Slökkviliðsmenn buðu ferðamönnum húsaskjól Jóhann K. Jóhannsson skrifar 25. desember 2016 13:15 Eldur kom upp í leiguíbúð sex ferðamanna við Kirkjuteig snemma í gærkvöldi. Íbúðin skemmdist mikið og voru ferðamennirnir því á vergangi eftir að slökkvistarfi lauk. Slökkviliðsmenn brugðu á það ráð að bjóða fólkinu með sér á slökkvistöðina á jólanótt. „Þetta er nú ekki svona það sem við gerum dagsdaglega. En í tilefni þess að það voru jól þá verður maður aðeins meyrari og mýkri,“ segir Rúnar Helgason, varðstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. „Næturvaktin tók þau upp á sína arma, þar til Rauði krossinn kom og greiddi götu þeirra endanlega,“ bætir hann við. Eldurinn kom upp um klukkan hálf átta. Ferðamennirnir komu hingað til lands til að fagna jólunum á Íslandi en íbúðin hafði verið leigð í gegnum Air BnB. Tveir reykskynjarar voru í íbúðinni en hvorugur virkaði; annar þeirra var án rafhlöðu og hinn gamall og óvirkur. Slökkviliðið var svo aftur kallað út á tólfta tímanum en þá hafði verið tilkynnt um eld á bekk við íbúðarhús á Álftanesi. Töluverður reykur barst inn í íbúð í gegnum þakskegg hússins en slökkviliðið slökkti eldinn og reykræsti íbúðina. Þá sinnti slökkviliðið einnig vatnsleka sem kom upp í Ármúla í nótt. Þá var einnig mikið að gera í sjúkraflutningum í gærkvöldi og í nótt en sjö sjúkrabílar sinntu stöðugum útköllum til miðnættis. Ferðamennska á Íslandi Jólafréttir Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Eldur kom upp í leiguíbúð sex ferðamanna við Kirkjuteig snemma í gærkvöldi. Íbúðin skemmdist mikið og voru ferðamennirnir því á vergangi eftir að slökkvistarfi lauk. Slökkviliðsmenn brugðu á það ráð að bjóða fólkinu með sér á slökkvistöðina á jólanótt. „Þetta er nú ekki svona það sem við gerum dagsdaglega. En í tilefni þess að það voru jól þá verður maður aðeins meyrari og mýkri,“ segir Rúnar Helgason, varðstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. „Næturvaktin tók þau upp á sína arma, þar til Rauði krossinn kom og greiddi götu þeirra endanlega,“ bætir hann við. Eldurinn kom upp um klukkan hálf átta. Ferðamennirnir komu hingað til lands til að fagna jólunum á Íslandi en íbúðin hafði verið leigð í gegnum Air BnB. Tveir reykskynjarar voru í íbúðinni en hvorugur virkaði; annar þeirra var án rafhlöðu og hinn gamall og óvirkur. Slökkviliðið var svo aftur kallað út á tólfta tímanum en þá hafði verið tilkynnt um eld á bekk við íbúðarhús á Álftanesi. Töluverður reykur barst inn í íbúð í gegnum þakskegg hússins en slökkviliðið slökkti eldinn og reykræsti íbúðina. Þá sinnti slökkviliðið einnig vatnsleka sem kom upp í Ármúla í nótt. Þá var einnig mikið að gera í sjúkraflutningum í gærkvöldi og í nótt en sjö sjúkrabílar sinntu stöðugum útköllum til miðnættis.
Ferðamennska á Íslandi Jólafréttir Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira