Fulltrúar flokkanna fimm hittast á fundi síðdegis Ásgeir Erlendsson skrifar 11. desember 2016 12:26 Fulltrúar flokkanna fimm sem eiga í óformlegum stjórnarmyndunarviðræðum hittast á fundi síðdegis. Þingmaður Viðreisnar segir að nú fari að skýrast hvort viðræðunum verði haldið áfram eða hvort þeim verði slitið. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, veitti Birgittu Jónsdóttur, þingflokssformanni, Pírata stjórnarmyndunarumboð fyrir níu dögum og undanfarna daga hafa fulltrúar Viðreisnar, Bjartar framtíðar, Samfylkingar, Vinstri grænna og Pírata átt í óformlegum viðræðum. Flokkarnir ræddu sjávarútvegsmál á föstudag og sama er uppi á teningnum í dag en fulltrúar flokkanna hittast á fundi seinni partinn. Búist er við að ákvörðun um hvort flokkarnir taki upp formlegar viðræður skýrist í kvöld eða á morgun. Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar segir menn vera komna að þeim tímapunkti í þessum óformlegu viðræðum að menn verði að fara leggja mat á hvert framhaldið verður. „Það mun fara að skýrast fljótlega, ég held að menn séu að komast á þann tímapunkt í viðræðunum að geta farið að leggja mat á það hvort að það sé eitthvað sem eigi að halda áfram með ekki,“ sagði Þorsteinn á Sprengisandi í Bylgjunni í morgun. Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar stillti væntingum um gang viðræðnanna í hóf í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær en Smári McCarty, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær að yfirgnæfandi líkur væru á að flokkarnir næðu saman. Benedikt sagði á Stöð 2 í gær að flokkarnir fimm væru jákvæðari en áður fyrir markaðsleið í sjávarútvegi en Þorsteinn Víglundsson segir að engin niðurstaða liggi fyrir í sjávarútvegsmálum viðræðum flokkanna nú. Sigríður Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var einnig gestur þáttarins og hún segist ekki sjá annað en að flokkarnir ættu að geta náð saman ef horft er til stefnumála þeirra fyrir kosningar. „Auðvitað eru mismunandi áherslur hjá flokkum en mér hefur sýnst að málefnin hjá þessum flokkum gefi það til kynna að þau ættu að ná saman, þetta eru allt vinstri-miðjuflokkar og ég sé ekki á hverju ætti að steyta,“ sagði Sigríður. Hlusta má á innslagið úr Sprengisandi í heild sinni hér að ofan. Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Fleiri fréttir Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Sjá meira
Fulltrúar flokkanna fimm sem eiga í óformlegum stjórnarmyndunarviðræðum hittast á fundi síðdegis. Þingmaður Viðreisnar segir að nú fari að skýrast hvort viðræðunum verði haldið áfram eða hvort þeim verði slitið. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, veitti Birgittu Jónsdóttur, þingflokssformanni, Pírata stjórnarmyndunarumboð fyrir níu dögum og undanfarna daga hafa fulltrúar Viðreisnar, Bjartar framtíðar, Samfylkingar, Vinstri grænna og Pírata átt í óformlegum viðræðum. Flokkarnir ræddu sjávarútvegsmál á föstudag og sama er uppi á teningnum í dag en fulltrúar flokkanna hittast á fundi seinni partinn. Búist er við að ákvörðun um hvort flokkarnir taki upp formlegar viðræður skýrist í kvöld eða á morgun. Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar segir menn vera komna að þeim tímapunkti í þessum óformlegu viðræðum að menn verði að fara leggja mat á hvert framhaldið verður. „Það mun fara að skýrast fljótlega, ég held að menn séu að komast á þann tímapunkt í viðræðunum að geta farið að leggja mat á það hvort að það sé eitthvað sem eigi að halda áfram með ekki,“ sagði Þorsteinn á Sprengisandi í Bylgjunni í morgun. Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar stillti væntingum um gang viðræðnanna í hóf í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær en Smári McCarty, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær að yfirgnæfandi líkur væru á að flokkarnir næðu saman. Benedikt sagði á Stöð 2 í gær að flokkarnir fimm væru jákvæðari en áður fyrir markaðsleið í sjávarútvegi en Þorsteinn Víglundsson segir að engin niðurstaða liggi fyrir í sjávarútvegsmálum viðræðum flokkanna nú. Sigríður Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var einnig gestur þáttarins og hún segist ekki sjá annað en að flokkarnir ættu að geta náð saman ef horft er til stefnumála þeirra fyrir kosningar. „Auðvitað eru mismunandi áherslur hjá flokkum en mér hefur sýnst að málefnin hjá þessum flokkum gefi það til kynna að þau ættu að ná saman, þetta eru allt vinstri-miðjuflokkar og ég sé ekki á hverju ætti að steyta,“ sagði Sigríður. Hlusta má á innslagið úr Sprengisandi í heild sinni hér að ofan.
Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Fleiri fréttir Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Sjá meira