HBStatz: Janus Daði bestur í bæði sókn og vörn á móti Egyptalandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. janúar 2017 15:45 Janus Daði Smárason. Vísir/Vilhelm Janus Daði Smárason átti mjög góða innkomu í íslenska handboltalandsliðið í þriggja marka sigri liðsins á Egyptalandi á Bygma-æfingamótinu í Danmörku í gær. HBStatz tölfræðigreiningin sýnir og sannar að Haukamaðurinn hafi spilað best allra í íslenska liðinu í gær. Janus Daði Smárason er einn af ungu strákunum sem er að reyna að vinna sér sæti í HM-hóp Geir Sveinssonar en hann mun skera niður um tvo leikmenn eftir æfingarmótið sem lýkur á sunnudagskvöldið. Janus Daði Smárason byrjaði á bekknum en kom sterkur inn eftir að lítið hafði gengið hjá íslenska liðinu í upphafi leiks.HBStatz fylgist vel með frammistöðu íslensku strákanna og hefur nú tekið saman tölfræðiskýrslu sína frá leiknum í gær. Það er hægt að sjá úttekt þeirra á leiknum með því að smella hér. Þar vekur athygli að Janus Daði Smárason var með bestu einkunnina í bæði sókn og vörn á móti Egyptalandi. Janus Daði fékk 8,1 í einkunn fyrir sóknarleikinn og var þar hærri en Bjarki Már Elísson (7,7) og Ómar Ingi Magnússon (7,6) sem komu næstir. Guðjón Valur Sigurðsson spilaði bara fyrri hálfleikinn en var fjórði með 7,3 í einkunn fyrir sóknarleikinn eða sömu einkunn og Ólafur Guðmundsson. Janus Daði skoraði 2 mörk úr 4 skotum og var einnig skráður með 4 stoðsendingar og 2 fiskuð víti. Janus Daði fékk síðan 7,7 í einkunn fyrir varnarleikinn en næstu menn þar voru þeir Arnar Freyr Arnarsson (7,3) og Guðjón Valur Sigurðsson (6,9). Guðjón Valur tók meðal annars fjögur fráköst á þeim 30 mínútum sem hann spilaði. Janus Daði náði fimm löglegum stöðvunum og tók einnig þrjú fráköst. Janus Daði fékk líka hrós frá Geir eftir leikinn: „Janus fannst mér koma sterkur inn og hann átti flotta spretti. Hann var sérstaklega sterkur varnarlega þar sem hann gat spilað tvær varnarstöður fyrir okkur sem gekk alveg ljómandi vel. Það var flott innkoma hjá honum,“ sagði Geir.Besta frammistaðan í sókn á móti Egyptum: Janus Daði Smárason 8.1 Bjarki Már Elísson 7.7 Ómar Ingi Magnússon 7.6 Guðjón Valur Sigurðsson 7.3 Ólafur Guðmundsson 7.3 Arnór Þór Gunnarsson 7.0 Ásgeir Örn Hallgrímsson 6.8Besta frammistaðan í vörn á móti Egyptum: Janus Daði Smárason 7.7 Arnar Freyr Arnarsson 7.3 Guðjón Valur Sigurðsson 6.9 Bjarki Már Elísson 6.8 Guðmundur Hólmar Helgason 6.3 Ólafur Guðmundsson 6.2 Ásgeir Örn Hallgrímsson 6.2Besta frammistaðan í heild á móti Egyptum: Janus Daði Smárason 7.9 Bjarki Már Elísson 7.0 Ómar Ingi Magnússon 7.0 Guðjón Valur Sigurðsson 6.9 Ólafur Guðmundsson 6.9 Ásgeir Örn Hallgrímsson 6.4 Arnar Freyr Arnarsson 6.2 Arnór Þór Gunnarsson 6.2 Handbolti HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Janus Daði búinn að semja við Álaborg Landsliðsmaðurinn Janus Daði Smárason stóð sig vel með landsliðinu í Gigantium-höllinni í Álaborg í gær og það verður hans heimavöllur á næstu leiktíð. 6. janúar 2017 12:33 HBStatz: Rúnar með betri skotnýtingu í tapleikjum og tapaði næstum aldrei boltanum Tölfræðisíðan HBStatz heldur áfram að telja niður í HM með því að fara yfir frammistöðu strákanna okkar á árinu 2016. 