Slökkviliðsmenn buðu ferðamönnum húsaskjól Jóhann K. Jóhannsson skrifar 25. desember 2016 13:15 Eldur kom upp í leiguíbúð sex ferðamanna við Kirkjuteig snemma í gærkvöldi. Íbúðin skemmdist mikið og voru ferðamennirnir því á vergangi eftir að slökkvistarfi lauk. Slökkviliðsmenn brugðu á það ráð að bjóða fólkinu með sér á slökkvistöðina á jólanótt. „Þetta er nú ekki svona það sem við gerum dagsdaglega. En í tilefni þess að það voru jól þá verður maður aðeins meyrari og mýkri,“ segir Rúnar Helgason, varðstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. „Næturvaktin tók þau upp á sína arma, þar til Rauði krossinn kom og greiddi götu þeirra endanlega,“ bætir hann við. Eldurinn kom upp um klukkan hálf átta. Ferðamennirnir komu hingað til lands til að fagna jólunum á Íslandi en íbúðin hafði verið leigð í gegnum Air BnB. Tveir reykskynjarar voru í íbúðinni en hvorugur virkaði; annar þeirra var án rafhlöðu og hinn gamall og óvirkur. Slökkviliðið var svo aftur kallað út á tólfta tímanum en þá hafði verið tilkynnt um eld á bekk við íbúðarhús á Álftanesi. Töluverður reykur barst inn í íbúð í gegnum þakskegg hússins en slökkviliðið slökkti eldinn og reykræsti íbúðina. Þá sinnti slökkviliðið einnig vatnsleka sem kom upp í Ármúla í nótt. Þá var einnig mikið að gera í sjúkraflutningum í gærkvöldi og í nótt en sjö sjúkrabílar sinntu stöðugum útköllum til miðnættis. Ferðamennska á Íslandi Jólafréttir Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Sjá meira
Eldur kom upp í leiguíbúð sex ferðamanna við Kirkjuteig snemma í gærkvöldi. Íbúðin skemmdist mikið og voru ferðamennirnir því á vergangi eftir að slökkvistarfi lauk. Slökkviliðsmenn brugðu á það ráð að bjóða fólkinu með sér á slökkvistöðina á jólanótt. „Þetta er nú ekki svona það sem við gerum dagsdaglega. En í tilefni þess að það voru jól þá verður maður aðeins meyrari og mýkri,“ segir Rúnar Helgason, varðstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. „Næturvaktin tók þau upp á sína arma, þar til Rauði krossinn kom og greiddi götu þeirra endanlega,“ bætir hann við. Eldurinn kom upp um klukkan hálf átta. Ferðamennirnir komu hingað til lands til að fagna jólunum á Íslandi en íbúðin hafði verið leigð í gegnum Air BnB. Tveir reykskynjarar voru í íbúðinni en hvorugur virkaði; annar þeirra var án rafhlöðu og hinn gamall og óvirkur. Slökkviliðið var svo aftur kallað út á tólfta tímanum en þá hafði verið tilkynnt um eld á bekk við íbúðarhús á Álftanesi. Töluverður reykur barst inn í íbúð í gegnum þakskegg hússins en slökkviliðið slökkti eldinn og reykræsti íbúðina. Þá sinnti slökkviliðið einnig vatnsleka sem kom upp í Ármúla í nótt. Þá var einnig mikið að gera í sjúkraflutningum í gærkvöldi og í nótt en sjö sjúkrabílar sinntu stöðugum útköllum til miðnættis.
Ferðamennska á Íslandi Jólafréttir Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Sjá meira