Trump um tölvuárásir Rússa: Ég veit hluti sem annað fólk veit ekki Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 1. janúar 2017 16:41 Donald Trump veit margt sem við vitum ekki. Nordicphotos/AFP Donald Trump hefur haldið áfram að lýsa efasemdum um þátttöku Rússa í sigri hans í bandarísku forsetakosningunum. Hann tjáði sig um þessi mál við fjölmiðla á síðasta kvöldi ársins. Guardian greinir frá. Trump sagði þar meðal annars að menn mættu ekki vera of fljótir að skella skuldinni á Rússa fyrir tölvuárásir sem verið hafa í umræðunni. Bandaríska alríkislögreglan, leyniþjónustan CIA, Homeland Security og aðrar stofnanir hafa áður haldið því fram að Rússar hafi haft afskipti af kosningunum. Trump gefur hins vegar lítið fyrir það. ,,Ég vil bara að menn séu vissir, því þetta eru alvarlegar ásakanir” sagði Trump. “Ef þú lítur á dæmið með gereyðingarvopnin, að þá var það algjört klúður og þeir höfðu rangt fyrir sér” en þar átti Trump við gögn bandarísku leyniþjónustunnar sem sýndu fram á að gereyðingarvopn hefðu verið í Írak og notuð voru til að réttlæta innrás Bandaríkjanna í landið árið 2003 þrátt fyrir að síðar hefði komið í ljós að svo hefði ekki verið. Barack Obama, núverandi forseti hefur hins vegar tekið gögn leyniþjónustunnar alvarlega með því meðal annars að fyrirskipa brottrekstur 35 rússneskra erindreka úr landi. Trump hefur sett sig upp á móti ákvörðunum Obama. ,,Ég vil að þeir séu vissir. Ég held að þetta sé ósanngjarnt ef þeir vita það ekki. Ég veit mikið um tölvuárásir. Það er mjög erfitt að sanna hver stendur að baki slíkra árása. Ég veit líka hluti sem annað folk veit ekki svo við getum ekki verið viss.” Aðspurður um hvaða hlutir það væri sagði hann að hann myndi upplýsa fjölmiðla um það á þriðjudaginn eða miðvikudaginn. Trump hefur í langan tíma efast um sannleiksgildi upplýsinga bandarískra stofnanna um tölvuárásir Rússa og sagt að Kínverjar eða einstaklingar gætu allt eins verið að baki þeirra. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Fleiri fréttir Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Sjá meira
Donald Trump hefur haldið áfram að lýsa efasemdum um þátttöku Rússa í sigri hans í bandarísku forsetakosningunum. Hann tjáði sig um þessi mál við fjölmiðla á síðasta kvöldi ársins. Guardian greinir frá. Trump sagði þar meðal annars að menn mættu ekki vera of fljótir að skella skuldinni á Rússa fyrir tölvuárásir sem verið hafa í umræðunni. Bandaríska alríkislögreglan, leyniþjónustan CIA, Homeland Security og aðrar stofnanir hafa áður haldið því fram að Rússar hafi haft afskipti af kosningunum. Trump gefur hins vegar lítið fyrir það. ,,Ég vil bara að menn séu vissir, því þetta eru alvarlegar ásakanir” sagði Trump. “Ef þú lítur á dæmið með gereyðingarvopnin, að þá var það algjört klúður og þeir höfðu rangt fyrir sér” en þar átti Trump við gögn bandarísku leyniþjónustunnar sem sýndu fram á að gereyðingarvopn hefðu verið í Írak og notuð voru til að réttlæta innrás Bandaríkjanna í landið árið 2003 þrátt fyrir að síðar hefði komið í ljós að svo hefði ekki verið. Barack Obama, núverandi forseti hefur hins vegar tekið gögn leyniþjónustunnar alvarlega með því meðal annars að fyrirskipa brottrekstur 35 rússneskra erindreka úr landi. Trump hefur sett sig upp á móti ákvörðunum Obama. ,,Ég vil að þeir séu vissir. Ég held að þetta sé ósanngjarnt ef þeir vita það ekki. Ég veit mikið um tölvuárásir. Það er mjög erfitt að sanna hver stendur að baki slíkra árása. Ég veit líka hluti sem annað folk veit ekki svo við getum ekki verið viss.” Aðspurður um hvaða hlutir það væri sagði hann að hann myndi upplýsa fjölmiðla um það á þriðjudaginn eða miðvikudaginn. Trump hefur í langan tíma efast um sannleiksgildi upplýsinga bandarískra stofnanna um tölvuárásir Rússa og sagt að Kínverjar eða einstaklingar gætu allt eins verið að baki þeirra.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Fleiri fréttir Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Sjá meira