Enginn vilji til að hrófla við úrskurði kjararáðs Þorgeir Helgason skrifar 28. desember 2016 06:00 Enginn vilji er innan Alþingis til að hrófla við úrskurði kjararáðs. vísir/daníel „Það þykir ekki vera gott fordæmi að hrófla við úrskurðinum. Að setja málið í hendur forsætisnefndar er mun einfaldari og eðlilegri leið að mínu viti og gerir meira gagn,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. Formenn allra stjórnmálaflokka funduðu fyrir jól og sendu forsætisnefnd bréf þess efnis að skoða kjör þingmanna sem leggjast ofan á þingfararkaupið. Var ákveðið að fara þá leið í stað þess að hrófla við úrskurðinum sjálfum. Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segir engan vilja hafa verið til þess að hrófla við úrskurði kjararáðs á Alþingi. Á fundi forsætisnefndar lagði Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, fram tillögur að breytingum á kjörum þingmanna. Þær breytingar fólu í sér umtalsverðar lækkanir á ferðakostnaði í kjördæmi, en alþingismenn fá mánaðarlega greiddar um 84 þúsund krónur í fastan ferðakostnað. Einnig var lagt til að lækka starfskostnað sem alþingismenn eiga rétt á að fá endurgreiddan á ári en hámarkið er í dag um 1,1 milljón króna. Þá voru lagðar til breytingar á húsnæðis- og dvalarkostnaði alþingismanna. Loks var lagt til að álag á laun varaforseta, formanna fastanefnda og formanna þingflokka lækki úr fimmtán prósentum í tíu og að tíu og fimm prósenta álag á laun varaformanna og varavaraformanna yrðu felld niður. Samkvæmt fjármálaráðuneytinu hafa laun þingmanna hækkað um þrettán prósent umfram almenna launaþróun. Áætlað var að heildaráhrif breytingatillagnanna yrðu þau að laun þingmanna lækkuðu um 130 til 150 þúsund krónur sem hefði í för með sér að launakjörin væru í takt við almenna launaþróun á Íslandi. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær var hart deilt um þessar breytingatillögur á fundi forsætisnefndar. Þótti nefndarmönnum þær ganga of langt og vega að landsbyggðarþingmönnum. Forsætisnefnd mun hittast á nýju ári og funda um málið. „Mér sýndist ekki vera einhugur í forsætisnefnd en það er alger einhugur meðal formanna sem skrifuðu undir þetta bréf. Það er auðvitað þannig að þegar formenn allra flokkanna skrifa undir bréf til forsætisnefndar þá vænti ég að forsætisnefnd taki tillit til þess bréfs,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Víða í samfélaginu er beðið niðurstöðu frá Alþingi. Mörg sveitarfélög frestuðu því að taka við launahækkun kjararáðs og skoruðu á Alþingi að fjalla um málið. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, og Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, segja að fundað verði í næstu viku í bæjarstjórnum sveitarfélaganna um afdrif málsins. „Þá gagnrýndu flest stéttar- og verkalýðsfélög á landinu úrskurð kjararáðs. Viðbrögð Alþingis við úrskurðum kjararáðs verður forsenda í kjaraviðræðum á næsta ári,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kjararáð Tengdar fréttir Deilt í forsætisnefnd um kjör þingmanna Forsætisnefnd fundaði um launakjör þingamanna á miðvikudag. Deilt var um hugmyndir um að lækka álögur á laun formanna og varaformanna fastanefnda. Nefndarmönnum þóttu tillögurnar vega að landsbyggðarþingmönnum. 27. desember 2016 05:00 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
„Það þykir ekki vera gott fordæmi að hrófla við úrskurðinum. Að setja málið í hendur forsætisnefndar er mun einfaldari og eðlilegri leið að mínu viti og gerir meira gagn,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. Formenn allra stjórnmálaflokka funduðu fyrir jól og sendu forsætisnefnd bréf þess efnis að skoða kjör þingmanna sem leggjast ofan á þingfararkaupið. Var ákveðið að fara þá leið í stað þess að hrófla við úrskurðinum sjálfum. Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segir engan vilja hafa verið til þess að hrófla við úrskurði kjararáðs á Alþingi. Á fundi forsætisnefndar lagði Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, fram tillögur að breytingum á kjörum þingmanna. Þær breytingar fólu í sér umtalsverðar lækkanir á ferðakostnaði í kjördæmi, en alþingismenn fá mánaðarlega greiddar um 84 þúsund krónur í fastan ferðakostnað. Einnig var lagt til að lækka starfskostnað sem alþingismenn eiga rétt á að fá endurgreiddan á ári en hámarkið er í dag um 1,1 milljón króna. Þá voru lagðar til breytingar á húsnæðis- og dvalarkostnaði alþingismanna. Loks var lagt til að álag á laun varaforseta, formanna fastanefnda og formanna þingflokka lækki úr fimmtán prósentum í tíu og að tíu og fimm prósenta álag á laun varaformanna og varavaraformanna yrðu felld niður. Samkvæmt fjármálaráðuneytinu hafa laun þingmanna hækkað um þrettán prósent umfram almenna launaþróun. Áætlað var að heildaráhrif breytingatillagnanna yrðu þau að laun þingmanna lækkuðu um 130 til 150 þúsund krónur sem hefði í för með sér að launakjörin væru í takt við almenna launaþróun á Íslandi. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær var hart deilt um þessar breytingatillögur á fundi forsætisnefndar. Þótti nefndarmönnum þær ganga of langt og vega að landsbyggðarþingmönnum. Forsætisnefnd mun hittast á nýju ári og funda um málið. „Mér sýndist ekki vera einhugur í forsætisnefnd en það er alger einhugur meðal formanna sem skrifuðu undir þetta bréf. Það er auðvitað þannig að þegar formenn allra flokkanna skrifa undir bréf til forsætisnefndar þá vænti ég að forsætisnefnd taki tillit til þess bréfs,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Víða í samfélaginu er beðið niðurstöðu frá Alþingi. Mörg sveitarfélög frestuðu því að taka við launahækkun kjararáðs og skoruðu á Alþingi að fjalla um málið. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, og Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, segja að fundað verði í næstu viku í bæjarstjórnum sveitarfélaganna um afdrif málsins. „Þá gagnrýndu flest stéttar- og verkalýðsfélög á landinu úrskurð kjararáðs. Viðbrögð Alþingis við úrskurðum kjararáðs verður forsenda í kjaraviðræðum á næsta ári,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kjararáð Tengdar fréttir Deilt í forsætisnefnd um kjör þingmanna Forsætisnefnd fundaði um launakjör þingamanna á miðvikudag. Deilt var um hugmyndir um að lækka álögur á laun formanna og varaformanna fastanefnda. Nefndarmönnum þóttu tillögurnar vega að landsbyggðarþingmönnum. 27. desember 2016 05:00 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Deilt í forsætisnefnd um kjör þingmanna Forsætisnefnd fundaði um launakjör þingamanna á miðvikudag. Deilt var um hugmyndir um að lækka álögur á laun formanna og varaformanna fastanefnda. Nefndarmönnum þóttu tillögurnar vega að landsbyggðarþingmönnum. 27. desember 2016 05:00