Kerry sendir Netanyahu tóninn á síðustu metrunum í valdatíð sinni Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 29. desember 2016 13:06 John Kerry er starfandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Vísir/EPA Svo virðist sem John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hafi raskað rónni enn frekar á milli Ísraels og Bandaríkjanna í nýlegri gagnrýni sinni á landnemabyggðir Ísraelsmanna í Palestínu. Reuters greinir frá. Kerry viðraði áhyggjur sínar að áframhaldandi landnám Ísraelsmanna gæti raskað ró enn frekar í Mið-Austurlöndum. Samband landanna tveggja, Bandaríkjanna og Ísraels, hefur þó verið í stirðari kantinum í valdatíð Obama en ráðamenn samþykktu nýverið tillögu Sameinuðu þjóðanna þar sem Ísraelsmenn eru hvattir til að enda landnemabyggðir sínar. Ísraelsmenn eru ósáttir við Bandaríkjamenn og telja að þeir hafi átt hlutdeild í að leggja tillöguna fram. Kerry bendir á að það hafi hins vegar verið í höndum Egyptalands. Kerry varði þessa ákvörðun með því að benda á að þetta væri ekki gert með það í huga að einangra Ísrael heldur að þessi framganga ísraelsmanna sé ekki boðleg og sporni gegn friði. Hann bendir á að vinaþjóðir á borð við Bandaríkin og Ísrael eigi að benda hvor annarri á ef mistök eru gerð. Það sýni virðingu. Kerry hefur mikið lagt upp úr svokallaðri tveggjalanda lausn þar sem örugg landamæri séu sett á milli Ísraels og Palestínu sem miðar við þær línur sem lagðar voru árið 1967 þegar vestur bakki Palestínu var enn í höndum Palestínumanna. Kerry virðist því senda Ísraelsmönnum ansi gagnrýninn tón í lok valdatíðar sinnar.Netanyahu stórmóðgaður Benjamin Netanyahu sakaði Kerry um að vera hlutdrægan og benti á að Ísraelsmenn þyrftu ekki að fá fyrirlestur frá erlendum aðilum um hvernig þeir hátta sínum málum. Einnig sagðist hann hlakka til að vinna með nýkjörnum forseta Bandaríkjanna Donald Trump þar sem sá hafi lagt upp með að samband Bandaríkjanna og Ísraels muni aðeins styrkjast í valdatíð sinni. Forseti Palestínu, Mahmoud Abbas sagði í andsvari að hann teldi þó að friður á milli Ísrael og Palestínu væri mögulegur en áréttaði að til þess þyrftu Ísraelsmenn að stöðva landnemabyggðir sínar og læra að lifa í friði með þeim. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Fleiri fréttir „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Sjá meira
Svo virðist sem John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hafi raskað rónni enn frekar á milli Ísraels og Bandaríkjanna í nýlegri gagnrýni sinni á landnemabyggðir Ísraelsmanna í Palestínu. Reuters greinir frá. Kerry viðraði áhyggjur sínar að áframhaldandi landnám Ísraelsmanna gæti raskað ró enn frekar í Mið-Austurlöndum. Samband landanna tveggja, Bandaríkjanna og Ísraels, hefur þó verið í stirðari kantinum í valdatíð Obama en ráðamenn samþykktu nýverið tillögu Sameinuðu þjóðanna þar sem Ísraelsmenn eru hvattir til að enda landnemabyggðir sínar. Ísraelsmenn eru ósáttir við Bandaríkjamenn og telja að þeir hafi átt hlutdeild í að leggja tillöguna fram. Kerry bendir á að það hafi hins vegar verið í höndum Egyptalands. Kerry varði þessa ákvörðun með því að benda á að þetta væri ekki gert með það í huga að einangra Ísrael heldur að þessi framganga ísraelsmanna sé ekki boðleg og sporni gegn friði. Hann bendir á að vinaþjóðir á borð við Bandaríkin og Ísrael eigi að benda hvor annarri á ef mistök eru gerð. Það sýni virðingu. Kerry hefur mikið lagt upp úr svokallaðri tveggjalanda lausn þar sem örugg landamæri séu sett á milli Ísraels og Palestínu sem miðar við þær línur sem lagðar voru árið 1967 þegar vestur bakki Palestínu var enn í höndum Palestínumanna. Kerry virðist því senda Ísraelsmönnum ansi gagnrýninn tón í lok valdatíðar sinnar.Netanyahu stórmóðgaður Benjamin Netanyahu sakaði Kerry um að vera hlutdrægan og benti á að Ísraelsmenn þyrftu ekki að fá fyrirlestur frá erlendum aðilum um hvernig þeir hátta sínum málum. Einnig sagðist hann hlakka til að vinna með nýkjörnum forseta Bandaríkjanna Donald Trump þar sem sá hafi lagt upp með að samband Bandaríkjanna og Ísraels muni aðeins styrkjast í valdatíð sinni. Forseti Palestínu, Mahmoud Abbas sagði í andsvari að hann teldi þó að friður á milli Ísrael og Palestínu væri mögulegur en áréttaði að til þess þyrftu Ísraelsmenn að stöðva landnemabyggðir sínar og læra að lifa í friði með þeim.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Fleiri fréttir „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Sjá meira