Smári segir Viðreisn og Bjarta framtíð vinna gegn breytingum Heimir Már Pétursson skrifar 21. desember 2016 13:15 Smári McCarthy segir að flokkar sem boðuðu breytingar leggist gegn breytingum. Vísir Fráfarandi stjórnarflokkar ásamt Viðreisn og Bjartri framtíð standa saman að meirihlutaáliti um lífeyrissjóðsfrumvarpið sem kemur til atkvæðagreiðslu á Alþingi í dag. Smári McCarthy, talsmaður Pírata í málinu, segir að þar með leggist flokkar sem boðuðu breytingar, gegn breytingum og segir málið unnið allt of hratt. Frumvarp fjármálaráðherra um jöfnun lífeyrisréttinda opinberra starfsmanna og fólks á almennum launamarkaði er eitt stærsta málið sem komið hefur til kasta Alþingis í langan tíma. Markmið frumvarpsins er augljóst og felst í nafni þess og felur í sér útgjöld fyrir ríkissjóð upp á 108,5 milljarða króna til uppgjörs skulda ríkissjóðs og sveitarfélaga við lífeyrissjóði opinberra starfsmanna. Fráfarandis stjórnarflokkar ásamt Viðreisn og Bjartri framtíð mynduðu meirihluta í efnhags- og viðskiptanefnd milli fyrstu og annarrar umræðu, sem hófst á Alþingi í gær. Flokkarnir vilja samþykkja frumvarp Bjarna Benediktssonar nánast óbreytt og taka því ekki tillit til gagnrýni samtaka opinberra starfsmanna sem telja réttindi sinna félaga ekki nægjanlega tryggð með frumvarpinu og að það gangi gegn samkomulagi sem gert var milli þeirra, ríkis og sveitarfélaga í september. Vinstri græn og Píratar leggja fram sitt hvort álitið og leggja til breytingar en leggjast almennt gegn frumvarpinu og ætla að greiða atkvæði gegn því. „Það er búið að færa mjög góð rök fyrir því að þessi lausn sé ófullnægjandi. Hún muni ekki duga til að laga það sem er að lífeyriskerfinu. Að auki gengur þetta gegn samkomulagi sem gert var milli starfsmanna hins opinbera og ríkisins,“ segir Smári.Heimatilbúið vandamál Sagt hafi verið að ef um 130 milljarðar króna verði ekki fluttir til fyrir áramót komi næsta ár út með miklum halla nema önnur leið verði fundin til að færa þessa fjármuni til. „Ég lít samt svo á að þetta sé heimatilbúið vandamál. Þetta er eitthvað sem alveg er hægt að finna aðrar leiðir til að leysa. Fyrir utan að það hefur komið fram, m.a. hjá þekktum hagfræðingum, að vandamálið í lífeyriskerfinu sé ekki og verði ekki skortur á peningum,“ segir Smári. Heldur þurfi að laga það sem í raun og veru sé að lífeyriskerfinu. Það vekur athygli að Viðreisn og Björt framtíð mynda meirihluta í málinu með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki. Smári segist ekki lesa neitt í það varðandi mögulega stjórnarmyndun. „Nema það að þarna hafa kannski tveir flokkar sem hafa talað fyrir breytingum í raun verið að vinna gegn breytingum. Alla vega ekki verið að vinna hlutina á þann hátt sem þeir boðuðu fyrir kosningar um að það yrði farið mjög vel og vandlega ofan í mál. Ef við ætlum að endurbyggja traust almennings til Alþingis verðum við að fara að vinna hlutina miklu betur. Miklu hægar og klára málin af skynsemi. Það er ekki það sem er að fara að gerast í dag,“ segir Smári McCarthy. Fulltrúi Samfylkingarinnar gerir í sínu áliti tvær breytingartillögur sem koma til móts við gagnrýni stéttarfélaganna en ekki liggur fyrir hvernig Samfylkingin ætlar að greiða atkvæði um málið náist þær breytingatillögur ekki í gegn. Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Innlent Fleiri fréttir Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Sjá meira
Fráfarandi stjórnarflokkar ásamt Viðreisn og Bjartri framtíð standa saman að meirihlutaáliti um lífeyrissjóðsfrumvarpið sem kemur til atkvæðagreiðslu á Alþingi í dag. Smári McCarthy, talsmaður Pírata í málinu, segir að þar með leggist flokkar sem boðuðu breytingar, gegn breytingum og segir málið unnið allt of hratt. Frumvarp fjármálaráðherra um jöfnun lífeyrisréttinda opinberra starfsmanna og fólks á almennum launamarkaði er eitt stærsta málið sem komið hefur til kasta Alþingis í langan tíma. Markmið frumvarpsins er augljóst og felst í nafni þess og felur í sér útgjöld fyrir ríkissjóð upp á 108,5 milljarða króna til uppgjörs skulda ríkissjóðs og sveitarfélaga við lífeyrissjóði opinberra starfsmanna. Fráfarandis stjórnarflokkar ásamt Viðreisn og Bjartri framtíð mynduðu meirihluta í efnhags- og viðskiptanefnd milli fyrstu og annarrar umræðu, sem hófst á Alþingi í gær. Flokkarnir vilja samþykkja frumvarp Bjarna Benediktssonar nánast óbreytt og taka því ekki tillit til gagnrýni samtaka opinberra starfsmanna sem telja réttindi sinna félaga ekki nægjanlega tryggð með frumvarpinu og að það gangi gegn samkomulagi sem gert var milli þeirra, ríkis og sveitarfélaga í september. Vinstri græn og Píratar leggja fram sitt hvort álitið og leggja til breytingar en leggjast almennt gegn frumvarpinu og ætla að greiða atkvæði gegn því. „Það er búið að færa mjög góð rök fyrir því að þessi lausn sé ófullnægjandi. Hún muni ekki duga til að laga það sem er að lífeyriskerfinu. Að auki gengur þetta gegn samkomulagi sem gert var milli starfsmanna hins opinbera og ríkisins,“ segir Smári.Heimatilbúið vandamál Sagt hafi verið að ef um 130 milljarðar króna verði ekki fluttir til fyrir áramót komi næsta ár út með miklum halla nema önnur leið verði fundin til að færa þessa fjármuni til. „Ég lít samt svo á að þetta sé heimatilbúið vandamál. Þetta er eitthvað sem alveg er hægt að finna aðrar leiðir til að leysa. Fyrir utan að það hefur komið fram, m.a. hjá þekktum hagfræðingum, að vandamálið í lífeyriskerfinu sé ekki og verði ekki skortur á peningum,“ segir Smári. Heldur þurfi að laga það sem í raun og veru sé að lífeyriskerfinu. Það vekur athygli að Viðreisn og Björt framtíð mynda meirihluta í málinu með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki. Smári segist ekki lesa neitt í það varðandi mögulega stjórnarmyndun. „Nema það að þarna hafa kannski tveir flokkar sem hafa talað fyrir breytingum í raun verið að vinna gegn breytingum. Alla vega ekki verið að vinna hlutina á þann hátt sem þeir boðuðu fyrir kosningar um að það yrði farið mjög vel og vandlega ofan í mál. Ef við ætlum að endurbyggja traust almennings til Alþingis verðum við að fara að vinna hlutina miklu betur. Miklu hægar og klára málin af skynsemi. Það er ekki það sem er að fara að gerast í dag,“ segir Smári McCarthy. Fulltrúi Samfylkingarinnar gerir í sínu áliti tvær breytingartillögur sem koma til móts við gagnrýni stéttarfélaganna en ekki liggur fyrir hvernig Samfylkingin ætlar að greiða atkvæði um málið náist þær breytingatillögur ekki í gegn.
Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Innlent Fleiri fréttir Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Sjá meira