Ungu strákana langar á HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. janúar 2017 06:00 Ólafur Guðmundsson var með 6 mörk og 4 stoðsendingar í leiknum. Vísir/Getty Íslenska handboltalandsliðið byrjar lokaundirbúning sinn vel fyrir HM í Frakklandi þrátt fyrir skakkaföll, mikla endurnýjun og meiðsli lykilmanna. Þriggja marka sigur á HM-liði Egypta, 30-27, í fyrsta leik Bygma-æfingamótsins í gær gefur góð fyrirheit fyrir komandi mót þar sem við Íslendingar munum sjá mörg ný andlit í aðalhlutverkum hjá liðinu. Aron Pálmarsson er heima á Íslandi og margir reynsluboltanna voru lengst af á bekknum í leiknum í gær. Það skipti ekki máli því landsliðsþjálfarinn Geir Sveinsson henti ungu strákunum út í djúpu laugina og fékk mörg jákvæð svör frá framtíðarmönnum liðsins. „Við tökum átján leikmenn hingað út til þess að prófa þá. Ef ég spila þeim ekki í þessum leikjum, hvenær á ég þá að sjá þá? Það er stór munur á milli æfinga og leikja. Við vildum sjá viðbrögð manna,“ sagði Geir Sveinsson eftir leikinn.Geir Sveinsson.Vísir/ErnirGott leikhlé eftir tíu mínútur Byrjunin lofaði vissulega ekki góðu. Geir þurfti að taka leikhlé eftir aðeins tíu mínútur en íslenska liðið var þá búið að fá á sig átta auðveld mörk og komið fjórum mörkum undir, 8-4. „Eftir brösuga byrjun þá var ég ánægður með hvernig liðið kom til baka eftir það. Þeir komu sterkir til leiks og það var góður stígandi í þessu. Ég er ánægður með sigurinn,“ sagði Geir og hann þurfti að tala menn til. „Við vorum komnir með einhver átta eða níu mörk á okkur eftir tíu mínútur og það hefði hugsanlega verið hægt að bregðast fyrr við miðað við það hvernig þetta var að þróast,“ sagði Geir. Aron Rafn Eðvarðsson kom öflugur inn í íslenska markið og Janus Daði Smárason keyrði upp hraðann með ákefð sinni en hann gaf með því tóninn. Íslenska liðið minnkaði muninn í eitt mark fyrir hálfleik, 14-13, og náði síðan forystunni í fyrsta sinn eftir 5-1 kafla um miðjan seinni hálfleik. Það var gaman að sjá kraftinn og hungrið í íslenska liðinu í seinni hálfleiknum sem liðið vann á endanum með fjögurra marka mun, 17-13. Sigur íslenska liðsins var síðan nokkuð öruggur. Ánægður með ungu strákana „Við náðum að snúa þessu við og ég var einstaklega ánægður með það. Ég var líka sérstaklega ánægður með frammistöðu margra af ungu strákunum sem komu ferskir inn í þetta. Menn virkilega vildu og gáfu í þetta. Það er margt jákvætt sem við getum tekið út úr þessum leik. Það er samt margt sem þarf að vinna með og bæta. Aðalatriðið er að menn séu áræðnir, þori og láti vaða. Strákarnir gerðu það,“ sagði Geir. Ómar Ingi Magnússon og Arnar Freyr Arnarsson eru tveir ungir leikmenn sem minntu líka vel á sig í gær en Ómar Ingi skoraði sex mörk og nýtti vítin sín vel. Arnar Freyr fiskaði tvö víti og var að komast í færin á línunni þótt nýtingin hefði mátt vera betri. Ólafur Guðmundsson tók mikla ábyrgð í fjarveru lykilmanna og skilaði fínum leik. Hann gerði fullt af mistökum en missti aldrei móðinn sem var mjög ánægjulegt að sjá. Bjarki Már Elísson kom inn í vinstra hornið fyrir Guðjón Val Sigurðsson í hálfleik og sýndi að við eigum tvo háklassa vinstri hornamenn.Allir inná nema Bjarki Geir Sveinsson var ánægður með marga leikmenn íslenska liðsins í gær. „Bjarki Gunnarsson var sá eini sem fór ekkert inn á en annars náðum við að keyra á sautján leikmönnum sem er ansi mikið í einum leik. Það er ánægjulegt að það skyldi takast. Við eigum eftir að skera niður um tvo leikmenn og þá þurfa menn að sýna karakter og frammistöðu inni á vellinum. Það var sterkt að sjá marga gera það,“ sagði Geir. Íslenska landsliðið mætir Ungverjum í dag en lokaleikurinn er síðan á móti Dönum á sunnudaginn. Danir, undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar, unnu þriggja marka sigur á Ungverjalandi í gær. Handbolti HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Sjá meira
