Danir eiga þrjá af þeim efnilegustu í heimi en Íslendingar engan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. desember 2016 14:30 Fótboltavefsíðan „In Bed With Maradona“ hefur eins og í fyrra valið hundrað bestu fótboltamenn heims sem eru 21 árs og yngri en leikmennirnir koma víðsvegar að úr heiminum. Ísland á hinsvegar engan leikmann á lista ólíkt Norðurlandaþjóðunum Danmörku, Svíþjóð og Noregi. Danir virðast vera afar vel settir með framtíðarlandslið sitt því alls eru þrír danskir leikmenn á þessum lista. Svíar og Norðmenn verða að láta sér nægja að vera bara með einn leikmann. Danirnir þrír á listanum eru þeir Kasper Dolberg hjá Ajax, Andrew Hjulsager hjá Bröndby IF og Marcus Ingvartsen hjá FC Nordsjælland. Svíinn er Alexander Isak hjá AIK og Norðmaðurinn er Sander Berge hjá Valerenga. Danir eru sem dæmi með fleiri leikmenn en Englendingar en einu ensku leikmennirnir á listanum eru þeir Dele Alli hjá Tottenham og Lewis Baker hjá Chelsea. Fótboltavefsíðan „In Bed With Maradona“ notar sama fyrirkomulag og þegar spænska blaðið Don Balon valdi efnilegustu fótboltamenn heimsins. Tólf Frakkar eru á listanum og eru franskur fótbolti með nokkra yfirburðarstöðu hvað varðar flesta menn á listanum. Fimm leikmenn koma frá bæði Þýskalandi og Spáni en aðrar þjóðir eiga færri menn. Á listanum eru leikmenn sem eru þegar komnir að hjá bestu liðum Evrópu. Þetta eru menn eins og þeir Gabriel Jesus og Kelechi Iheanacho hjá Manchester City, Ousmane Dembélé, Christian Pulisic og Julian Weigl hjá Borussia Dortmund, Joshua Kimmich hjá Bayern München, Héctor Bellerín og Alex Iwobi hjá Arsenal og þeir Manuel Locatelli, Alessio Romagnoli og Gianluigi Donnarumma hjá AC Milan. Það að enginn Íslendingur sé á listanum er þó engin dauðadómur fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni sem leggur alltaf meiri áherslu á liðsheildina en einstaklingana. Vonandi tekst þó íslenskum fótboltamönnum á þessum aldrei að skapa sér nafni í heimsfótboltanum í framtíðinni.Það er hægt að nálgast allan listann með því að smella hér. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Fótbolti Fleiri fréttir Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Sjá meira
Fótboltavefsíðan „In Bed With Maradona“ hefur eins og í fyrra valið hundrað bestu fótboltamenn heims sem eru 21 árs og yngri en leikmennirnir koma víðsvegar að úr heiminum. Ísland á hinsvegar engan leikmann á lista ólíkt Norðurlandaþjóðunum Danmörku, Svíþjóð og Noregi. Danir virðast vera afar vel settir með framtíðarlandslið sitt því alls eru þrír danskir leikmenn á þessum lista. Svíar og Norðmenn verða að láta sér nægja að vera bara með einn leikmann. Danirnir þrír á listanum eru þeir Kasper Dolberg hjá Ajax, Andrew Hjulsager hjá Bröndby IF og Marcus Ingvartsen hjá FC Nordsjælland. Svíinn er Alexander Isak hjá AIK og Norðmaðurinn er Sander Berge hjá Valerenga. Danir eru sem dæmi með fleiri leikmenn en Englendingar en einu ensku leikmennirnir á listanum eru þeir Dele Alli hjá Tottenham og Lewis Baker hjá Chelsea. Fótboltavefsíðan „In Bed With Maradona“ notar sama fyrirkomulag og þegar spænska blaðið Don Balon valdi efnilegustu fótboltamenn heimsins. Tólf Frakkar eru á listanum og eru franskur fótbolti með nokkra yfirburðarstöðu hvað varðar flesta menn á listanum. Fimm leikmenn koma frá bæði Þýskalandi og Spáni en aðrar þjóðir eiga færri menn. Á listanum eru leikmenn sem eru þegar komnir að hjá bestu liðum Evrópu. Þetta eru menn eins og þeir Gabriel Jesus og Kelechi Iheanacho hjá Manchester City, Ousmane Dembélé, Christian Pulisic og Julian Weigl hjá Borussia Dortmund, Joshua Kimmich hjá Bayern München, Héctor Bellerín og Alex Iwobi hjá Arsenal og þeir Manuel Locatelli, Alessio Romagnoli og Gianluigi Donnarumma hjá AC Milan. Það að enginn Íslendingur sé á listanum er þó engin dauðadómur fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni sem leggur alltaf meiri áherslu á liðsheildina en einstaklingana. Vonandi tekst þó íslenskum fótboltamönnum á þessum aldrei að skapa sér nafni í heimsfótboltanum í framtíðinni.Það er hægt að nálgast allan listann með því að smella hér.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Fótbolti Fleiri fréttir Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Sjá meira