Rannsókn á hvarfi Friðriks: „Höfum verið að taka skýrslur af fólki“ Birgir Olgeirsson skrifar 6. janúar 2017 10:27 Friðrik Kristjánsson lét síðast vita af sér 31. mars, 2013, á flugvelli í Brasilíu og sagðist þá vera á leið til Paragvæ. Vísir/Getty Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur nýverið yfirheyrt tvo einstaklinga sem ekki hafði áður verið rætt við vegna rannsóknar á hvarfi Friðriks Kristjánssonar. Friðrik lét síðast vita af sér á flugvelli í Brasilíu 31. mars árið 2013 og sagðist þá vera á leið til Paragvæ. Nokkrum vikum síðar bárust fregnir af hvarfi Friðriks og var greint frá því að lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hefði borist ábendingar um það að íslenskur karlmaður, fæddur 1983, hefði verið myrtur í Suður Ameríku. Í desember síðastliðnum birtist sláandi úttekt á máli Friðriks í Stundinni þar sem meðal annars var fullyrt að Íslendingur hefði greint lögreglu frá því í yfirheyrslu að annar Íslendingur hefði hrósað sér af því að hafa myrt Friðrik. „Höfum verið að taka skýrslur af fólki“ Við það tilefni heyrði Vísir í Grími Grímssyni, yfirlögregluþjóni á höfuðborgarsvæðinu, sem sagði lögregluna hafa fengið nýjar upplýsingar vegna málsins í snemma síðastliðið haust sem verið væri að skoða. „Við höfum verið að vinna úr þessum upplýsingum og höfum verið að taka skýrslur af fólki,“ segir Grímur við Vísi í dag um málið. Hann segist ekki geta farið út hvort þessar yfirheyrslur hafi leitt til einhvers. Hann segir lögreglu hafa rætt við tvo aðila við rannsókn málsins nýverið sem ekki hafi verið rætt áður við. Hann segist ekki geta farið út í það hvað kom fram við yfirheyrslurnar eða hvort þær hafi leitt til einhvers. Þarf að klára þessa rannsókn Aðspurður hvort slóðin sem lögreglan skoðar í málinu sé enn volg segir Grímur ekki gott að svara því. „Það þarf hins vegar að klára þessa rannsókn og hnýta þá hnúta sem þarf að hnýta.“ Í janúar síðastliðnum fjallaði Fréttablaðið um mál Friðriks en þá sagði Karl Steinar Valsson, tengslafulltrúi hjá Europol, að lögreglan á Íslandi hefði aldrei staðið frammi fyrir svona máli áður. Háværar sögusagnir voru uppi um að hvarf Friðriks tengdist skipulagðri glæpastarfsemi en þær fengust aldrei staðfestar af lögreglu. Hvarf Friðriks Kristjánssonar Lögreglumál Paragvæ Tengdar fréttir Vinna úr nýjum upplýsingum vegna hvarfs Friðriks: „Sjálfsagt eru einhverjir hræddir“ Blaðamaður fékk sér neyðarhnapp eftir að hafa byrjað að vinna úttekt á máli Friðriks. 1. desember 2016 13:30 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur nýverið yfirheyrt tvo einstaklinga sem ekki hafði áður verið rætt við vegna rannsóknar á hvarfi Friðriks Kristjánssonar. Friðrik lét síðast vita af sér á flugvelli í Brasilíu 31. mars árið 2013 og sagðist þá vera á leið til Paragvæ. Nokkrum vikum síðar bárust fregnir af hvarfi Friðriks og var greint frá því að lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hefði borist ábendingar um það að íslenskur karlmaður, fæddur 1983, hefði verið myrtur í Suður Ameríku. Í desember síðastliðnum birtist sláandi úttekt á máli Friðriks í Stundinni þar sem meðal annars var fullyrt að Íslendingur hefði greint lögreglu frá því í yfirheyrslu að annar Íslendingur hefði hrósað sér af því að hafa myrt Friðrik. „Höfum verið að taka skýrslur af fólki“ Við það tilefni heyrði Vísir í Grími Grímssyni, yfirlögregluþjóni á höfuðborgarsvæðinu, sem sagði lögregluna hafa fengið nýjar upplýsingar vegna málsins í snemma síðastliðið haust sem verið væri að skoða. „Við höfum verið að vinna úr þessum upplýsingum og höfum verið að taka skýrslur af fólki,“ segir Grímur við Vísi í dag um málið. Hann segist ekki geta farið út hvort þessar yfirheyrslur hafi leitt til einhvers. Hann segir lögreglu hafa rætt við tvo aðila við rannsókn málsins nýverið sem ekki hafi verið rætt áður við. Hann segist ekki geta farið út í það hvað kom fram við yfirheyrslurnar eða hvort þær hafi leitt til einhvers. Þarf að klára þessa rannsókn Aðspurður hvort slóðin sem lögreglan skoðar í málinu sé enn volg segir Grímur ekki gott að svara því. „Það þarf hins vegar að klára þessa rannsókn og hnýta þá hnúta sem þarf að hnýta.“ Í janúar síðastliðnum fjallaði Fréttablaðið um mál Friðriks en þá sagði Karl Steinar Valsson, tengslafulltrúi hjá Europol, að lögreglan á Íslandi hefði aldrei staðið frammi fyrir svona máli áður. Háværar sögusagnir voru uppi um að hvarf Friðriks tengdist skipulagðri glæpastarfsemi en þær fengust aldrei staðfestar af lögreglu.
Hvarf Friðriks Kristjánssonar Lögreglumál Paragvæ Tengdar fréttir Vinna úr nýjum upplýsingum vegna hvarfs Friðriks: „Sjálfsagt eru einhverjir hræddir“ Blaðamaður fékk sér neyðarhnapp eftir að hafa byrjað að vinna úttekt á máli Friðriks. 1. desember 2016 13:30 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Vinna úr nýjum upplýsingum vegna hvarfs Friðriks: „Sjálfsagt eru einhverjir hræddir“ Blaðamaður fékk sér neyðarhnapp eftir að hafa byrjað að vinna úttekt á máli Friðriks. 1. desember 2016 13:30