NBA: Leikmenn Golden State breyttu ljótri byrjun í fallegan sigur | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. desember 2016 07:15 Golden State Warriors og Miami Heat unnu bæði leiki sína í NBA-deildinni í nótt þrátt fyrir að lenda mikið undir. Boston Celtics vann sinn fjórða leik í röð og New York Knicks er komið í gang á ný eftir taphrinu. Los Angeles Clippers stöðvaði fimm leikja sigurgöngu San Antonio Spurs.Kevin Durant skoraði 26 stig, tók 9 fráköst og gaf 7 stoðsendingar þegar Golden State Warriors vann 117-101 útisigur á Brooklyn Nets. Golden State var sextán stigum undir í hálfleik en vann síðustu 24 mínútur leiksins með 32 stigum. Klay Thompson var með 5 þrista og skoraði 23 stig. Stephen Curry og Zaza Pachulia skoruðu báðir 15 stig fyrir Golden State sem spilaði án Draymond Green sem var að eignast son og fékk leyfi í þessum leik. Pachulia var líka með 14 fráköst en Curry bætti við 7 stoðsendingum og 5 stolnum boltum. Brook Lopez skoraði mest fyrir Brooklyn eða 28 stig í þessu fjórða tapi liðsins í röð.Chris Paul var með 19 stig, 7 fráköst og 6 stoðsendingar á aðeins 23 mínútum þegar Los Angeles Clippers vann fimm stiga heimasigur á San Antonio Spurs, 106-101. Paul endaði þó ekki leikinn vegna tognunnar aftan í læri sem eru slæmar fréttir fyrir framhaldið ekki síst þar sem liðið er nú án Blake Griffin líka. Marreese Speights (14 stig), Raymond Felton (13 stig) og Jamal Crawford (11 stig) komu allir með mikilvæg stig af bekknum fyrir Clippers. Kawhi Leonard skoraði 27 stig fyrir Spurs og Pau Gasol var með 21 stig. Toney Parker skoraði hinsvegar aðeins 2 stig á 28 mínútum og Manu Ginobili var ekki með. Þetta var aðeins annað tap Spurs-liðsins á útivelli á tímabilinu en liðið vann 15 af fyrstu 16 útileikjum sínum. Clippers-menn voru tólf stigum yfir í hálfleik, 57-45 og gátu leyft sér að byrjunarliðsmenn liðsins spiluðu allir í undir 26 mínútur þar sem bekkurinn skilaði 58 stigum.Justise Winslow og Hassan Whiteside voru báðir með 23 stig og 13 fráköst þegar Miami Heat vann 115-107 heimasigur á Los Angeles Lakers. Miami Heat var mest 19 stigum undir en kom til baka með frábærum endakafla. Goran Dragic skoraði 21 stig fyrir Miami og James Johnson var með 19 stig. Lou Williams skoraði 27 stig fyrir Lakers.Isaiah Thomas var með 28 stig og 9 stoðsendingar í fjórða sigri Boston Celtics í röð en liðið vann nú 109-102 útisigur á Avery Bradley og Jae Crowder skoruðu báðir 15 stig fyrir Celtics-liðið. Jeff Teague var atkvæðamestur hjá Indiana með 31 stig og 8 stoðsendingar en þeir Paul George og CJ Miles skoruðu báðir 19 stig. Thaddeus Young var með 15 stig og 12 fráköst.Derrick Rose skoraði 19 stig fyrir New York Knicks sem vann 106-95 heimasigur á Orlando Magic. Kyle O'Quinn var með 14 stig og 16 fráköst og þeir Carmelo Anthony og Willy Hernangomez skoruðu báðir 15 stig. Kristaps Porzingis bætti við 12 stigum og Brandon Jennings var með 12 stoðsendingar á aðeins 22 mínútum. Serge Ibaka skoraði mest fyrir Orlando en hann var með 23 stig og 10 fráköst. Evan Fournier skoraði síðan 21 stig. Þetta var annar sigur New York liðsins í röð eftir þriggja leikja taphrinu þar á undan.Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Los Angeles Clippers - San Antonio Spurs 106-101 Miami Heat - Los Angeles Lakers 115-107 Brooklyn Nets - Golden State Warriors 101-117 New York Knicks - Orlando Magic 106-95 Indiana Pacers - Boston Celtics 102-109 NBA Mest lesið „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Svíþjóð - Ísland | Allt undir á útivelli Handbolti „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Með hendur fyrir aftan bak í fimm hundruð metra hæð Sport Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Enski boltinn Fleiri fréttir Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Sjá meira
