Árið í Kauphöllinni ákveðin vonbrigði Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 26. desember 2016 19:16 Þróunin á árinu. Vísir Forstjóri Kauphallarinnar segir að þrátt fyrir lækkun úrvalsvísitölunnar á árinu um sjö til átta prósent hafi árið verið sæmilegt. Þau félög sem hækka mest á árinu njóti ávinnings af auknum kaupmætti og fjölgun ferðamanna, en hækkandi gengi krónunnar skýri helst lækkun hjá þeim sem lækka. N1 trónir á toppnum yfir þau félög í Kauphöllinni sem hækkuðu mest á árinu, en félagið hefur hækkað um tæp 85 prósent. Þar á eftir koma Eimskipafélag Íslands sem hefur hækkað um tæp 39 prósent og Eik Fasteignafélag um rúm 36 prósent. Reginn hefur hækkað um tæp 34 prósent og Hampiðjan um tæp 24 prósent. „Þau fyrirtæki sem eru helst að hækka á árinu eru þau sem að njóta ávinnings af þessari uppsveiflu sem við höfum séð hérna innanlands, auknum kaupmætti og aukinni ferðamennsku. Svo hafa fasteignafélögin hækkað í verði og fjárfestar í tryggingafélögunum notið ágætrar ávöxtunar, “ segir Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar.Vænta verðbólgu undir 2,5 prósent næstu 10 ár Hann segir árið heilt yfir hafa verið sæmilegt í Kauphöllinni. Óverðtryggð ríkisskuldabréf hafi til að mynda hækkað um tíu prósent á árinu. Skýringin sé fyrst og fremst sú að væntingar til verðbólgu hafa lækkað mikið á árinu. „Úr rúmum þremur prósentum í rúm tvö prósent. Þannig að það sem er merkilegt við þetta er að vísbendingar á verðlagningu á markaði gefa það til kynna að markaðsaðilar vænti verðbólgu undir markmiðum Seðlabankans til næstu 10 ára,“ segir Páll.HB Grandi lækkað um 37 prósent Þrátt fyrir þessar hækkanir voru viðmælendur fréttastofu í viðskiptalífinu flestir sammála um að árið í Kauphöllinni hefði verið ákveðin vonbrigði – til að mynda hefur úrvalsvísitalan lækkað um tæp átta prósent það sem af er ári. HB Grandi er það félag sem hefur lækkað mest á árinu, um tæp 37 prósent. Þar á eftir kemur Icelandair sem hefur lækkað um 32,5 prósent. Össur hefur lækkað um rúm 21 prósent, BankNordik um tæp 17 og Sláturfélag suðurlands um rúm 16. Páll segir hækkandi gengi krónunnar skýra þessar lækkanir að hluta. „Og svo má nú kannski segja að hækkandi kostnaður hér innanlands, að hann hefur haft sitt að segja í uppgjörum líka.“Öll ljós græn í mælaborði íslensks efnahagslífs Varðandi næsta ár segir Páll að von sé á tveimur til fjórum nýskráningum í Kauphöllina. Þá sé hann bjartsýnn enda efnahagsleg skilyrði góð. „Við heyrum það auðvitað að það eru áhyggjur af hækkandi gengi. En þá má segja að flest öðru leyti að öll ljós séu græn í mælaborði íslensks efnahagslífs, hvort sem litið er til verðbólgu eða atvinnustigs,“ segir Páll. Fréttir af flugi Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira
Forstjóri Kauphallarinnar segir að þrátt fyrir lækkun úrvalsvísitölunnar á árinu um sjö til átta prósent hafi árið verið sæmilegt. Þau félög sem hækka mest á árinu njóti ávinnings af auknum kaupmætti og fjölgun ferðamanna, en hækkandi gengi krónunnar skýri helst lækkun hjá þeim sem lækka. N1 trónir á toppnum yfir þau félög í Kauphöllinni sem hækkuðu mest á árinu, en félagið hefur hækkað um tæp 85 prósent. Þar á eftir koma Eimskipafélag Íslands sem hefur hækkað um tæp 39 prósent og Eik Fasteignafélag um rúm 36 prósent. Reginn hefur hækkað um tæp 34 prósent og Hampiðjan um tæp 24 prósent. „Þau fyrirtæki sem eru helst að hækka á árinu eru þau sem að njóta ávinnings af þessari uppsveiflu sem við höfum séð hérna innanlands, auknum kaupmætti og aukinni ferðamennsku. Svo hafa fasteignafélögin hækkað í verði og fjárfestar í tryggingafélögunum notið ágætrar ávöxtunar, “ segir Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar.Vænta verðbólgu undir 2,5 prósent næstu 10 ár Hann segir árið heilt yfir hafa verið sæmilegt í Kauphöllinni. Óverðtryggð ríkisskuldabréf hafi til að mynda hækkað um tíu prósent á árinu. Skýringin sé fyrst og fremst sú að væntingar til verðbólgu hafa lækkað mikið á árinu. „Úr rúmum þremur prósentum í rúm tvö prósent. Þannig að það sem er merkilegt við þetta er að vísbendingar á verðlagningu á markaði gefa það til kynna að markaðsaðilar vænti verðbólgu undir markmiðum Seðlabankans til næstu 10 ára,“ segir Páll.HB Grandi lækkað um 37 prósent Þrátt fyrir þessar hækkanir voru viðmælendur fréttastofu í viðskiptalífinu flestir sammála um að árið í Kauphöllinni hefði verið ákveðin vonbrigði – til að mynda hefur úrvalsvísitalan lækkað um tæp átta prósent það sem af er ári. HB Grandi er það félag sem hefur lækkað mest á árinu, um tæp 37 prósent. Þar á eftir kemur Icelandair sem hefur lækkað um 32,5 prósent. Össur hefur lækkað um rúm 21 prósent, BankNordik um tæp 17 og Sláturfélag suðurlands um rúm 16. Páll segir hækkandi gengi krónunnar skýra þessar lækkanir að hluta. „Og svo má nú kannski segja að hækkandi kostnaður hér innanlands, að hann hefur haft sitt að segja í uppgjörum líka.“Öll ljós græn í mælaborði íslensks efnahagslífs Varðandi næsta ár segir Páll að von sé á tveimur til fjórum nýskráningum í Kauphöllina. Þá sé hann bjartsýnn enda efnahagsleg skilyrði góð. „Við heyrum það auðvitað að það eru áhyggjur af hækkandi gengi. En þá má segja að flest öðru leyti að öll ljós séu græn í mælaborði íslensks efnahagslífs, hvort sem litið er til verðbólgu eða atvinnustigs,“ segir Páll.
Fréttir af flugi Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira