum vinna í sumar á Grænlandi við ferðaþjónustu á slóðum Eiríks rauða. 6. ágúst 2015 22:00
Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent
Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent