Ljóstýra í Aleppo Lilja Alfreðsdóttir skrifar 21. desember 2016 07:00 Fréttamyndir sem bárust frá borginni Aleppo í Sýrlandi í síðustu viku voru óhugnanlegar. Stjórnarher Sýrlands, með stuðningi rússneska flughersins og stjórnvalda í Íran, tókst með vægðarlausum hætti að ná borginni úr höndum uppreisnarmanna og skeytti engu um afdrif óbreyttra borgara. Fréttir hafa borist um skipulagðar aftökur á almenningi og við blasir að stríðsglæpir hafi verið framdir í borginni. Tilgangurinn virðist ekki eingöngu vera sá að ná borginni, heldur senda í leiðinni skilaboð til annarra borga og svæða um hernaðarmátt og grimmd stjórnvalda. Að sýna óbreyttum borgurum að þeir geti ekki staðið á hliðarlínunni og refsingin fyrir beinan eða óbeinan stuðning við uppreisnarmenn sé hörð. Að fá almenning til að þrýsta á uppreisnarmenn í sínum röðum til að leggja niður vopn, enda sé gjaldið fyrir áframhaldandi átök óbærilega hátt. Íslensk stjórnvöld hafa í félagi við aðrar Norðurlandaþjóðir ítrekað kallað eftir því að alþjóðalög séu virt og mannúðarsamtök komist á átakasvæði til að veita aðstoð og hjúkra. Það er því mikið fagnaðarefni, að ályktun þar að lútandi skyldi vera samþykkt í öryggisráði Sameinuðu Þjóðanna á mánudaginn. Að auki er í henni kallað eftir vernd á hjúkrunarfólki og veitendum mannúðaraðstoðar og að eftirlitssveit á vegum Sameinuðu þjóðanna fari til Aleppo og fylgist þar með málum. Hitt er grátlegt, að öryggisráðið hafi ekki ályktað miklu fyrr í þessa veru því ástandið hefur lengið verið hræðilegt í Aleppo. Það er einlæg von mín, að ályktun mánudagsins marki tímamót og viðbrögð öryggisráðsins verði framvegis skilvirkari en hingað til.Þörfin geigvænleg Fjárstuðningur íslenskra stjórnvalda við mannúðarstarf Sameinuðu þjóðanna, Rauða krossins og annarra hjálparsamtaka sem aðstoða Sýrlendinga nemur um 600 milljónum króna á þessu ári, sem er tvöföldun frá síðasta ári. Þörfin fyrir aðstoð er geigvænleg, enda er landið sundurtætt eftir fimm ára stríð. Um hálf milljón manna hefur dáið, ríflega 11 milljónir manna hafa flúið heimili sitt og 13,5 milljónir þurfa á brýnni aðstoð að halda. Aðstæður þessa fólks eru slæmar, sérstaklega á köldum vetri þar sem börn og fullorðnir þurfa hlý föt, mat, húsaskjól og öryggi. Ekkert af þessu er auðvelt að tryggja við núverandi aðstæður og þess vegna er svo mikilvægt að mannúðarsamtök fái að athafna sig. Ísland er í hópi þeirra ríkja sem hefur með milligöngu Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna boðið Sýrlendingum alþjóðlega vernd og fasta búsetu. 70 manns eru þegar komnir til landsins og í janúar bætast 47 einstaklingar í hópinn, sem þá mun alls telja 117 manns. Í flestum tilvikum er um ræða barnmargar fjölskyldur sem hafa ríka þörf fyrir vernd. Þá eru ótaldir þeir sem hingað hafa ferðast á eigin vegum og fengið alþjóðlega vernd á grundvelli útlendingalaga. Alls hafa íslensk stjórnvöld varið 2 milljörðum króna til að mæta flóttamannavandanum sem á upptök sín í átökunum í Sýrlandi. Hér í landi allsnægtanna styttist í jólin - hátíð ljóss og friðar. Í Aleppo blasa hins vegar við húsarústir, mannvonska og myrkur. Ljóstýra kann þó að hafa kviknað með þeim aðgerðum sem öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur loksins ákveðið að grípa til, þótt þær séu aðeins hænuskref á langri leið.