4. janúar 2017 12:00 Frábær markvarsla úr hornum Einn vinsælasti frasinn um íslenska handboltamarkverði er sú að þeir geti ekki varið úr horni til þess að bjarga lífi sínu. Það var ekki raunin í leik íslenska landsliðsins gegn Egyptum í gær. 6. janúar 2017 15:10 Ungu strákana langar á HM Íslenska handboltalandsliðið vann þriggja marka sigur á Egyptum í gær í fyrsta undirbúningsleik fyrir HM í Frakklandi. Liðið kom sterkt til baka eftir slaka byrjun. Ungu strákarnir mættu mjög grimmir til leiks. 6. janúar 2017 06:00 Mikilvægi Arons sést vel í þessari tölfræði HBStatz Aron Pálmarsson er besti leikmaður íslenska karlalandsliðsins í handbolta og því gríðarlega mikilvægt fyrir íslenska liðið að hann verði leikfær á HM í Frakklandi sem hefst í næstu viku. 3. janúar 2017 16:15 Mest lesið Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Fótbolti Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Fótbolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Durant vill ekki fara til Golden State Körfubolti Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Golf Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Enski boltinn Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Fleiri fréttir Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sjá meira
Janus Daði Smárason átti mjög góða innkomu í íslenska handboltalandsliðið í þriggja marka sigri liðsins á Egyptalandi á Bygma-æfingamótinu í Danmörku í gær. HBStatz tölfræðigreiningin sýnir og sannar að Haukamaðurinn hafi spilað best allra í íslenska liðinu í gær. Janus Daði Smárason er einn af ungu strákunum sem er að reyna að vinna sér sæti í HM-hóp Geir Sveinssonar en hann mun skera niður um tvo leikmenn eftir æfingarmótið sem lýkur á sunnudagskvöldið. Janus Daði Smárason byrjaði á bekknum en kom sterkur inn eftir að lítið hafði gengið hjá íslenska liðinu í upphafi leiks.HBStatz fylgist vel með frammistöðu íslensku strákanna og hefur nú tekið saman tölfræðiskýrslu sína frá leiknum í gær. Það er hægt að sjá úttekt þeirra á leiknum með því að smella hér. Þar vekur athygli að Janus Daði Smárason var með bestu einkunnina í bæði sókn og vörn á móti Egyptalandi. Janus Daði fékk 8,1 í einkunn fyrir sóknarleikinn og var þar hærri en Bjarki Már Elísson (7,7) og Ómar Ingi Magnússon (7,6) sem komu næstir. Guðjón Valur Sigurðsson spilaði bara fyrri hálfleikinn en var fjórði með 7,3 í einkunn fyrir sóknarleikinn eða sömu einkunn og Ólafur Guðmundsson. Janus Daði skoraði 2 mörk úr 4 skotum og var einnig skráður með 4 stoðsendingar og 2 fiskuð víti. Janus Daði fékk síðan 7,7 í einkunn fyrir varnarleikinn en næstu menn þar voru þeir Arnar Freyr Arnarsson (7,3) og Guðjón Valur Sigurðsson (6,9). Guðjón Valur tók meðal annars fjögur fráköst á þeim 30 mínútum sem hann spilaði. Janus Daði náði fimm löglegum stöðvunum og tók einnig þrjú fráköst. Janus Daði fékk líka hrós frá Geir eftir leikinn: „Janus fannst mér koma sterkur inn og hann átti flotta spretti. Hann var sérstaklega sterkur varnarlega þar sem hann gat spilað tvær varnarstöður fyrir okkur sem gekk alveg ljómandi vel. Það var flott innkoma hjá honum,“ sagði Geir.Besta frammistaðan í sókn á móti Egyptum: Janus Daði Smárason 8.1 Bjarki Már Elísson 7.7 Ómar Ingi Magnússon 7.6 Guðjón Valur Sigurðsson 7.3 Ólafur Guðmundsson 7.3 Arnór Þór Gunnarsson 7.0 Ásgeir Örn Hallgrímsson 6.8Besta frammistaðan í vörn á móti Egyptum: Janus Daði Smárason 7.7 Arnar Freyr Arnarsson 7.3 Guðjón Valur Sigurðsson 6.9 Bjarki Már Elísson 6.8 Guðmundur Hólmar Helgason 6.3 Ólafur Guðmundsson 6.2 Ásgeir Örn Hallgrímsson 6.2Besta frammistaðan í heild á móti Egyptum: Janus Daði Smárason 7.9 Bjarki Már Elísson 7.0 Ómar Ingi Magnússon 7.0 Guðjón Valur Sigurðsson 6.9 Ólafur Guðmundsson 6.9 Ásgeir Örn Hallgrímsson 6.4 Arnar Freyr Arnarsson 6.2 Arnór Þór Gunnarsson 6.2
