Samkomulag um aukin útgjöld upp á 12 milljarða á næsta ári Heimir Már Pétursson skrifar 21. desember 2016 18:44 Samkomulag hefur tekist um afgreiðslu fjárlaga á Alþingi og ríkir bjartsýni um að fjárlög verði afgreidd fyrir jól. Útgjöld verða aukin um tólf milljarða króna á næsta ári og þar af fara 5,2 milljarðar til heilbrigðiskerfisins. Varaformaður fjárlaganefndar segir að það ætti að koma í veg fyrir niðurskurð á Landsspítalanum á næsta ári. Allir flokkar á Alþingi standa að breytingartillögum við fjárlagafrumvarpið og munu allir samþykkja þær í atkvæðagreiðslu. Hins vegar þegar kemur að því að greiða atkvæði um fjárlagafrumvarpið í heild munu þeir flokkar sem ekki tilheyra fráfarandi ríkisstjórn sitja hjá við atkvæðagreiðsluna. Haraldur Benediktsson formaður fjárlaganefndar segir að samkvæmt breytingartillögunum muni framlög til heilbrigðismála aukast um 5,2 milljarða á næsta ári umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárlagafrumvarpi starfsstjórnarinnar. Útgjöld til samgöngumála verði aukin um 4,6 milljarða, um 1,7 milljarð til menntamála og hálfan milljarð króna til löggæslu og Landhelgisgæslu. Samtals séu þetta tólf milljarðar. „Við þessar aðstæður þar sem er enginn starfandi meirihluti og við þurfum raunverulega að semja frumvarpið í gegnum þingið er óhjákvæmilegt að það breytist verulega. Við erum nýkomin út úr kosningum og það endurspeglast að hluta í þeim áherslum sem þarna eru lagðar. Ég dreng enga fjöður yfir það,“ segir Haraldur. Hins vegar haldist markmið um afgang í ríkisfjármálum upp á eitt prósent af landsframleiðslu. Menn hafi haft þá spennu sem nú er í efnahagsmálunum í huga við þessar breytingar. Ekki eigi að þurfa að skera niður á Landspítalanum til að mynda. „Við erum að gera þarna margþáttaaðgerðir. Þannig að við getum til lengri tíma bætt hag Landsspítalans og annarra stofnana allt í kring um landið. Við erum með fjölþættar aðgerðir í þessum tillögum okkar,“ segir Haraldur. Oddný G. Harðardóttir varaformaður fjárlaganefndar segir með þessum breytingum sé þó ekki verið að byggja heilbrigðiskerfið upp eins og flestir hafi lofað fyrir kosningar. „Við erum í rauninni með þessum framlögum að halda í horfinu og það þarf að gera enn betur. Það verður ný ríkisstjórn að gera. Sem mun þá taka upp fjármálastefnuna og fjármálaáætlunina, skattkerfið og allt sem þarf að taka upp til að sauma saman kosningaloforðin,“ segir Oddný.Eru þetta þá einhvers konar bráðabirgða fjárlög þar til ný ríkisstjórn tekur við?„Það má segja það. Það sem liggur þarna undir eru hagsmunir almennings. Hagsmunir þeirra sem þurfa á þjónustu ríkisins að halda og stjórnsýslunnar,“ segir Oddný. „Ef við hefðum ekki gert það hefðum við farið upp hér í þingsal, hver og einn flokkur komið með sínar breytingatillögur og niðurstaðan hefði orðið fullkomin óvissa. Þannig að þetta er mjög ábyrgt hjá okkur öllum að ná þessu saman. Sjálfri finnst mér þetta vera svolítið merkileg niðurstaða, að við skyldum hafa náð þessu,“ segir Oddný G. Harðardóttir. Alþingi Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Erlent Fleiri fréttir Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Sjá meira
Samkomulag hefur tekist um afgreiðslu fjárlaga á Alþingi og ríkir bjartsýni um að fjárlög verði afgreidd fyrir jól. Útgjöld verða aukin um tólf milljarða króna á næsta ári og þar af fara 5,2 milljarðar til heilbrigðiskerfisins. Varaformaður fjárlaganefndar segir að það ætti að koma í veg fyrir niðurskurð á Landsspítalanum á næsta ári. Allir flokkar á Alþingi standa að breytingartillögum við fjárlagafrumvarpið og munu allir samþykkja þær í atkvæðagreiðslu. Hins vegar þegar kemur að því að greiða atkvæði um fjárlagafrumvarpið í heild munu þeir flokkar sem ekki tilheyra fráfarandi ríkisstjórn sitja hjá við atkvæðagreiðsluna. Haraldur Benediktsson formaður fjárlaganefndar segir að samkvæmt breytingartillögunum muni framlög til heilbrigðismála aukast um 5,2 milljarða á næsta ári umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárlagafrumvarpi starfsstjórnarinnar. Útgjöld til samgöngumála verði aukin um 4,6 milljarða, um 1,7 milljarð til menntamála og hálfan milljarð króna til löggæslu og Landhelgisgæslu. Samtals séu þetta tólf milljarðar. „Við þessar aðstæður þar sem er enginn starfandi meirihluti og við þurfum raunverulega að semja frumvarpið í gegnum þingið er óhjákvæmilegt að það breytist verulega. Við erum nýkomin út úr kosningum og það endurspeglast að hluta í þeim áherslum sem þarna eru lagðar. Ég dreng enga fjöður yfir það,“ segir Haraldur. Hins vegar haldist markmið um afgang í ríkisfjármálum upp á eitt prósent af landsframleiðslu. Menn hafi haft þá spennu sem nú er í efnahagsmálunum í huga við þessar breytingar. Ekki eigi að þurfa að skera niður á Landspítalanum til að mynda. „Við erum að gera þarna margþáttaaðgerðir. Þannig að við getum til lengri tíma bætt hag Landsspítalans og annarra stofnana allt í kring um landið. Við erum með fjölþættar aðgerðir í þessum tillögum okkar,“ segir Haraldur. Oddný G. Harðardóttir varaformaður fjárlaganefndar segir með þessum breytingum sé þó ekki verið að byggja heilbrigðiskerfið upp eins og flestir hafi lofað fyrir kosningar. „Við erum í rauninni með þessum framlögum að halda í horfinu og það þarf að gera enn betur. Það verður ný ríkisstjórn að gera. Sem mun þá taka upp fjármálastefnuna og fjármálaáætlunina, skattkerfið og allt sem þarf að taka upp til að sauma saman kosningaloforðin,“ segir Oddný.Eru þetta þá einhvers konar bráðabirgða fjárlög þar til ný ríkisstjórn tekur við?„Það má segja það. Það sem liggur þarna undir eru hagsmunir almennings. Hagsmunir þeirra sem þurfa á þjónustu ríkisins að halda og stjórnsýslunnar,“ segir Oddný. „Ef við hefðum ekki gert það hefðum við farið upp hér í þingsal, hver og einn flokkur komið með sínar breytingatillögur og niðurstaðan hefði orðið fullkomin óvissa. Þannig að þetta er mjög ábyrgt hjá okkur öllum að ná þessu saman. Sjálfri finnst mér þetta vera svolítið merkileg niðurstaða, að við skyldum hafa náð þessu,“ segir Oddný G. Harðardóttir.
Alþingi Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Erlent Fleiri fréttir Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Sjá meira