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Alfreðsdóttir Mest lesið Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Fréttamyndir sem bárust frá borginni Aleppo í Sýrlandi í síðustu viku voru óhugnanlegar. Stjórnarher Sýrlands, með stuðningi rússneska flughersins og stjórnvalda í Íran, tókst með vægðarlausum hætti að ná borginni úr höndum uppreisnarmanna og skeytti engu um afdrif óbreyttra borgara. Fréttir hafa borist um skipulagðar aftökur á almenningi og við blasir að stríðsglæpir hafi verið framdir í borginni. Tilgangurinn virðist ekki eingöngu vera sá að ná borginni, heldur senda í leiðinni skilaboð til annarra borga og svæða um hernaðarmátt og grimmd stjórnvalda. Að sýna óbreyttum borgurum að þeir geti ekki staðið á hliðarlínunni og refsingin fyrir beinan eða óbeinan stuðning við uppreisnarmenn sé hörð. Að fá almenning til að þrýsta á uppreisnarmenn í sínum röðum til að leggja niður vopn, enda sé gjaldið fyrir áframhaldandi átök óbærilega hátt. Íslensk stjórnvöld hafa í félagi við aðrar Norðurlandaþjóðir ítrekað kallað eftir því að alþjóðalög séu virt og mannúðarsamtök komist á átakasvæði til að veita aðstoð og hjúkra. Það er því mikið fagnaðarefni, að ályktun þar að lútandi skyldi vera samþykkt í öryggisráði Sameinuðu Þjóðanna á mánudaginn. Að auki er í henni kallað eftir vernd á hjúkrunarfólki og veitendum mannúðaraðstoðar og að eftirlitssveit á vegum Sameinuðu þjóðanna fari til Aleppo og fylgist þar með málum. Hitt er grátlegt, að öryggisráðið hafi ekki ályktað miklu fyrr í þessa veru því ástandið hefur lengið verið hræðilegt í Aleppo. Það er einlæg von mín, að ályktun mánudagsins marki tímamót og viðbrögð öryggisráðsins verði framvegis skilvirkari en hingað til.Þörfin geigvænleg Fjárstuðningur íslenskra stjórnvalda við mannúðarstarf Sameinuðu þjóðanna, Rauða krossins og annarra hjálparsamtaka sem aðstoða Sýrlendinga nemur um 600 milljónum króna á þessu ári, sem er tvöföldun frá síðasta ári. Þörfin fyrir aðstoð er geigvænleg, enda er landið sundurtætt eftir fimm ára stríð. Um hálf milljón manna hefur dáið, ríflega 11 milljónir manna hafa flúið heimili sitt og 13,5 milljónir þurfa á brýnni aðstoð að halda. Aðstæður þessa fólks eru slæmar, sérstaklega á köldum vetri þar sem börn og fullorðnir þurfa hlý föt, mat, húsaskjól og öryggi. Ekkert af þessu er auðvelt að tryggja við núverandi aðstæður og þess vegna er svo mikilvægt að mannúðarsamtök fái að athafna sig. Ísland er í hópi þeirra ríkja sem hefur með milligöngu Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna boðið Sýrlendingum alþjóðlega vernd og fasta búsetu. 70 manns eru þegar komnir til landsins og í janúar bætast 47 einstaklingar í hópinn, sem þá mun alls telja 117 manns. Í flestum tilvikum er um ræða barnmargar fjölskyldur sem hafa ríka þörf fyrir vernd. Þá eru ótaldir þeir sem hingað hafa ferðast á eigin vegum og fengið alþjóðlega vernd á grundvelli útlendingalaga. Alls hafa íslensk stjórnvöld varið 2 milljörðum króna til að mæta flóttamannavandanum sem á upptök sín í átökunum í Sýrlandi. Hér í landi allsnægtanna styttist í jólin - hátíð ljóss og friðar. Í Aleppo blasa hins vegar við húsarústir, mannvonska og myrkur. Ljóstýra kann þó að hafa kviknað með þeim aðgerðum sem öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur loksins ákveðið að grípa til, þótt þær séu aðeins hænuskref á langri leið.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun