Trump um rússnesku tölvuárásirnar: "Hafði engin áhrif á útkomu kosninganna“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 7. janúar 2017 19:47 Donald Trump var töluvert kurteisari við forsvarsmenn leyniþjónustustofnana Bandaríkjanna. Vísir/EPA Verðandi forseti Bandaríkjanna, Donald Trump sat í gær fund með helstu stjórnendum leyniþjónustustofnanna Bandaríkjanna og fékk upplýsingar um meintar tölvuárásir Rússa sem meðal annars eru taldir hafa haft áhrif á úrslit kosninganna þar í landi. Upplýsingar þeirra benda til þess að tölvuárásir á bandarískar stofnanir fyrir kosningarnar megi rekja beint til rússneskra yfirvalda. CNN greinir frá. Fundurinn fór fram í háhýsi Trumps, Trump Tower og tók fundurinn um 90 mínútur. Þar voru meðal annars yfirmenn þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna ásamt yfirmönnum leyniþjónustunnar CIA og alríkislögreglunnar FBI. Þar var Trump upplýstur um að gögn þeirra bentu til þess að forseti Rússlands, Vladimír Pútín hefði sjálfur stjórnað rússneskum tölvuárásum sem beindust að bandarískum stofnunu fyrir kosningarnar. Trump gerði lítið úr þeim möguleika að tölvuárásir Rússa hefðu haft áhrif á niðurstöður forsetakosninganna sem fram fóru í nóvember síðastliðnum í tilkynningu eftir fundinn, jafnvel þrátt fyrir að útgefin skýrsla frá leyniþjónustustofnunum hefði gefið annað til kynna. ,,Á meðan Rússland, Kína, önnur lönd, jaðarhópar og einstaklingar eru stöðugt að reyna að brjótast inn í stafrænan gagnagrunn ríkisstofnana, fyrirtækja og samtaka, að þá hafði það engin áhrif á útkomu kosninganna, auk þess sem ekkert var átt við kosningavélar" sagði meðal annars í tilkynningunni. Trump gerði einnig tilraun til þess að gera lítið úr þeirri óvild sem talin er vera á milli hans og leyniþjónustustofnana Bandaríkjanna eftir að hann hefur ítrekað hæðst að þeim á opinberum vettvangi. Trump hrósaði þeim eftir fundinn, sagðist dást að starfi þeirra og að fundurinn hafi verið mjög uppbyggilegur. Trump hyggst setja saman starfsteymi innan 90 daga sem vinna á að því að koma í veg fyrir erlendar tölvuárásir á bandarískar stofnanir. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Sjá meira
Verðandi forseti Bandaríkjanna, Donald Trump sat í gær fund með helstu stjórnendum leyniþjónustustofnanna Bandaríkjanna og fékk upplýsingar um meintar tölvuárásir Rússa sem meðal annars eru taldir hafa haft áhrif á úrslit kosninganna þar í landi. Upplýsingar þeirra benda til þess að tölvuárásir á bandarískar stofnanir fyrir kosningarnar megi rekja beint til rússneskra yfirvalda. CNN greinir frá. Fundurinn fór fram í háhýsi Trumps, Trump Tower og tók fundurinn um 90 mínútur. Þar voru meðal annars yfirmenn þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna ásamt yfirmönnum leyniþjónustunnar CIA og alríkislögreglunnar FBI. Þar var Trump upplýstur um að gögn þeirra bentu til þess að forseti Rússlands, Vladimír Pútín hefði sjálfur stjórnað rússneskum tölvuárásum sem beindust að bandarískum stofnunu fyrir kosningarnar. Trump gerði lítið úr þeim möguleika að tölvuárásir Rússa hefðu haft áhrif á niðurstöður forsetakosninganna sem fram fóru í nóvember síðastliðnum í tilkynningu eftir fundinn, jafnvel þrátt fyrir að útgefin skýrsla frá leyniþjónustustofnunum hefði gefið annað til kynna. ,,Á meðan Rússland, Kína, önnur lönd, jaðarhópar og einstaklingar eru stöðugt að reyna að brjótast inn í stafrænan gagnagrunn ríkisstofnana, fyrirtækja og samtaka, að þá hafði það engin áhrif á útkomu kosninganna, auk þess sem ekkert var átt við kosningavélar" sagði meðal annars í tilkynningunni. Trump gerði einnig tilraun til þess að gera lítið úr þeirri óvild sem talin er vera á milli hans og leyniþjónustustofnana Bandaríkjanna eftir að hann hefur ítrekað hæðst að þeim á opinberum vettvangi. Trump hrósaði þeim eftir fundinn, sagðist dást að starfi þeirra og að fundurinn hafi verið mjög uppbyggilegur. Trump hyggst setja saman starfsteymi innan 90 daga sem vinna á að því að koma í veg fyrir erlendar tölvuárásir á bandarískar stofnanir.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Sjá meira