Golden State Warriors og Miami Heat unnu bæði leiki sína í NBA-deildinni í nótt þrátt fyrir að lenda mikið undir. Boston Celtics vann sinn fjórða leik í röð og New York Knicks er komið í gang á ný eftir taphrinu. Los Angeles Clippers stöðvaði fimm leikja sigurgöngu San Antonio Spurs.Kevin Durant skoraði 26 stig, tók 9 fráköst og gaf 7 stoðsendingar þegar Golden State Warriors vann 117-101 útisigur á Brooklyn Nets. Golden State var sextán stigum undir í hálfleik en vann síðustu 24 mínútur leiksins með 32 stigum. Klay Thompson var með 5 þrista og skoraði 23 stig. Stephen Curry og Zaza Pachulia skoruðu báðir 15 stig fyrir Golden State sem spilaði án Draymond Green sem var að eignast son og fékk leyfi í þessum leik. Pachulia var líka með 14 fráköst en Curry bætti við 7 stoðsendingum og 5 stolnum boltum. Brook Lopez skoraði mest fyrir Brooklyn eða 28 stig í þessu fjórða tapi liðsins í röð.Chris Paul var með 19 stig, 7 fráköst og 6 stoðsendingar á aðeins 23 mínútum þegar Los Angeles Clippers vann fimm stiga heimasigur á San Antonio Spurs, 106-101. Paul endaði þó ekki leikinn vegna tognunnar aftan í læri sem eru slæmar fréttir fyrir framhaldið ekki síst þar sem liðið er nú án Blake Griffin líka. Marreese Speights (14 stig), Raymond Felton (13 stig) og Jamal Crawford (11 stig) komu allir með mikilvæg stig af bekknum fyrir Clippers. Kawhi Leonard skoraði 27 stig fyrir Spurs og Pau Gasol var með 21 stig. Toney Parker skoraði hinsvegar aðeins 2 stig á 28 mínútum og Manu Ginobili var ekki með. Þetta var aðeins annað tap Spurs-liðsins á útivelli á tímabilinu en liðið vann 15 af fyrstu 16 útileikjum sínum. Clippers-menn voru tólf stigum yfir í hálfleik, 57-45 og gátu leyft sér að byrjunarliðsmenn liðsins spiluðu allir í undir 26 mínútur þar sem bekkurinn skilaði 58 stigum.Justise Winslow og Hassan Whiteside voru báðir með 23 stig og 13 fráköst þegar Miami Heat vann 115-107 heimasigur á Los Angeles Lakers. Miami Heat var mest 19 stigum undir en kom til baka með frábærum endakafla. Goran Dragic skoraði 21 stig fyrir Miami og James Johnson var með 19 stig. Lou Williams skoraði 27 stig fyrir Lakers.Isaiah Thomas var með 28 stig og 9 stoðsendingar í fjórða sigri Boston Celtics í röð en liðið vann nú 109-102 útisigur á Avery Bradley og Jae Crowder skoruðu báðir 15 stig fyrir Celtics-liðið. Jeff Teague var atkvæðamestur hjá Indiana með 31 stig og 8 stoðsendingar en þeir Paul George og CJ Miles skoruðu báðir 19 stig. Thaddeus Young var með 15 stig og 12 fráköst.Derrick Rose skoraði 19 stig fyrir New York Knicks sem vann 106-95 heimasigur á Orlando Magic. Kyle O'Quinn var með 14 stig og 16 fráköst og þeir Carmelo Anthony og Willy Hernangomez skoruðu báðir 15 stig. Kristaps Porzingis bætti við 12 stigum og Brandon Jennings var með 12 stoðsendingar á aðeins 22 mínútum. Serge Ibaka skoraði mest fyrir Orlando en hann var með 23 stig og 10 fráköst. Evan Fournier skoraði síðan 21 stig. Þetta var annar sigur New York liðsins í röð eftir þriggja leikja taphrinu þar á undan.Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Los Angeles Clippers - San Antonio Spurs 106-101 Miami Heat - Los Angeles Lakers 115-107 Brooklyn Nets - Golden State Warriors 101-117 New York Knicks - Orlando Magic 106-95 Indiana Pacers - Boston Celtics 102-109
NBA Mest lesið „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Svíþjóð - Ísland | Allt undir á útivelli Handbolti „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Með hendur fyrir aftan bak í fimm hundruð metra hæð Sport Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Enski boltinn Fleiri fréttir Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Sjá meira