Höfum við ekki séð þetta áður? Lars Christensen skrifar 21. desember 2016 09:00 Ég vil taka það strax fram að ég hef ekki eins miklar áhyggjur núna og ég hafði 2006, en þróunin í íslenska hagkerfinu er áhyggjuefni og mér finnst sannarlega að við höfum séð þetta áður. Það er erfitt að finna stjórnmálaflokk á Íslandi sem er ekki hlynntur slökun á stefnunni í ríkisfjármálum þrátt fyrir að ekki sé lengur samdráttur í hagkerfinu. Reyndar er mikill uppgangur í efnahagslífinu. Það ætti því að herða á stefnunni í ríkisfjármálum frekar en að slaka á henni. En það er er ekki í kortunum og það vita fjárfestar. Fjárfestar vita líka að ef stefnan í ríkisfjármálum er mjög slök verður Seðlabankinn að hafa meiri aðhaldsstefnu í peningamálum en hann annars þyrfti að hafa. Þetta endurspeglast í þeirri staðreynd að Ísland er með mjög háa raunvexti samanborið við næstum öll önnur þróuð hagkerfi í heiminum. Það kemur ekki á óvart að þetta skuli styrkja krónuna. Þetta er greinilega áhyggjuefni fyrir Seðlabankann sem er fullkomlega meðvitaður um hina miklu aukningu á eftirspurn innanlands en hefur jafnframt áhyggjur af of mikilli styrkingu krónunnar. Starfið er ekki auðvelt fyrir Seðlabankann þegar stjórnmálamennirnir vilja gefa öllum jólagjafir og verkalýðsfélögin halda áfram að krefjast jafnvel enn meiri launahækkana. Og til að gera illt verra halda vissir hlutar fyrirtækjageirans áfram að þrýsta á Seðlabankann og krefjast lægri stýrivaxta.Takið upp nafnlaunamarkmið í stað verðbólgumarkmiðaÍ síðustu viku lét Seðlabankinn undan þrýstingnum og lækkaði stýrivexti. Ég held að í grundvallaratriðum hafi þessi ákvörðun verið misráðin – á meðan eftirspurn innanlands er á mikilli uppleið er þörf á hertari peningamálastefnu, ekki slakari. En ég skil þann þrýsting sem Seðlabankinn stendur frammi fyrir og Seðlabankinn fær hvorki stuðning frá stjórnmálamönnum, verkalýðsfélögum né samtökum atvinnurekenda. Til að gera illt verra á Seðlabankinn í erfiðleikum með verðbólgumarkmið sín. Þversögnin er sú að á meðan mikill vöxtur er í efnahagslífinu hefur verðbólgan fallið langt niður fyrir 2,5% markmið Seðlabankans. Ástæða þessa er að verðbólgan á Íslandi segir afar lítið um verðbólguþrýsting innanlands þar sem flestar neysluvörur eru innfluttar. Þegar krónan styrkist verður því innflutningsverð lægra og það þrýstir „neysluverðsvísitölunni“ niður. En það þýðir ekki að verðbólga muni haldast lág. Raunar eru verðbólguvæntingar til meðallangs tíma áfram hærri og ef við lítum lengra en 2-3 ár fram í tímann þá vænta fjármálamarkaðirnir þess að verðbólgan verði vel yfir verðbólgumarkmiðinu. En það virðist erfitt fyrir Seðlabankann að útskýra þetta fyrir þeim hópum sem krefjast stýrivaxtalækkunar. Ég held því að þörf sé á að Seðlabankinn skipti út verðbólgumarkmiði sínu fyrir nafnlaunamarkmið. Þannig tel ég að 5% nafnlaunamarkmið myndi gera mikið til að koma á jafnvægi í efnahagslífinu en einnig tryggja til meðallangs tíma að verðbólga yrði í kringum 2-3% (að því gefnu að framleiðniaukning væri 2-3%). Það væri þá einnig eðlilegt, eins og ég hefur áður lagt til í þessu ágæta blaði, að húsnæðislánakerfinu á Íslandi yrði breytt úr því að tengjast verðbólgu yfir í að tengjast nafnlaunahækkunum. Þetta myndi enn frekar stuðla að jafnvægi í hagkerfinu. Að lokum: Íslenska hagkerfið hefur tilhneigingu til að rísa hratt og hrynja. Þessu þarf að breyta – ekki með harkalega hertri peningamálastefnu (þótt ég telji peningamálastefnuna of slaka), heldur með umbótum á stjórn peningamálastefnunnar, reglum um fjármálastefnu ríkisins og loks að gerðar verði ráðstafanir til að gera verkalýðsfélögin mun ábyrgari, ekki aðeins fyrir launaþróun, heldur einnig fyrir atvinnuþróun. Er þetta of mikið til að vonast eftir í jólagjöf? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lars Christensen Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Ég vil taka það strax fram að ég hef ekki eins miklar áhyggjur núna og ég hafði 2006, en þróunin í íslenska hagkerfinu er áhyggjuefni og mér finnst sannarlega að við höfum séð þetta áður. Það er erfitt að finna stjórnmálaflokk á Íslandi sem er ekki hlynntur slökun á stefnunni í ríkisfjármálum þrátt fyrir að ekki sé lengur samdráttur í hagkerfinu. Reyndar er mikill uppgangur í efnahagslífinu. Það ætti því að herða á stefnunni í ríkisfjármálum frekar en að slaka á henni. En það er er ekki í kortunum og það vita fjárfestar. Fjárfestar vita líka að ef stefnan í ríkisfjármálum er mjög slök verður Seðlabankinn að hafa meiri aðhaldsstefnu í peningamálum en hann annars þyrfti að hafa. Þetta endurspeglast í þeirri staðreynd að Ísland er með mjög háa raunvexti samanborið við næstum öll önnur þróuð hagkerfi í heiminum. Það kemur ekki á óvart að þetta skuli styrkja krónuna. Þetta er greinilega áhyggjuefni fyrir Seðlabankann sem er fullkomlega meðvitaður um hina miklu aukningu á eftirspurn innanlands en hefur jafnframt áhyggjur af of mikilli styrkingu krónunnar. Starfið er ekki auðvelt fyrir Seðlabankann þegar stjórnmálamennirnir vilja gefa öllum jólagjafir og verkalýðsfélögin halda áfram að krefjast jafnvel enn meiri launahækkana. Og til að gera illt verra halda vissir hlutar fyrirtækjageirans áfram að þrýsta á Seðlabankann og krefjast lægri stýrivaxta.Takið upp nafnlaunamarkmið í stað verðbólgumarkmiðaÍ síðustu viku lét Seðlabankinn undan þrýstingnum og lækkaði stýrivexti. Ég held að í grundvallaratriðum hafi þessi ákvörðun verið misráðin – á meðan eftirspurn innanlands er á mikilli uppleið er þörf á hertari peningamálastefnu, ekki slakari. En ég skil þann þrýsting sem Seðlabankinn stendur frammi fyrir og Seðlabankinn fær hvorki stuðning frá stjórnmálamönnum, verkalýðsfélögum né samtökum atvinnurekenda. Til að gera illt verra á Seðlabankinn í erfiðleikum með verðbólgumarkmið sín. Þversögnin er sú að á meðan mikill vöxtur er í efnahagslífinu hefur verðbólgan fallið langt niður fyrir 2,5% markmið Seðlabankans. Ástæða þessa er að verðbólgan á Íslandi segir afar lítið um verðbólguþrýsting innanlands þar sem flestar neysluvörur eru innfluttar. Þegar krónan styrkist verður því innflutningsverð lægra og það þrýstir „neysluverðsvísitölunni“ niður. En það þýðir ekki að verðbólga muni haldast lág. Raunar eru verðbólguvæntingar til meðallangs tíma áfram hærri og ef við lítum lengra en 2-3 ár fram í tímann þá vænta fjármálamarkaðirnir þess að verðbólgan verði vel yfir verðbólgumarkmiðinu. En það virðist erfitt fyrir Seðlabankann að útskýra þetta fyrir þeim hópum sem krefjast stýrivaxtalækkunar. Ég held því að þörf sé á að Seðlabankinn skipti út verðbólgumarkmiði sínu fyrir nafnlaunamarkmið. Þannig tel ég að 5% nafnlaunamarkmið myndi gera mikið til að koma á jafnvægi í efnahagslífinu en einnig tryggja til meðallangs tíma að verðbólga yrði í kringum 2-3% (að því gefnu að framleiðniaukning væri 2-3%). Það væri þá einnig eðlilegt, eins og ég hefur áður lagt til í þessu ágæta blaði, að húsnæðislánakerfinu á Íslandi yrði breytt úr því að tengjast verðbólgu yfir í að tengjast nafnlaunahækkunum. Þetta myndi enn frekar stuðla að jafnvægi í hagkerfinu. Að lokum: Íslenska hagkerfið hefur tilhneigingu til að rísa hratt og hrynja. Þessu þarf að breyta – ekki með harkalega hertri peningamálastefnu (þótt ég telji peningamálastefnuna of slaka), heldur með umbótum á stjórn peningamálastefnunnar, reglum um fjármálastefnu ríkisins og loks að gerðar verði ráðstafanir til að gera verkalýðsfélögin mun ábyrgari, ekki aðeins fyrir launaþróun, heldur einnig fyrir atvinnuþróun. Er þetta of mikið til að vonast eftir í jólagjöf?
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun