Fjórir í haldi eftir að hafa sýnt beint frá árás á Facebook Atli Ísleifsson skrifar 5. janúar 2017 12:42 Eddie Johnson, lögreglustjóri í Chicago. Vísir/AFP Lögregla í Chicago er með fjóra menn í haldi eftir að þeir sýndu frá fólskulegri árás á manni í beinni útsendingu á Facebook. Mennirnir bæði bundu manninn fastan og kefldu. Í frétt BBC er haft eftir lögreglu að maðurinn sem ráðist var á sé með sérþarfir og glími við andleg veikindi. Á myndbandinu má heyra árásarmennina fara niðrandi orðum um bæði hvítt fólk og Donald Trump, auk þess að þeir notast við hníf til að skera hluta af höfuðleðri mannsins. Lögreglustjórinn Eddie Johnson hefur lýst myndbandinu sem „viðbjóðslegu“ og að árásin kunni mögulega að flokkast sem hatursglæpur. Lögreglu barst tilkynning um árásina í gær en hún átti sér stað í vesturhluta borgarinnar (West Side). Myndbandið er hálftími að lengd og má þar sjá árásarmennina skera fötin af fórnarlambinu, sem er átján ára að aldri, láta ösku úr sígarettu rigna yfir hann, þrýsta höfði hans upp að vegg með fæti og skera í höfuð hans. Nokkur fjöldi fólks er í herberginu þar sem árásin á sér stað. Í öðrum myndböndum má einnig sjá manninn neyddan til að drekka úr klósettskál og segjast elska svart fólk á meðan hnífi er beint að honum. Að sögn lögreglu er fórnarlambið í sama skóla og einn árásarmannanna. Maðurinn fannst ráfandi um götur Chicago eftir árásina, en talið er að honum hafi verið rænt allt að tveimur sólarhringum áður en árásin var gerð.Frétt CBS um málið, þar sem sjá má hluta myndbandsins og viðbrögð lögreglu. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fleiri fréttir Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Sjá meira
Lögregla í Chicago er með fjóra menn í haldi eftir að þeir sýndu frá fólskulegri árás á manni í beinni útsendingu á Facebook. Mennirnir bæði bundu manninn fastan og kefldu. Í frétt BBC er haft eftir lögreglu að maðurinn sem ráðist var á sé með sérþarfir og glími við andleg veikindi. Á myndbandinu má heyra árásarmennina fara niðrandi orðum um bæði hvítt fólk og Donald Trump, auk þess að þeir notast við hníf til að skera hluta af höfuðleðri mannsins. Lögreglustjórinn Eddie Johnson hefur lýst myndbandinu sem „viðbjóðslegu“ og að árásin kunni mögulega að flokkast sem hatursglæpur. Lögreglu barst tilkynning um árásina í gær en hún átti sér stað í vesturhluta borgarinnar (West Side). Myndbandið er hálftími að lengd og má þar sjá árásarmennina skera fötin af fórnarlambinu, sem er átján ára að aldri, láta ösku úr sígarettu rigna yfir hann, þrýsta höfði hans upp að vegg með fæti og skera í höfuð hans. Nokkur fjöldi fólks er í herberginu þar sem árásin á sér stað. Í öðrum myndböndum má einnig sjá manninn neyddan til að drekka úr klósettskál og segjast elska svart fólk á meðan hnífi er beint að honum. Að sögn lögreglu er fórnarlambið í sama skóla og einn árásarmannanna. Maðurinn fannst ráfandi um götur Chicago eftir árásina, en talið er að honum hafi verið rænt allt að tveimur sólarhringum áður en árásin var gerð.Frétt CBS um málið, þar sem sjá má hluta myndbandsins og viðbrögð lögreglu.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fleiri fréttir Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Sjá meira