Tilvonandi yfirmaður njósnamála Bandaríkjanna var settur á svartan lista Rússa Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. janúar 2017 17:40 Dan Coats. Vísir/AFP Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur tilnefnt fyrrverandi öldungardeildarþingmaninn og sendiherrann Dan Coats til að gegna embætti yfirmanns njósnamála Bandaríkjanna. Árið 2014 var hann og aðrir þingmenn settir á svartan lista Rússa og meinað að ferðast til Rússlands. AFP greinir frá.Coats var öldungardeildarþingmaður á árunum 1989-1999 og aftur frá 2011 til ársins í ár en hann lét af störfum sem þingmaður í síðustu viku. Meðan hann var öldungardeildarþingmaður var hann nefndarmaður í njósnamáladeild þingsins og var þar harður andstæðingur Rússa. Barðist hann sérstaklega fyrir refsiaðgerðum Bandaríkjanna og bandamanna gagnvart Rússum eftir innrás þeirra í Krímskaga. Fyrir það var hann settur á sérstakan svartan lista Rússa, ásamt sex öðrum þingmönnum og þremur starfsmönnum Hvíta hússins. Var þeim meinað að ferðast til Rússlands. Coats hefur sagt að það sé heiður að hafa verið settur á þennan svarta lista og gerði hann á sínum tíma góðlátlegt grín að veru sinni á honum. „Mér þykir leitt að ég geti ekki ferðast með fjölskyldu minni til Síberíu í sumar,“ sagði Coats í viðtali við Washington Post árið 2014. Stjórnmálaskýrendur ytra virðast vera nokkuð hissa á tilnefningu Coats enda harður andstæðingur Rússa á alþjóðavettvangi. Trump og leyniþjónustur Bandaríkjanna hafa eldað saman grátt silfur að undanförnu vegna meintra afskipta rússneskra yfirvalda af forsetakosningunum í Bandaríkjunum þar sem Trump fór með sigur af hólmi. Bandaríska leyniþjónustan segist geta nafngreint rússneska einstaklinga sem hafi staðið á bak við innbrot í tölvukerfi Demókrata fyrir forsetakosningarnar í nóvember. Verði tilnefning Coats staðfest af bandaríska þinginu mun hann gegna embætti yfirmanns njósnamála (Director of National Intelligence) en meginhlutverk embættisins er að samhæfa starf þeirra sextán stofnana Bandaríkjanna sem fara með njósnamál í Bandaríkjunum. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Segjast geta nafngreint rússnesku njósnarana Yfirmenn bandarískra leyniþjónustustofnana uppfræða Donald Trump um tölvuinnbrot Rússa. Sjálfur segist Trump vera mikill aðdáandi leyniþjónustunnar. Joe Biden varaforseti segir að Trump verði að drífa sig í að fullorðnast. 7. janúar 2017 07:00 Yfirmenn vissir í sinni sök um aðkomu Rússa Joe Biden, varaforseti Bandaríkjanna, segir Donald Trump að vaxa úr grasi. 6. janúar 2017 08:45 Fullyrða að Pútín hafi fyrirskipað afskipti af forsetakosningunum Yfirmenn leyniþjónustustofnana Bandaríkjanna hafa opinberað skýrslu um afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum í nóvember síðastliðnum. 6. janúar 2017 21:40 Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Eldingar víða um land: Litlar sem engar skemmdir í Hallgrímskirkju Veður Fleiri fréttir Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Sjá meira
Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur tilnefnt fyrrverandi öldungardeildarþingmaninn og sendiherrann Dan Coats til að gegna embætti yfirmanns njósnamála Bandaríkjanna. Árið 2014 var hann og aðrir þingmenn settir á svartan lista Rússa og meinað að ferðast til Rússlands. AFP greinir frá.Coats var öldungardeildarþingmaður á árunum 1989-1999 og aftur frá 2011 til ársins í ár en hann lét af störfum sem þingmaður í síðustu viku. Meðan hann var öldungardeildarþingmaður var hann nefndarmaður í njósnamáladeild þingsins og var þar harður andstæðingur Rússa. Barðist hann sérstaklega fyrir refsiaðgerðum Bandaríkjanna og bandamanna gagnvart Rússum eftir innrás þeirra í Krímskaga. Fyrir það var hann settur á sérstakan svartan lista Rússa, ásamt sex öðrum þingmönnum og þremur starfsmönnum Hvíta hússins. Var þeim meinað að ferðast til Rússlands. Coats hefur sagt að það sé heiður að hafa verið settur á þennan svarta lista og gerði hann á sínum tíma góðlátlegt grín að veru sinni á honum. „Mér þykir leitt að ég geti ekki ferðast með fjölskyldu minni til Síberíu í sumar,“ sagði Coats í viðtali við Washington Post árið 2014. Stjórnmálaskýrendur ytra virðast vera nokkuð hissa á tilnefningu Coats enda harður andstæðingur Rússa á alþjóðavettvangi. Trump og leyniþjónustur Bandaríkjanna hafa eldað saman grátt silfur að undanförnu vegna meintra afskipta rússneskra yfirvalda af forsetakosningunum í Bandaríkjunum þar sem Trump fór með sigur af hólmi. Bandaríska leyniþjónustan segist geta nafngreint rússneska einstaklinga sem hafi staðið á bak við innbrot í tölvukerfi Demókrata fyrir forsetakosningarnar í nóvember. Verði tilnefning Coats staðfest af bandaríska þinginu mun hann gegna embætti yfirmanns njósnamála (Director of National Intelligence) en meginhlutverk embættisins er að samhæfa starf þeirra sextán stofnana Bandaríkjanna sem fara með njósnamál í Bandaríkjunum.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Segjast geta nafngreint rússnesku njósnarana Yfirmenn bandarískra leyniþjónustustofnana uppfræða Donald Trump um tölvuinnbrot Rússa. Sjálfur segist Trump vera mikill aðdáandi leyniþjónustunnar. Joe Biden varaforseti segir að Trump verði að drífa sig í að fullorðnast. 7. janúar 2017 07:00 Yfirmenn vissir í sinni sök um aðkomu Rússa Joe Biden, varaforseti Bandaríkjanna, segir Donald Trump að vaxa úr grasi. 6. janúar 2017 08:45 Fullyrða að Pútín hafi fyrirskipað afskipti af forsetakosningunum Yfirmenn leyniþjónustustofnana Bandaríkjanna hafa opinberað skýrslu um afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum í nóvember síðastliðnum. 6. janúar 2017 21:40 Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Eldingar víða um land: Litlar sem engar skemmdir í Hallgrímskirkju Veður Fleiri fréttir Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Sjá meira
Segjast geta nafngreint rússnesku njósnarana Yfirmenn bandarískra leyniþjónustustofnana uppfræða Donald Trump um tölvuinnbrot Rússa. Sjálfur segist Trump vera mikill aðdáandi leyniþjónustunnar. Joe Biden varaforseti segir að Trump verði að drífa sig í að fullorðnast. 7. janúar 2017 07:00
Yfirmenn vissir í sinni sök um aðkomu Rússa Joe Biden, varaforseti Bandaríkjanna, segir Donald Trump að vaxa úr grasi. 6. janúar 2017 08:45
Fullyrða að Pútín hafi fyrirskipað afskipti af forsetakosningunum Yfirmenn leyniþjónustustofnana Bandaríkjanna hafa opinberað skýrslu um afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum í nóvember síðastliðnum. 6. janúar 2017 21:40