Íslenska handboltalandsliðið byrjar lokaundirbúning sinn vel fyrir HM í Frakklandi þrátt fyrir skakkaföll, mikla endurnýjun og meiðsli lykilmanna. Þriggja marka sigur á HM-liði Egypta, 30-27, í fyrsta leik Bygma-æfingamótsins í gær gefur góð fyrirheit fyrir komandi mót þar sem við Íslendingar munum sjá mörg ný andlit í aðalhlutverkum hjá liðinu. Aron Pálmarsson er heima á Íslandi og margir reynsluboltanna voru lengst af á bekknum í leiknum í gær. Það skipti ekki máli því landsliðsþjálfarinn Geir Sveinsson henti ungu strákunum út í djúpu laugina og fékk mörg jákvæð svör frá framtíðarmönnum liðsins. „Við tökum átján leikmenn hingað út til þess að prófa þá. Ef ég spila þeim ekki í þessum leikjum, hvenær á ég þá að sjá þá? Það er stór munur á milli æfinga og leikja. Við vildum sjá viðbrögð manna,“ sagði Geir Sveinsson eftir leikinn.Geir Sveinsson.Vísir/ErnirGott leikhlé eftir tíu mínútur Byrjunin lofaði vissulega ekki góðu. Geir þurfti að taka leikhlé eftir aðeins tíu mínútur en íslenska liðið var þá búið að fá á sig átta auðveld mörk og komið fjórum mörkum undir, 8-4. „Eftir brösuga byrjun þá var ég ánægður með hvernig liðið kom til baka eftir það. Þeir komu sterkir til leiks og það var góður stígandi í þessu. Ég er ánægður með sigurinn,“ sagði Geir og hann þurfti að tala menn til. „Við vorum komnir með einhver átta eða níu mörk á okkur eftir tíu mínútur og það hefði hugsanlega verið hægt að bregðast fyrr við miðað við það hvernig þetta var að þróast,“ sagði Geir. Aron Rafn Eðvarðsson kom öflugur inn í íslenska markið og Janus Daði Smárason keyrði upp hraðann með ákefð sinni en hann gaf með því tóninn. Íslenska liðið minnkaði muninn í eitt mark fyrir hálfleik, 14-13, og náði síðan forystunni í fyrsta sinn eftir 5-1 kafla um miðjan seinni hálfleik. Það var gaman að sjá kraftinn og hungrið í íslenska liðinu í seinni hálfleiknum sem liðið vann á endanum með fjögurra marka mun, 17-13. Sigur íslenska liðsins var síðan nokkuð öruggur. Ánægður með ungu strákana „Við náðum að snúa þessu við og ég var einstaklega ánægður með það. Ég var líka sérstaklega ánægður með frammistöðu margra af ungu strákunum sem komu ferskir inn í þetta. Menn virkilega vildu og gáfu í þetta. Það er margt jákvætt sem við getum tekið út úr þessum leik. Það er samt margt sem þarf að vinna með og bæta. Aðalatriðið er að menn séu áræðnir, þori og láti vaða. Strákarnir gerðu það,“ sagði Geir. Ómar Ingi Magnússon og Arnar Freyr Arnarsson eru tveir ungir leikmenn sem minntu líka vel á sig í gær en Ómar Ingi skoraði sex mörk og nýtti vítin sín vel. Arnar Freyr fiskaði tvö víti og var að komast í færin á línunni þótt nýtingin hefði mátt vera betri. Ólafur Guðmundsson tók mikla ábyrgð í fjarveru lykilmanna og skilaði fínum leik. Hann gerði fullt af mistökum en missti aldrei móðinn sem var mjög ánægjulegt að sjá. Bjarki Már Elísson kom inn í vinstra hornið fyrir Guðjón Val Sigurðsson í hálfleik og sýndi að við eigum tvo háklassa vinstri hornamenn.Allir inná nema Bjarki Geir Sveinsson var ánægður með marga leikmenn íslenska liðsins í gær. „Bjarki Gunnarsson var sá eini sem fór ekkert inn á en annars náðum við að keyra á sautján leikmönnum sem er ansi mikið í einum leik. Það er ánægjulegt að það skyldi takast. Við eigum eftir að skera niður um tvo leikmenn og þá þurfa menn að sýna karakter og frammistöðu inni á vellinum. Það var sterkt að sjá marga gera það,“ sagði Geir. Íslenska landsliðið mætir Ungverjum í dag en lokaleikurinn er síðan á móti Dönum á sunnudaginn. Danir, undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar, unnu þriggja marka sigur á Ungverjalandi í gær.
Handbolti HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Sjá meira