Ólíklegt að ný stjórn verði til á þessu ári Heimir Már Pétursson skrifar 29. desember 2016 19:10 Ólíklegt er að ný ríkisstjórn verði til á þeim dögum sem eftir lifir árs en formenn Bjartrar framtíðar og Viðreisnar segja annan anda ríkja í viðræðum við Sjálfstæðisflokkinn nú en áður. Óttarr Proppé segir menn ef til vill búna að meðtaka betur vilja kjósenda eins og hann birtist í síðustu kosningum. Í dag eru tveir mánuðir liðnir frá við kjósendur gengu að kjörborðinu og kusu fulltrúa sjö flokka á þing, sem síðan hefur ekki tekist að mynda starfhæfan meirihluta á Alþingi þrátt fyrir fjölbreyttar tilraunir til þess. Formenn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar reyna enn á ný að ná saman og hafa skipst á hugmyndum um málamiðlanir í erfiðustu ágreiningsmálum flokkanna frá því á mánudag þegar þeir hittust. Óttar Proppé segir menn á öðrum stað nú þegar búið sé að gera nokkrar tilraunir til myndunar ríkisstjórna og nú hafi leiðtogar flokkanna ef til vill meðtekið niðurstöður kosninganna um breiðari sátt betur og ræði saman á annan hátt en áður. „Við túlkuðum það sem svo að fólk vildi miðjupólitík en ekki annað hvort eða pólitík. En ég held nú að skilaboðin séu þau að fólk vilji að við vinnum saman. Það er auðvitað hluti af því hvernig sem ríkisstjórn verður mynduð, að það er mikilvægt að hún vinni líka vel með öðrum,“ segir Óttarr. Það sé þingi og flokkum holt að læra að málefnin ráði en ekki endilega meirihluti hverju sinni. Kosningaúrslitin sjálf og skoðanir einstakra flokka á samstarfi við aðra hafa ráðið miklu um erfiðleikana við stjórnarmyndun. Óttar segir að þegar gengið sé til kosninga sé eðlilegt að fólk vilji veg sinna flokka sem mestan. „Er ekki eins og þú segir allir í pólitík kannski með þá óskastjórn að fá að koma öllum sínum málum í gegn? En ég held að það sé nokkuð ljóst að það verður seint. Það skiptir líka máli að það eru ekki bara mínir stuðningsmenn sem búa á Íslandi. Heldur þurfum við að mynda ríkisstjórn sem horfir til almannahagsmunanna og að sem flestir séu ánægðir. Alla vega enginn mikið óánægðri en annar,“ segir formaður Bjartrar framtíðar.Ólíklegt er að ný ríkisstjórn verði mynduð áður en þetta ár er liðið. „Þetta er að mjakast í rétta átt sýnist mér og gæti endað á að við komumst í formlegar viðræður en það er ekki að fara að gerast í dag eða á morgun,“ segir Óttarr. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Viljinn til sátta meiri nú en áður Sjálfstæðisflokkur, Viðreisn og Björt framtíð reyna nú að ná málamiðlun varðandi stjórnarskrá, fiskveiðar og Evrópusambandið. 29. desember 2016 07:00 Skilningur að aukast milli formanna ACD flokkanna „Vonandi gengur þetta betur núna," segir Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar. 29. desember 2016 13:31 Úrslita að vænta í tilraunum til myndunar ACD stjórnar Leiðtogar stjórnmálaflokkanna láta ekki ná í sig þessar klukkustundirnar sem bendir til þess að einhverjar viðræður sé í gangi á milli þeirra. 28. desember 2016 11:49 Formenn Bjartrar og Viðreisnar bíða viðbragða Bjarna við málefnatillögum Formenn Viðreisnar og Bjartrar framtíðar kynntu málefnatillögur fyrir formanni Sjálfstæðisflokksins í gær, en formennirnir þrír hafa varist allra frétta af viðræðum þeirra undanfarna tvo sólarhringa. 