Handbolti HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Janus Daði búinn að semja við Álaborg Landsliðsmaðurinn Janus Daði Smárason stóð sig vel með landsliðinu í Gigantium-höllinni í Álaborg í gær og það verður hans heimavöllur á næstu leiktíð. 6. janúar 2017 12:33 HBStatz: Rúnar með betri skotnýtingu í tapleikjum og tapaði næstum aldrei boltanum Tölfræðisíðan HBStatz heldur áfram að telja niður í HM með því að fara yfir frammistöðu strákanna okkar á árinu 2016. 4. janúar 2017 12:00 Frábær markvarsla úr hornum Einn vinsælasti frasinn um íslenska handboltamarkverði er sú að þeir geti ekki varið úr horni til þess að bjarga lífi sínu. Það var ekki raunin í leik íslenska landsliðsins gegn Egyptum í gær. 6. janúar 2017 15:10 Ungu strákana langar á HM Íslenska handboltalandsliðið vann þriggja marka sigur á Egyptum í gær í fyrsta undirbúningsleik fyrir HM í Frakklandi. Liðið kom sterkt til baka eftir slaka byrjun. Ungu strákarnir mættu mjög grimmir til leiks. 6. janúar 2017 06:00 Mikilvægi Arons sést vel í þessari tölfræði HBStatz Aron Pálmarsson er besti leikmaður íslenska karlalandsliðsins í handbolta og því gríðarlega mikilvægt fyrir íslenska liðið að hann verði leikfær á HM í Frakklandi sem hefst í næstu viku. 3. janúar 2017 16:15 Mest lesið Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Fótbolti Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Fótbolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Durant vill ekki fara til Golden State Körfubolti Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Golf Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Enski boltinn Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Fleiri fréttir Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sjá meira
Janus Daði búinn að semja við Álaborg Landsliðsmaðurinn Janus Daði Smárason stóð sig vel með landsliðinu í Gigantium-höllinni í Álaborg í gær og það verður hans heimavöllur á næstu leiktíð. 6. janúar 2017 12:33
HBStatz: Rúnar með betri skotnýtingu í tapleikjum og tapaði næstum aldrei boltanum Tölfræðisíðan HBStatz heldur áfram að telja niður í HM með því að fara yfir frammistöðu strákanna okkar á árinu 2016. 4. janúar 2017 12:00
Frábær markvarsla úr hornum Einn vinsælasti frasinn um íslenska handboltamarkverði er sú að þeir geti ekki varið úr horni til þess að bjarga lífi sínu. Það var ekki raunin í leik íslenska landsliðsins gegn Egyptum í gær. 6. janúar 2017 15:10
Ungu strákana langar á HM Íslenska handboltalandsliðið vann þriggja marka sigur á Egyptum í gær í fyrsta undirbúningsleik fyrir HM í Frakklandi. Liðið kom sterkt til baka eftir slaka byrjun. Ungu strákarnir mættu mjög grimmir til leiks. 6. janúar 2017 06:00
Mikilvægi Arons sést vel í þessari tölfræði HBStatz Aron Pálmarsson er besti leikmaður íslenska karlalandsliðsins í handbolta og því gríðarlega mikilvægt fyrir íslenska liðið að hann verði leikfær á HM í Frakklandi sem hefst í næstu viku. 3. janúar 2017 16:15