Deilt í forsætisnefnd um kjör þingmanna Þorgeir Helgason skrifar 27. desember 2016 05:00 Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, segir eðlilegt að skoða þurfi álögur á laun þingmanna í ljósi hækkunar á þingfarakaupi. vísir/ernir Formenn allra stjórnmálaflokka á Alþingi sendu forsætisnefnd þingsins bréf og lögðu til að nefndin myndi skoða laun og kjör þingmanna með því markmiði að bregðast við úrskurði kjararáðs. Málið var tekið fyrir á fundi forsætisnefndar á miðvikudag og samkvæmt heimildum Fréttablaðsins úr nefndinni deildu nefndarmenn um hvort skerða ætti kjörin. Laun þingmanna hafa hækkað mikið á árinu og hefur það vakið hörð viðbrögð í samfélaginu. Á kjördag í október úrskurðaði kjararáð um launakjör þingmanna sem fól í sér um 45 prósenta hækkun á þingfararkaupi, eða um 340 þúsund krónur. Fyrr á árinu höfðu þingmenn hlotið rúmlega sjö prósenta hækkun á sínum launum. Ein af tillögunum sem deilt var um var sú að lækka skyldi álag á formenn og varaformenn fastanefnda. Þingfararkaup er í dag, eftir síðustu hækkun kjararáðs, rúm 1,1 milljón króna og hljóta formenn fastanefnda fimmtán prósent álag ofan á þau laun. Fyrsti varaformaður fær þá tíu prósenta álag og annar varaformaður fimm. „Eðlilega skoða menn það fyrirkomulag sem er á álagsgreiðslum launa þingmanna sem gegna þeim stöðum. Það er auðvitað annað að vera með fimmtán, tíu eða fimm prósenta álag á þetta þingfararkaup en það kaup sem var fyrir,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis. Heimildir Fréttablaðsins herma að ákveðnum nefndarmönnum innan forsætisnefndar hafi fundist tillögur um skerðingar á launum þingmanna ganga of langt og að með þeim væri vegið að þingmönnum af landsbyggðinni. Steingrímur segir að það hafi verið rökrétt að byrja á því að skoða hvort forsendur væru enn fyrir þessum álagsgreiðslum. Hann segir eðlilegt að menn ræði málin og skiptist á skoðunum og ýmis sjónarmið hafi komið fram. Aðspurð hvort deilt hafi verið um, innan forsætisnefndar, hvort skerða ætti launakjör þingmanna, segir Þórunn Egilsdóttir, fyrsti varaforseti Alþingis, að mismunandi sjónarmið hafi komið fram. „Því miður náðist ekki að klára málið fyrir jól en forsætisnefnd mun setjast yfir það á nýju ári,“ segir Steingrímur. Hann segir að tíminn hafi fallið frá nefndinni vegna þess að lagabreytingu þurfi til, ef breyta skuli launum þingmanna. „Við munum að sjálfsögðu taka þau tilmæli alvarlega frá formönnum flokkanna að endurskoða skuli laun og starfskjör þingmanna,“ segir Steingrímur.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
Formenn allra stjórnmálaflokka á Alþingi sendu forsætisnefnd þingsins bréf og lögðu til að nefndin myndi skoða laun og kjör þingmanna með því markmiði að bregðast við úrskurði kjararáðs. Málið var tekið fyrir á fundi forsætisnefndar á miðvikudag og samkvæmt heimildum Fréttablaðsins úr nefndinni deildu nefndarmenn um hvort skerða ætti kjörin. Laun þingmanna hafa hækkað mikið á árinu og hefur það vakið hörð viðbrögð í samfélaginu. Á kjördag í október úrskurðaði kjararáð um launakjör þingmanna sem fól í sér um 45 prósenta hækkun á þingfararkaupi, eða um 340 þúsund krónur. Fyrr á árinu höfðu þingmenn hlotið rúmlega sjö prósenta hækkun á sínum launum. Ein af tillögunum sem deilt var um var sú að lækka skyldi álag á formenn og varaformenn fastanefnda. Þingfararkaup er í dag, eftir síðustu hækkun kjararáðs, rúm 1,1 milljón króna og hljóta formenn fastanefnda fimmtán prósent álag ofan á þau laun. Fyrsti varaformaður fær þá tíu prósenta álag og annar varaformaður fimm. „Eðlilega skoða menn það fyrirkomulag sem er á álagsgreiðslum launa þingmanna sem gegna þeim stöðum. Það er auðvitað annað að vera með fimmtán, tíu eða fimm prósenta álag á þetta þingfararkaup en það kaup sem var fyrir,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis. Heimildir Fréttablaðsins herma að ákveðnum nefndarmönnum innan forsætisnefndar hafi fundist tillögur um skerðingar á launum þingmanna ganga of langt og að með þeim væri vegið að þingmönnum af landsbyggðinni. Steingrímur segir að það hafi verið rökrétt að byrja á því að skoða hvort forsendur væru enn fyrir þessum álagsgreiðslum. Hann segir eðlilegt að menn ræði málin og skiptist á skoðunum og ýmis sjónarmið hafi komið fram. Aðspurð hvort deilt hafi verið um, innan forsætisnefndar, hvort skerða ætti launakjör þingmanna, segir Þórunn Egilsdóttir, fyrsti varaforseti Alþingis, að mismunandi sjónarmið hafi komið fram. „Því miður náðist ekki að klára málið fyrir jól en forsætisnefnd mun setjast yfir það á nýju ári,“ segir Steingrímur. Hann segir að tíminn hafi fallið frá nefndinni vegna þess að lagabreytingu þurfi til, ef breyta skuli launum þingmanna. „Við munum að sjálfsögðu taka þau tilmæli alvarlega frá formönnum flokkanna að endurskoða skuli laun og starfskjör þingmanna,“ segir Steingrímur.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira