Framsækin atvinnustefna VG Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 12. desember 2016 07:00 Samhliða búvörusamningunum, sem fráfarandi ríkisstjórn gerði í haust, var komið inn endurskoðunarákvæði. Það viljum við í Vinstri grænum nýta vel og ná sátt um breytingar í landbúnaði. Þar eiga umhverfismálin að vera í forgrunni. Það er skylda okkar að huga að loftslagsmálum, því vistspori sem landbúnaðurinn myndar, en það á ekki síður við þegar kemur að innflutningi, en 13 prósent af útblæstri gróðurhúsalofttegunda í heiminum eru tilkomin vegna vöruflutninga. Það er gríðarlega mikilvægt að huga að dýravelferð og neytendavernd, þegar kemur að landbúnaði. Það gerum við með því að gera strangar kröfur um innlenda framleiðslu og huga vel að því hvernig styrkjum er háttað til hennar. Hvað innflutning varðar þarf uppruni að vera á hreinu og þar með þær aðstæður sem eru við framleiðsluna í landinu sem framleitt er, ekki síðasta viðkomustað á leiðinni til Íslands. Þannig gefst neytendum val. Við getum ekki talað fyrir dýravelferð heima fyrir, en stutt við slæman aðbúnað í öðrum löndum með því að flytja vörur úr slíkri framleiðslu inn. Vinstri græn hafa verið tilbúin til breytinga í sjávarútvegi og hafa þá stefnu að hluti aflaheimilda eigi að leigjast út á opinberum leigumarkaði. Við höfum viljað horfa til þess sem frændur okkar Færeyingar eru að gera með tilraunum í uppboði á aflaheimildum, en þar, eins og í landbúnaði, teljum við að umhverfismál eigi að skipta miklu. Sjávarútvegur verður að þróast enn frekar í átt til umhverfisvænna veiða og vinnslu. Auðlindir hafsins eiga að vera sameign þjóðarinnar. Nokkuð rík samstaða hefur verið um það, a.m.k. á hátíðarstundum. En hvað þýðir það í raun? Við í Vinstri grænum teljum að það þýði að nýtingarréttur verður leigður út til skamms tíma, en eignarhaldið verði opinbert. Nýtingarréttur til langs tíma, áratuga jafnvel, getur nefnilega myndað hefðarrétt. Vinstri græn telja að nú sé lag að koma umhverfissjónarmiðum enn frekar að þegar að atvinnumálum kemur. Það á bæði við hinar hefðbundnari greinar, en einnig nýrri greinar. Það er raunveruleg framsækni.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Sjá meira
Samhliða búvörusamningunum, sem fráfarandi ríkisstjórn gerði í haust, var komið inn endurskoðunarákvæði. Það viljum við í Vinstri grænum nýta vel og ná sátt um breytingar í landbúnaði. Þar eiga umhverfismálin að vera í forgrunni. Það er skylda okkar að huga að loftslagsmálum, því vistspori sem landbúnaðurinn myndar, en það á ekki síður við þegar kemur að innflutningi, en 13 prósent af útblæstri gróðurhúsalofttegunda í heiminum eru tilkomin vegna vöruflutninga. Það er gríðarlega mikilvægt að huga að dýravelferð og neytendavernd, þegar kemur að landbúnaði. Það gerum við með því að gera strangar kröfur um innlenda framleiðslu og huga vel að því hvernig styrkjum er háttað til hennar. Hvað innflutning varðar þarf uppruni að vera á hreinu og þar með þær aðstæður sem eru við framleiðsluna í landinu sem framleitt er, ekki síðasta viðkomustað á leiðinni til Íslands. Þannig gefst neytendum val. Við getum ekki talað fyrir dýravelferð heima fyrir, en stutt við slæman aðbúnað í öðrum löndum með því að flytja vörur úr slíkri framleiðslu inn. Vinstri græn hafa verið tilbúin til breytinga í sjávarútvegi og hafa þá stefnu að hluti aflaheimilda eigi að leigjast út á opinberum leigumarkaði. Við höfum viljað horfa til þess sem frændur okkar Færeyingar eru að gera með tilraunum í uppboði á aflaheimildum, en þar, eins og í landbúnaði, teljum við að umhverfismál eigi að skipta miklu. Sjávarútvegur verður að þróast enn frekar í átt til umhverfisvænna veiða og vinnslu. Auðlindir hafsins eiga að vera sameign þjóðarinnar. Nokkuð rík samstaða hefur verið um það, a.m.k. á hátíðarstundum. En hvað þýðir það í raun? Við í Vinstri grænum teljum að það þýði að nýtingarréttur verður leigður út til skamms tíma, en eignarhaldið verði opinbert. Nýtingarréttur til langs tíma, áratuga jafnvel, getur nefnilega myndað hefðarrétt. Vinstri græn telja að nú sé lag að koma umhverfissjónarmiðum enn frekar að þegar að atvinnumálum kemur. Það á bæði við hinar hefðbundnari greinar, en einnig nýrri greinar. Það er raunveruleg framsækni.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun