Katrín: „Strandaði ekki á okkur frekar en öðrum“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. desember 2016 15:43 Katrín Jakobsdóttir. Vísir/Anton Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, segir að óformlegar viðræður Pírata, VG, Bjartrar framtíðar, Viðreisnar og Samfylkingar, hafi ekki strandað á Vinstri-grænum frekar en öðrum flokkum. Of langt hafi verið á milli flokkanna. „Það var of langt á milli flokkanna,“ segir Katrín í samtali við Vísi en tilkynnt var fyrir stundu að óformlegum viðræðum flokkanna fimm hafi verið slitið. Mun Birgitta Jónsdóttir Pírati fara til Bessastaða síðar í dag og skila umboði til stjórnarmyndunar aftur til forseta. Á mbl.is í dag var greint frá því að það væri helst Vinstri græn sem væru ekki til í að fara í formlegar viðræður. Katrín segir að mögulega henti það einhverjum að draga upp slíka mynd. „Þetta strandaði ekkert á okkur frekar en öðrum. Auðvitað hentar einhverjum að draga upp slíka mynd en mér fannst vera samhljómur þeirra sem sátu við borðið að vera ekki að benda á einhvern einn. Það er ekkert launungarmál að þetta eru ólíkir flokkar. Við erum þarna lengst til vinstri og kannski ekki skrýtið að erfitt sé að finna samhljóm með flokki lengst til hægri,“ segir Katrín. Þingflokkur VG sendi frá sér yfirlýsingu skömmu eftir viðræðuslitin þar sem greint var frá því að flokkurinn hafi lagt áherslu á gerðar væru breytingar „í þágu nauðsynlegra umbóta í heilbrigðismálum, menntamálum, velferðarmálum og uppbyggingu innviða.“ Til þess þess þyrfti að lágmarki 30 milljarða króna. Katrín segir að þetta hafi verið stóru kappsmál flokksins í viðræðunum. Samhljómur hafi verið í aðdraganda kosninganna að gefa þyrfti í þeim málaflokkum sem nefndir eru hér að ofan og að nú þurfi flokkarnir að svara pólitískum spurningum um hvort að vilji sé til þess að standa fyrir þessum umbótum og þá hvernig eigi að fjármagna þá með ábyrgum hætti. „Mér finnst ágætt ef þingið fær nú svigrúm til að glíma við fjárlögin en forsetinn gerir það sem honum þykir réttast,“ segir Katrín aðspurð um hvað hún telji að gerist nú eftir að upp úr slitnaði. Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Fleiri fréttir Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, segir að óformlegar viðræður Pírata, VG, Bjartrar framtíðar, Viðreisnar og Samfylkingar, hafi ekki strandað á Vinstri-grænum frekar en öðrum flokkum. Of langt hafi verið á milli flokkanna. „Það var of langt á milli flokkanna,“ segir Katrín í samtali við Vísi en tilkynnt var fyrir stundu að óformlegum viðræðum flokkanna fimm hafi verið slitið. Mun Birgitta Jónsdóttir Pírati fara til Bessastaða síðar í dag og skila umboði til stjórnarmyndunar aftur til forseta. Á mbl.is í dag var greint frá því að það væri helst Vinstri græn sem væru ekki til í að fara í formlegar viðræður. Katrín segir að mögulega henti það einhverjum að draga upp slíka mynd. „Þetta strandaði ekkert á okkur frekar en öðrum. Auðvitað hentar einhverjum að draga upp slíka mynd en mér fannst vera samhljómur þeirra sem sátu við borðið að vera ekki að benda á einhvern einn. Það er ekkert launungarmál að þetta eru ólíkir flokkar. Við erum þarna lengst til vinstri og kannski ekki skrýtið að erfitt sé að finna samhljóm með flokki lengst til hægri,“ segir Katrín. Þingflokkur VG sendi frá sér yfirlýsingu skömmu eftir viðræðuslitin þar sem greint var frá því að flokkurinn hafi lagt áherslu á gerðar væru breytingar „í þágu nauðsynlegra umbóta í heilbrigðismálum, menntamálum, velferðarmálum og uppbyggingu innviða.“ Til þess þess þyrfti að lágmarki 30 milljarða króna. Katrín segir að þetta hafi verið stóru kappsmál flokksins í viðræðunum. Samhljómur hafi verið í aðdraganda kosninganna að gefa þyrfti í þeim málaflokkum sem nefndir eru hér að ofan og að nú þurfi flokkarnir að svara pólitískum spurningum um hvort að vilji sé til þess að standa fyrir þessum umbótum og þá hvernig eigi að fjármagna þá með ábyrgum hætti. „Mér finnst ágætt ef þingið fær nú svigrúm til að glíma við fjárlögin en forsetinn gerir það sem honum þykir réttast,“ segir Katrín aðspurð um hvað hún telji að gerist nú eftir að upp úr slitnaði.
Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Fleiri fréttir Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Sjá meira