Ráðherrastólarnir enn nafnlausir Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 9. janúar 2017 11:15 Fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar á fundi um mögulega stjórnarmyndun. Vísir/Eyþór Ekki er búið að ákveða endanlega ráðherraskipan í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Flokkarnir munu fyrst samþykkja málefnasamning, en tillaga að ráðuneytisskiptingu hefur verið kynnt fyrir þingflokkum flokkanna þriggja.Í Morgunblaðinu í dag er birt tillaga að ráðherraskiptingu. Þar er gert ráð fyrir að forsætisráðuneyti, innanríkisráðuneyti, utanríkisráðuneyti, mennta- og menningarmálaráðuneyti og ráðherra iðnaðar- og viðskiptamála innan atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis falli í skaut Sjálfstæðisflokksins. Viðreisn mun fylla hinn helming þess síðastnefnda með ráðherra sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og einnig taka við fjármálaráðuneyti og félags- og húsnæðismálaráðherra innan velferðarráðuneytis. Heilbrigðisráðherra innan þess sama ráðuneytis ásamt umhverfis- og auðlindaráðuneytinu falli til Bjartrar framtíðar. Samkvæmt heimildum Vísis mun þetta vera sú skipan sem kynnt hefur verið fyrir þingflokkunum þremur, en skjótt skipast veður í lofti og gæti hún hafa breyst eftir samtöl formanna flokkanna í gær. Ekkert sé endanlega ákveðið varðandi ráðuneytisskiptingu fyrr en málefnasamningur hefur verið afgreiddur. Tillögur kynntar á morgun Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, mun hitta alla þingmenn flokksins stuttlega í Valhöll í dag til að ræða störf þingflokks á kjörtímabilinu. Þar verður meðal annars farið yfir nefndarsetu þingmanna. Á morgun mun Bjarni svo kynna ráðherraskipan flokksins fyrir þingflokki og bera hana til atkvæða. Venja er að slík tillaga sé samþykkt athugasemdalaust en þó geta skapast nokkuð heitar umræður um tillöguna og dæmi eru um það í sögu flokksins að breytingatillögur hafi verið lagðar fram og um þær greiddar atkvæði. Gert er ráð fyrir að í framhaldinu verði ný ríkisstjórn kynnt almenningi. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Furðar sig ekki á gagnrýni "Það eru engar skýrar línur í pólitíkinni,“ segir Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar um myndun ríkisstjórnar með Sjálfstæðisflokki og Viðreisn. Hann segist taka þátt í samstarfinu af heilindum og segir ekki ósætti í flokknum um samstarfið. 7. janúar 2017 11:00 Ræða að Óttarr segi af sér þingmennsku Þingmenn Sjálfstæðisflokksins munu óska eftir ráðuneytum og nefndarformennsku við formann sinn í dag. Flokksráð Sjálfstæðisflokksins og stjórn Bjartrar framtíðar funda í kvöld og fara yfir stjórnarsáttmála nýrrar stjórnar. 9. janúar 2017 04:00 Óttarr Proppé: „Þetta er snúið dæmi“ Umræður hafa verið um að Óttarr Proppé segi af sér þingmennsku til að gegna embætti untanþingsráðherra. 9. janúar 2017 09:11 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent Fleiri fréttir Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Sjá meira
Ekki er búið að ákveða endanlega ráðherraskipan í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Flokkarnir munu fyrst samþykkja málefnasamning, en tillaga að ráðuneytisskiptingu hefur verið kynnt fyrir þingflokkum flokkanna þriggja.Í Morgunblaðinu í dag er birt tillaga að ráðherraskiptingu. Þar er gert ráð fyrir að forsætisráðuneyti, innanríkisráðuneyti, utanríkisráðuneyti, mennta- og menningarmálaráðuneyti og ráðherra iðnaðar- og viðskiptamála innan atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis falli í skaut Sjálfstæðisflokksins. Viðreisn mun fylla hinn helming þess síðastnefnda með ráðherra sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og einnig taka við fjármálaráðuneyti og félags- og húsnæðismálaráðherra innan velferðarráðuneytis. Heilbrigðisráðherra innan þess sama ráðuneytis ásamt umhverfis- og auðlindaráðuneytinu falli til Bjartrar framtíðar. Samkvæmt heimildum Vísis mun þetta vera sú skipan sem kynnt hefur verið fyrir þingflokkunum þremur, en skjótt skipast veður í lofti og gæti hún hafa breyst eftir samtöl formanna flokkanna í gær. Ekkert sé endanlega ákveðið varðandi ráðuneytisskiptingu fyrr en málefnasamningur hefur verið afgreiddur. Tillögur kynntar á morgun Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, mun hitta alla þingmenn flokksins stuttlega í Valhöll í dag til að ræða störf þingflokks á kjörtímabilinu. Þar verður meðal annars farið yfir nefndarsetu þingmanna. Á morgun mun Bjarni svo kynna ráðherraskipan flokksins fyrir þingflokki og bera hana til atkvæða. Venja er að slík tillaga sé samþykkt athugasemdalaust en þó geta skapast nokkuð heitar umræður um tillöguna og dæmi eru um það í sögu flokksins að breytingatillögur hafi verið lagðar fram og um þær greiddar atkvæði. Gert er ráð fyrir að í framhaldinu verði ný ríkisstjórn kynnt almenningi.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Furðar sig ekki á gagnrýni "Það eru engar skýrar línur í pólitíkinni,“ segir Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar um myndun ríkisstjórnar með Sjálfstæðisflokki og Viðreisn. Hann segist taka þátt í samstarfinu af heilindum og segir ekki ósætti í flokknum um samstarfið. 7. janúar 2017 11:00 Ræða að Óttarr segi af sér þingmennsku Þingmenn Sjálfstæðisflokksins munu óska eftir ráðuneytum og nefndarformennsku við formann sinn í dag. Flokksráð Sjálfstæðisflokksins og stjórn Bjartrar framtíðar funda í kvöld og fara yfir stjórnarsáttmála nýrrar stjórnar. 9. janúar 2017 04:00 Óttarr Proppé: „Þetta er snúið dæmi“ Umræður hafa verið um að Óttarr Proppé segi af sér þingmennsku til að gegna embætti untanþingsráðherra. 9. janúar 2017 09:11 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent Fleiri fréttir Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Sjá meira
Furðar sig ekki á gagnrýni "Það eru engar skýrar línur í pólitíkinni,“ segir Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar um myndun ríkisstjórnar með Sjálfstæðisflokki og Viðreisn. Hann segist taka þátt í samstarfinu af heilindum og segir ekki ósætti í flokknum um samstarfið. 7. janúar 2017 11:00
Ræða að Óttarr segi af sér þingmennsku Þingmenn Sjálfstæðisflokksins munu óska eftir ráðuneytum og nefndarformennsku við formann sinn í dag. Flokksráð Sjálfstæðisflokksins og stjórn Bjartrar framtíðar funda í kvöld og fara yfir stjórnarsáttmála nýrrar stjórnar. 9. janúar 2017 04:00
Óttarr Proppé: „Þetta er snúið dæmi“ Umræður hafa verið um að Óttarr Proppé segi af sér þingmennsku til að gegna embætti untanþingsráðherra. 9. janúar 2017 09:11