George Karl hraunar yfir Carmelo Anthony í nýrri bók Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. desember 2016 10:00 George Karl, fyrrum þjálfari í NBA-deildinni, er ekki mikill aðdáandi NBA-stjörnurnar Carmelo Anthony og Karl gagnrýnir fyrrum leikmann sinn harðlega í nýrri bók sinni. George Karl kallar Carmelo Anthony sjálfselskan og háðan sviðsljósinu. Karl hefur oftast talað vel um Carmelo Anthony en nú er heldur betur komið annað hljóð í skrokkinn. Carmelo Anthony spilaði í sex ár fyrir George Karl hjá Denver Nuggets en Anthony var alls í átta ár hjá Denver áður en honum var skipt til New York Knicks á 2010-11 tímabilinu. „Carmelo var algjör ráðgáta þessi sex ár sem ég hafði hann í mínu liði,“ skrifaði George Karl í bók sinni „Furious George" en blaðamaður New York Post komst yfir eintak af bókinni. „Hann var besti sóknarmaður sem ég hef þjálfað en um leið notaði hann fólk, var háður sviðsljósinu og mjög ósáttur þegar hann þurfti að deila sviðsljósinu með einhverjum,“ skrifaði Karl í bókina. Karl hefur einnig þjálfað Sacramento Kings, Cleveland Cavaliers, Golden State Warriors, Seattle Supersonics og Milwaukee Bucks á sínum ferli og hefur því mikla reynslu af stórstjörnum deildarinnar. „Hann gerði mig heldur betur reiðan þegar hann lagði sig ekki fram í varnarleiknum. Best fyrir þjálfarann er þegar besti leikmaðurinn er einnig leiðtogi liðsins. Carmelo lagði sig aðeins fram á öðrum enda vallarins og með því varð það ljós að hann gat aldrei verið leiðtogi Nuggets-liðsins þótt að hann vildi það sjálfur,“ sagði Karl. „Að þjálfa Carmelo Anthony þýddi að ég þurfti að vinna í því að finna leiðir í kringum lélegan varnarleik hans og reyna um leið að bæta upp fyrir lélegt hugarfar hans,“ skrifaði Karl. Carmelo Anthony vildi lítið segja um þessi ummæli þegar þau voru borin undir hann. Hann sló reyndar aðeins á létta strengi og sagðist ekki ætla að tjá sig fyrr en hann gæfi út sína bók. Nafnið á þeirri bók? „Stay Melo“ svaraði Carmelo Anthony í léttum tón. NBA Mest lesið Svíþjóð - Ísland | Allt undir á útivelli Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti Í beinni: Arsenal - Manchester United | Stórveldi slást um stigin þrjú Enski boltinn „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö Handbolti Fleiri fréttir Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Sjá meira
George Karl, fyrrum þjálfari í NBA-deildinni, er ekki mikill aðdáandi NBA-stjörnurnar Carmelo Anthony og Karl gagnrýnir fyrrum leikmann sinn harðlega í nýrri bók sinni. George Karl kallar Carmelo Anthony sjálfselskan og háðan sviðsljósinu. Karl hefur oftast talað vel um Carmelo Anthony en nú er heldur betur komið annað hljóð í skrokkinn. Carmelo Anthony spilaði í sex ár fyrir George Karl hjá Denver Nuggets en Anthony var alls í átta ár hjá Denver áður en honum var skipt til New York Knicks á 2010-11 tímabilinu. „Carmelo var algjör ráðgáta þessi sex ár sem ég hafði hann í mínu liði,“ skrifaði George Karl í bók sinni „Furious George" en blaðamaður New York Post komst yfir eintak af bókinni. „Hann var besti sóknarmaður sem ég hef þjálfað en um leið notaði hann fólk, var háður sviðsljósinu og mjög ósáttur þegar hann þurfti að deila sviðsljósinu með einhverjum,“ skrifaði Karl í bókina. Karl hefur einnig þjálfað Sacramento Kings, Cleveland Cavaliers, Golden State Warriors, Seattle Supersonics og Milwaukee Bucks á sínum ferli og hefur því mikla reynslu af stórstjörnum deildarinnar. „Hann gerði mig heldur betur reiðan þegar hann lagði sig ekki fram í varnarleiknum. Best fyrir þjálfarann er þegar besti leikmaðurinn er einnig leiðtogi liðsins. Carmelo lagði sig aðeins fram á öðrum enda vallarins og með því varð það ljós að hann gat aldrei verið leiðtogi Nuggets-liðsins þótt að hann vildi það sjálfur,“ sagði Karl. „Að þjálfa Carmelo Anthony þýddi að ég þurfti að vinna í því að finna leiðir í kringum lélegan varnarleik hans og reyna um leið að bæta upp fyrir lélegt hugarfar hans,“ skrifaði Karl. Carmelo Anthony vildi lítið segja um þessi ummæli þegar þau voru borin undir hann. Hann sló reyndar aðeins á létta strengi og sagðist ekki ætla að tjá sig fyrr en hann gæfi út sína bók. Nafnið á þeirri bók? „Stay Melo“ svaraði Carmelo Anthony í léttum tón.
NBA Mest lesið Svíþjóð - Ísland | Allt undir á útivelli Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti Í beinni: Arsenal - Manchester United | Stórveldi slást um stigin þrjú Enski boltinn „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö Handbolti Fleiri fréttir Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Sjá meira