28. desember 2016 18:32 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Ólíklegt er að ný ríkisstjórn verði til á þeim dögum sem eftir lifir árs en formenn Bjartrar framtíðar og Viðreisnar segja annan anda ríkja í viðræðum við Sjálfstæðisflokkinn nú en áður. Óttarr Proppé segir menn ef til vill búna að meðtaka betur vilja kjósenda eins og hann birtist í síðustu kosningum. Í dag eru tveir mánuðir liðnir frá við kjósendur gengu að kjörborðinu og kusu fulltrúa sjö flokka á þing, sem síðan hefur ekki tekist að mynda starfhæfan meirihluta á Alþingi þrátt fyrir fjölbreyttar tilraunir til þess. Formenn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar reyna enn á ný að ná saman og hafa skipst á hugmyndum um málamiðlanir í erfiðustu ágreiningsmálum flokkanna frá því á mánudag þegar þeir hittust. Óttar Proppé segir menn á öðrum stað nú þegar búið sé að gera nokkrar tilraunir til myndunar ríkisstjórna og nú hafi leiðtogar flokkanna ef til vill meðtekið niðurstöður kosninganna um breiðari sátt betur og ræði saman á annan hátt en áður. „Við túlkuðum það sem svo að fólk vildi miðjupólitík en ekki annað hvort eða pólitík. En ég held nú að skilaboðin séu þau að fólk vilji að við vinnum saman. Það er auðvitað hluti af því hvernig sem ríkisstjórn verður mynduð, að það er mikilvægt að hún vinni líka vel með öðrum,“ segir Óttarr. Það sé þingi og flokkum holt að læra að málefnin ráði en ekki endilega meirihluti hverju sinni. Kosningaúrslitin sjálf og skoðanir einstakra flokka á samstarfi við aðra hafa ráðið miklu um erfiðleikana við stjórnarmyndun. Óttar segir að þegar gengið sé til kosninga sé eðlilegt að fólk vilji veg sinna flokka sem mestan. „Er ekki eins og þú segir allir í pólitík kannski með þá óskastjórn að fá að koma öllum sínum málum í gegn? En ég held að það sé nokkuð ljóst að það verður seint. Það skiptir líka máli að það eru ekki bara mínir stuðningsmenn sem búa á Íslandi. Heldur þurfum við að mynda ríkisstjórn sem horfir til almannahagsmunanna og að sem flestir séu ánægðir. Alla vega enginn mikið óánægðri en annar,“ segir formaður Bjartrar framtíðar.Ólíklegt er að ný ríkisstjórn verði mynduð áður en þetta ár er liðið. „Þetta er að mjakast í rétta átt sýnist mér og gæti endað á að við komumst í formlegar viðræður en það er ekki að fara að gerast í dag eða á morgun,“ segir Óttarr.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Viljinn til sátta meiri nú en áður Sjálfstæðisflokkur, Viðreisn og Björt framtíð reyna nú að ná málamiðlun varðandi stjórnarskrá, fiskveiðar og Evrópusambandið. 29. desember 2016 07:00 Skilningur að aukast milli formanna ACD flokkanna „Vonandi gengur þetta betur núna," segir Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar. 29. desember 2016 13:31 Úrslita að vænta í tilraunum til myndunar ACD stjórnar Leiðtogar stjórnmálaflokkanna láta ekki ná í sig þessar klukkustundirnar sem bendir til þess að einhverjar viðræður sé í gangi á milli þeirra. 28. desember 2016 11:49 Formenn Bjartrar og Viðreisnar bíða viðbragða Bjarna við málefnatillögum Formenn Viðreisnar og Bjartrar framtíðar kynntu málefnatillögur fyrir formanni Sjálfstæðisflokksins í gær, en formennirnir þrír hafa varist allra frétta af viðræðum þeirra undanfarna tvo sólarhringa. 28. desember 2016 18:32 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Viljinn til sátta meiri nú en áður Sjálfstæðisflokkur, Viðreisn og Björt framtíð reyna nú að ná málamiðlun varðandi stjórnarskrá, fiskveiðar og Evrópusambandið. 29. desember 2016 07:00
Skilningur að aukast milli formanna ACD flokkanna „Vonandi gengur þetta betur núna," segir Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar. 29. desember 2016 13:31
Úrslita að vænta í tilraunum til myndunar ACD stjórnar Leiðtogar stjórnmálaflokkanna láta ekki ná í sig þessar klukkustundirnar sem bendir til þess að einhverjar viðræður sé í gangi á milli þeirra. 28. desember 2016 11:49
Formenn Bjartrar og Viðreisnar bíða viðbragða Bjarna við málefnatillögum Formenn Viðreisnar og Bjartrar framtíðar kynntu málefnatillögur fyrir formanni Sjálfstæðisflokksins í gær, en formennirnir þrír hafa varist allra frétta af viðræðum þeirra undanfarna tvo sólarhringa. 28. desember 2016 18:32