Íslenska handboltalandsliðið hefur í dag keppni á Bygma Cup æfingamótinu í Danmörku. Fyrsti leikur liðsins er á móti Egyptalandi klukkan 17.00 að íslenskum tíma.
Egyptar eru að undirbúa sig fyrir HM í Frakklandi eins og íslenska liðið og mæta þar meðal annars tveimur landsliðum undir stjórn Íslendinga (Danmörku og Svíþjóð).
Íslenska landsliðið hefur unnið tvo síðustu leiki sína á móti Egyptalandi og ekki tapað fyrir þeim í tæp níu ár eða síðan í síðasta undirbúningsleik sínum fyrir Ólympíuleikana ógleymanlegu í Peking 2008.
Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 13 mörk í síðasta leik sínum á móti Egyptalandi sem var á HM í Katar 2015.

