Fannst þau eins og á valdi fjárkúgara í langþráðri brúðkaupsferð á Íslandi Garðar Örn Úlfarsson skrifar 10. desember 2016 07:15 "Það er talsvert af ferðamönnum í búðunum í Reykjavík en maður sér varla nokkurn mann kaupa nokkuð,“ segja hjónin Mark og Sarah Bellew. Vísir/Vilhelm „Við vorum búin hlakka lengi til og spara fyrir þessari ferð,“ segja hjónin Sarah og Mark Bellew vonsvikin á síðasta degi fyrstu heimsóknar sinnar til Íslands. Ástæða vonbrigðanna er verðlagið. „Þetta er eiginlega alveg ótrúlegt,“ segja þau Sarah og Mark þar sem þau sitja í anddyrinu á Center Hotel við Þingholtsstræti. Daginn áður höfðu þau farið Gullna hringinn svokallaða; á Þingvöll og Gullfoss og Geysi. Að auki var heimsókn í baðstaðinn The Secret Lagoon á Flúðum innifalin í verðinu og veik von um norðurljós á himni en engar máltíðir. Þau sýna kvittunina. Á henni stendur skýrum stöfum: 87.800 krónur. Verðið er sem sagt 43.900 krónur á manninn. „Við erum bara hér í örfáa dag. Allir segja að þessa staði verði maður einfaldlega að sjá og þetta var það ódýrasta sem við fundum,“ segir Mark. Farið var með fimm farþega jeppa en þau voru reyndar þau einu sem mættu. „Við veltum því ekki alvarlega fyrir okkur að leigja bíl sjálf til að fara þennan hring af því að aðstæður geta verið ótryggar en hefðum svo sem allt eins getað gert það.“ Sarah og Mark gengu í hjónaband í september en geymdu brúðkaupsferðina til Íslands þar til nú. Þau keyptu flug og gistingu á verði sem þau segja að hafi verið tiltölulega sanngjarnt. Þau hafi hins vegar fengið áfall við komuna. „Við höfðum heyrt að verðlagið hér væri hátt og áttum von á það væri kannski eins og í London. Við höfum farið víða, til dæmis til Moskvu þar sem eru mjög dýr hverfi en þetta slær jafnvel það út,“ segja hjónin sem ætluðu að gera vel við sig þá fáu daga sem brúðkaupsferðin átti að vara. Lítið varð af því. „Verðlag á veitingastöðum og börum í Reykjavík er svakalegt. Við hefðum einfaldlega farið á hausinn ef við hefðum ekki haldið aftur af okkur. Það er svekkjandi að hafa þurft að gera það,“ segir Sarah. Mark, sem er fertugur, er samskiptastjóri hjá lestarfyrirtækinu Network Rail. Sarah er 33 ára og er dagskrárgerðarmaður á útvarpsstöðinni Global Radio í heimabæ þeirra Manchester. „Við eigum vini sem eru að koma til Íslands í næstu viku og þekkjum fleiri sem velta því fyrir sér. Við verðum að vara þau við því sem er hér er í gangi. Þetta er eins og að lenda í höndunum á fjárkúgurum,“ segja Bellew-hjónin sem komu til landsins á miðvikudag og fóru aftur heim í dag - nánast tómhent. „Okkur langaði að kaupa minjagripi til að færa börnunum. Við sáum Geysis tröll sem kostaði 150 pund. Það er svona tífalt meira en sambærilegur hlutur kostar í London,“ segir Mark. Sama gildi um tuskudýr, lopavörur og hvaðeina sem þau hafa rekist á. „Ætli við endum ekki á að reyna að finna minjagripasegul á ísskápinn heima. Þannig seglar kosta um tvö pund annars staðar. Ef við erum heppin sleppum við kannski með sex pund hér.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira
„Við vorum búin hlakka lengi til og spara fyrir þessari ferð,“ segja hjónin Sarah og Mark Bellew vonsvikin á síðasta degi fyrstu heimsóknar sinnar til Íslands. Ástæða vonbrigðanna er verðlagið. „Þetta er eiginlega alveg ótrúlegt,“ segja þau Sarah og Mark þar sem þau sitja í anddyrinu á Center Hotel við Þingholtsstræti. Daginn áður höfðu þau farið Gullna hringinn svokallaða; á Þingvöll og Gullfoss og Geysi. Að auki var heimsókn í baðstaðinn The Secret Lagoon á Flúðum innifalin í verðinu og veik von um norðurljós á himni en engar máltíðir. Þau sýna kvittunina. Á henni stendur skýrum stöfum: 87.800 krónur. Verðið er sem sagt 43.900 krónur á manninn. „Við erum bara hér í örfáa dag. Allir segja að þessa staði verði maður einfaldlega að sjá og þetta var það ódýrasta sem við fundum,“ segir Mark. Farið var með fimm farþega jeppa en þau voru reyndar þau einu sem mættu. „Við veltum því ekki alvarlega fyrir okkur að leigja bíl sjálf til að fara þennan hring af því að aðstæður geta verið ótryggar en hefðum svo sem allt eins getað gert það.“ Sarah og Mark gengu í hjónaband í september en geymdu brúðkaupsferðina til Íslands þar til nú. Þau keyptu flug og gistingu á verði sem þau segja að hafi verið tiltölulega sanngjarnt. Þau hafi hins vegar fengið áfall við komuna. „Við höfðum heyrt að verðlagið hér væri hátt og áttum von á það væri kannski eins og í London. Við höfum farið víða, til dæmis til Moskvu þar sem eru mjög dýr hverfi en þetta slær jafnvel það út,“ segja hjónin sem ætluðu að gera vel við sig þá fáu daga sem brúðkaupsferðin átti að vara. Lítið varð af því. „Verðlag á veitingastöðum og börum í Reykjavík er svakalegt. Við hefðum einfaldlega farið á hausinn ef við hefðum ekki haldið aftur af okkur. Það er svekkjandi að hafa þurft að gera það,“ segir Sarah. Mark, sem er fertugur, er samskiptastjóri hjá lestarfyrirtækinu Network Rail. Sarah er 33 ára og er dagskrárgerðarmaður á útvarpsstöðinni Global Radio í heimabæ þeirra Manchester. „Við eigum vini sem eru að koma til Íslands í næstu viku og þekkjum fleiri sem velta því fyrir sér. Við verðum að vara þau við því sem er hér er í gangi. Þetta er eins og að lenda í höndunum á fjárkúgurum,“ segja Bellew-hjónin sem komu til landsins á miðvikudag og fóru aftur heim í dag - nánast tómhent. „Okkur langaði að kaupa minjagripi til að færa börnunum. Við sáum Geysis tröll sem kostaði 150 pund. Það er svona tífalt meira en sambærilegur hlutur kostar í London,“ segir Mark. Sama gildi um tuskudýr, lopavörur og hvaðeina sem þau hafa rekist á. „Ætli við endum ekki á að reyna að finna minjagripasegul á ísskápinn heima. Þannig seglar kosta um tvö pund annars staðar. Ef við erum heppin sleppum við kannski með sex pund hér.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira