Einkunnir strákanna okkar: Bjarki Már og Rúnar bestir en Janus fær lægstu einkunn 19. janúar 2017 19:02 Bjarki Már Elísson átti frábæra innkomu í seinni hálfleik. vísir/epa Ísland gerði jafntefli við Makedóníu, 27-27, í lokaumferð B-riðils HM 2017 í handbolta í kvöld. Jafnteflið þýðir að strákarnir okkar enda í fjórða sæti riðilsins og mæta Frakklandi í 16 liða úrsiltum í staðinn fyrir að enda í þriðja sæti og fá leik gegn Noregi. Íslenska liðið var mest fimm mörkum yfir í seinni hálfleik, 24-19. Þá fór allt í lás og misstu okkar menn unninn leik niður í jafntefli á lokasprettinum.Sjá einnig:Allt tryllt á Twitter: Af hverju tókstu ekki leikhlé, Geir? Eftir hvern leik íslenska liðsins munu íþróttafréttamenn 365 gefa leikmönnum og þjálfaranum einkunnir. Leikmenn og þjálfarar fá einkunn á bilinu 1-6 með umsögn, en neðst í fréttinni má sjá hvað hver einkunn þýðir.Einkunnir Íslands gegn Makedóníu:Björgvin Páll Gústavsson - 2 Fann ekki sama takt og framan af í mótinu. Auðvitað voru færin erfið en maður með hans reynslu verður að standa í 40 prósentum í leik þar sem allt er undir.Guðjón Valur Sigurðsson - 3 Fyrirliðinn byrjaði ágætlega og skoraði úr hröðum upphlaupum, auðveld mörk. Hann virðist eiga erfitt uppdráttar af teig. Ekki hans besti landsleikur. Skipti við Bjarka Má Elísson í hálfleik.Bjarki Már Gunnarsson - 4 Hann var í erfiðleikum í vörninni, sérstaklega framan af. Það útheimtir mikla orku að leika gegn liði eins og Makedóníu með sjö sóknarmenn. Hann leysti það samt prýðilega.Ólafur Guðmundsson - 3 Ólafur er búinn að vera í íslenska landsliðinu frá árinu 2010. Hann var óagaður sóknarlega og tók slæmar ákvarðanir en skilaði sínu í vörninni. Það vantar mikið upp á að hann nái þeim hæðum sem vonast er eftir.Janus Daði Smárason - 1 Janus Daði fór illa af stað í leiknum og komst aldrei í gang. Tæknifeilar og tapaðir boltar í massavís. Handboltaspekingar hafa margir haldið því fram að hann sé tilbúinn, en miðað við síðustu leiki er enn eitthvað í land hjá honum.Rúnar Kárason - 5 Var langbesti leikmaður íslenska liðsins, sérstaklega í fyrri hálfleik. Rúnari virtist skorta orku í þeim síðari til að halda leikinn út. Ekki hægt að ætlast til þess að einn maður sé með liðið á herðum sér.Arnór Þór Gunnarsson - 4 Arnór gerði það sem hann gat í leiknum og skoraði tvö góð mörk. Hann fær ekki færi af teig sem er eitthvað sem menn þurfa að skora. Þar er ekki bara við hann að sakast.Kári Kristján Kristjánsson - 2 Línumaðurinn hefur engan veginn fundið taktinn á mótinu. Hann byrjaði ágætlega í dag en menn voru fljótir að lesa hann og loka á hann. Samherjar Kára bara finna hann ekki inn á línunni.Ásgeir Örn Hallgrímsson - 2 Spilaði ekki mikið og virðist rúinn sjálfstrausti, hverju svo sem um er að kenna. Fær plús fyrir að fórna sér fyrir landsliðið meiddur en spurning hvort það hefði ekki verið betra að hvíla hann meira.Arnar Freyr Arnarsson - 3 Skilaði sínu í vörninni en virkaði á köflum seinn. Auðvitað var pressan mikil á unga manninum og sviðið stórt. Hann þarf samt að gera mun betur í sókninni. Þetta er samt leikmaður sem getur komist í allra fremstu röð.Arnór Atlason - 3 Setti leikinn vel upp í leikstjórnandastöðunni. Hann hélt breidd og reyndi hvað hann gat að stýra samherjum sínum á rétta staði en enginn vafi að Arnór Atlason hefur látið á sjá.Guðmundur Hólmar Helgason - Spilaði ekkert í leiknum en hugsanlega hefði hann mátt koma inn sé hann heill.Gunnar Steinn Jónsson - 2 Kom inn í mjög erfiðri stöðu og gerði svo sem engar bombertur en leikmaður í hans stöðu verður einfaldlega að skila betri leik fyrir íslenska landsliðið.Ómar Ingi Magnússon - 3 Ómar Ingi kom inn til að taka víti og kláraði það í sjálfu sér prýðilega. Hann virðist samt eiga afar langt í land með að verða sá leikmaður sem við bíðum eftir. Hann hefur hins vegar nægan tíma til að bæta úr því.Aron Rafn Eðvarðsson - 4 Fín innkoma hjá markverðinum stóra og kannski var hann einn af þeim sem sá til þess að íslenska liðið náði einu stigi í leiknum. Varði sex skot og var með 43 prósent hlutfallsmarkvörslu.Bjarki Már Elísson - 5 Frábær innkoma í seinni hálfleik. Ánægjulegt að sjá að þarna er kominn maður í vinstra hornið sem skorar af teig og nýtir færin sín mjög vel. Hann gerði hins vegar afdrifarík mistök í síðari hálfleik sem voru dýr þegar upp var staðið.Geir Sveinsson - 3 Þjálfarinn var í sjálfu sér með ágætt upplegg fyrir leikinn og var greinilega vel undirbúinn fyrir sóknarleik Makedóna. Sóknarleikur Íslands aftur á móti var ekki sannfærandi eins og áður í mótinu. Skiptingarnar síðustu tíu mínúturnar voru út í hött. Þá spila menn með sitt sterkasta lið.Útskýring á einkunnum: 6 - Heimsklassa frammistaða 5 - Frábær frammistaða 4 - Góð frammistaða 3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu 2 - Ekki nógu góð frammistaða 1 - Slakur leikur HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Makedónía - Ísland 27-27 | Strákarnir köstuðu frá sér sigrinum Strákarnir okkar munu mæta Frökkum í Lille á laugardag en ekki Norðmönnum í Albertville eftir að hafa kastað frá sér sigri gegn Makedóníu. Algert hrun á lokamínútunum og liðið mátti jafnvel telja sig heppið að hafa sloppið með jafntefli. En liðið er komið áfram og á það var stefnt. 19. janúar 2017 18:15 Aron Rafn: Þetta var skítt Aron Rafn Eðvarðsson átti fína innkomu í íslenska markið gegn Makedóníu en það dugði ekki til. 19. janúar 2017 18:30 Allt tryllt á Twitter: Af hverju tókstu ekki leikhlé, Geir? Landsliðsþjálfarinn fær á baukinn fyrir að taka ekki leikhlé í síðustu sókn íslenska landsliðsins á móti Makedóníu. 19. janúar 2017 18:24 Lino Cervar: Ég er með sterkt hjarta Lino Cervar, þjálfari Makedóníu, var sáttur eftir jafntefli á móti Íslandi í Metz á HM í handbolta í kvöld en stigið tryggði Makedóníu þriðja sætið í riðlinum og forðaði þeim frá því að mæta Frökkum í sextán liða úrslitunum. 19. janúar 2017 18:32 Twitter: Rúnar heillar þjóðina í fyrri hálfleik en hvað er málið með auða markið? Makedóníumenn spila með sjö í sókn og eru búnir að fá á sig nokkur mörk yfir allan völlinn. 19. janúar 2017 17:27 Bjarki Már: Get ekki verið ánægður með þetta Varnarmaðurinn Bjarki Már Gunnarsson segir að það hafi verið hrikalega gaman að takast á við tvö tröll Makedóníu á línunni. 19. janúar 2017 18:46 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira
Ísland gerði jafntefli við Makedóníu, 27-27, í lokaumferð B-riðils HM 2017 í handbolta í kvöld. Jafnteflið þýðir að strákarnir okkar enda í fjórða sæti riðilsins og mæta Frakklandi í 16 liða úrsiltum í staðinn fyrir að enda í þriðja sæti og fá leik gegn Noregi. Íslenska liðið var mest fimm mörkum yfir í seinni hálfleik, 24-19. Þá fór allt í lás og misstu okkar menn unninn leik niður í jafntefli á lokasprettinum.Sjá einnig:Allt tryllt á Twitter: Af hverju tókstu ekki leikhlé, Geir? Eftir hvern leik íslenska liðsins munu íþróttafréttamenn 365 gefa leikmönnum og þjálfaranum einkunnir. Leikmenn og þjálfarar fá einkunn á bilinu 1-6 með umsögn, en neðst í fréttinni má sjá hvað hver einkunn þýðir.Einkunnir Íslands gegn Makedóníu:Björgvin Páll Gústavsson - 2 Fann ekki sama takt og framan af í mótinu. Auðvitað voru færin erfið en maður með hans reynslu verður að standa í 40 prósentum í leik þar sem allt er undir.Guðjón Valur Sigurðsson - 3 Fyrirliðinn byrjaði ágætlega og skoraði úr hröðum upphlaupum, auðveld mörk. Hann virðist eiga erfitt uppdráttar af teig. Ekki hans besti landsleikur. Skipti við Bjarka Má Elísson í hálfleik.Bjarki Már Gunnarsson - 4 Hann var í erfiðleikum í vörninni, sérstaklega framan af. Það útheimtir mikla orku að leika gegn liði eins og Makedóníu með sjö sóknarmenn. Hann leysti það samt prýðilega.Ólafur Guðmundsson - 3 Ólafur er búinn að vera í íslenska landsliðinu frá árinu 2010. Hann var óagaður sóknarlega og tók slæmar ákvarðanir en skilaði sínu í vörninni. Það vantar mikið upp á að hann nái þeim hæðum sem vonast er eftir.Janus Daði Smárason - 1 Janus Daði fór illa af stað í leiknum og komst aldrei í gang. Tæknifeilar og tapaðir boltar í massavís. Handboltaspekingar hafa margir haldið því fram að hann sé tilbúinn, en miðað við síðustu leiki er enn eitthvað í land hjá honum.Rúnar Kárason - 5 Var langbesti leikmaður íslenska liðsins, sérstaklega í fyrri hálfleik. Rúnari virtist skorta orku í þeim síðari til að halda leikinn út. Ekki hægt að ætlast til þess að einn maður sé með liðið á herðum sér.Arnór Þór Gunnarsson - 4 Arnór gerði það sem hann gat í leiknum og skoraði tvö góð mörk. Hann fær ekki færi af teig sem er eitthvað sem menn þurfa að skora. Þar er ekki bara við hann að sakast.Kári Kristján Kristjánsson - 2 Línumaðurinn hefur engan veginn fundið taktinn á mótinu. Hann byrjaði ágætlega í dag en menn voru fljótir að lesa hann og loka á hann. Samherjar Kára bara finna hann ekki inn á línunni.Ásgeir Örn Hallgrímsson - 2 Spilaði ekki mikið og virðist rúinn sjálfstrausti, hverju svo sem um er að kenna. Fær plús fyrir að fórna sér fyrir landsliðið meiddur en spurning hvort það hefði ekki verið betra að hvíla hann meira.Arnar Freyr Arnarsson - 3 Skilaði sínu í vörninni en virkaði á köflum seinn. Auðvitað var pressan mikil á unga manninum og sviðið stórt. Hann þarf samt að gera mun betur í sókninni. Þetta er samt leikmaður sem getur komist í allra fremstu röð.Arnór Atlason - 3 Setti leikinn vel upp í leikstjórnandastöðunni. Hann hélt breidd og reyndi hvað hann gat að stýra samherjum sínum á rétta staði en enginn vafi að Arnór Atlason hefur látið á sjá.Guðmundur Hólmar Helgason - Spilaði ekkert í leiknum en hugsanlega hefði hann mátt koma inn sé hann heill.Gunnar Steinn Jónsson - 2 Kom inn í mjög erfiðri stöðu og gerði svo sem engar bombertur en leikmaður í hans stöðu verður einfaldlega að skila betri leik fyrir íslenska landsliðið.Ómar Ingi Magnússon - 3 Ómar Ingi kom inn til að taka víti og kláraði það í sjálfu sér prýðilega. Hann virðist samt eiga afar langt í land með að verða sá leikmaður sem við bíðum eftir. Hann hefur hins vegar nægan tíma til að bæta úr því.Aron Rafn Eðvarðsson - 4 Fín innkoma hjá markverðinum stóra og kannski var hann einn af þeim sem sá til þess að íslenska liðið náði einu stigi í leiknum. Varði sex skot og var með 43 prósent hlutfallsmarkvörslu.Bjarki Már Elísson - 5 Frábær innkoma í seinni hálfleik. Ánægjulegt að sjá að þarna er kominn maður í vinstra hornið sem skorar af teig og nýtir færin sín mjög vel. Hann gerði hins vegar afdrifarík mistök í síðari hálfleik sem voru dýr þegar upp var staðið.Geir Sveinsson - 3 Þjálfarinn var í sjálfu sér með ágætt upplegg fyrir leikinn og var greinilega vel undirbúinn fyrir sóknarleik Makedóna. Sóknarleikur Íslands aftur á móti var ekki sannfærandi eins og áður í mótinu. Skiptingarnar síðustu tíu mínúturnar voru út í hött. Þá spila menn með sitt sterkasta lið.Útskýring á einkunnum: 6 - Heimsklassa frammistaða 5 - Frábær frammistaða 4 - Góð frammistaða 3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu 2 - Ekki nógu góð frammistaða 1 - Slakur leikur
HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Makedónía - Ísland 27-27 | Strákarnir köstuðu frá sér sigrinum Strákarnir okkar munu mæta Frökkum í Lille á laugardag en ekki Norðmönnum í Albertville eftir að hafa kastað frá sér sigri gegn Makedóníu. Algert hrun á lokamínútunum og liðið mátti jafnvel telja sig heppið að hafa sloppið með jafntefli. En liðið er komið áfram og á það var stefnt. 19. janúar 2017 18:15 Aron Rafn: Þetta var skítt Aron Rafn Eðvarðsson átti fína innkomu í íslenska markið gegn Makedóníu en það dugði ekki til. 19. janúar 2017 18:30 Allt tryllt á Twitter: Af hverju tókstu ekki leikhlé, Geir? Landsliðsþjálfarinn fær á baukinn fyrir að taka ekki leikhlé í síðustu sókn íslenska landsliðsins á móti Makedóníu. 19. janúar 2017 18:24 Lino Cervar: Ég er með sterkt hjarta Lino Cervar, þjálfari Makedóníu, var sáttur eftir jafntefli á móti Íslandi í Metz á HM í handbolta í kvöld en stigið tryggði Makedóníu þriðja sætið í riðlinum og forðaði þeim frá því að mæta Frökkum í sextán liða úrslitunum. 19. janúar 2017 18:32 Twitter: Rúnar heillar þjóðina í fyrri hálfleik en hvað er málið með auða markið? Makedóníumenn spila með sjö í sókn og eru búnir að fá á sig nokkur mörk yfir allan völlinn. 19. janúar 2017 17:27 Bjarki Már: Get ekki verið ánægður með þetta Varnarmaðurinn Bjarki Már Gunnarsson segir að það hafi verið hrikalega gaman að takast á við tvö tröll Makedóníu á línunni. 19. janúar 2017 18:46 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira
Umfjöllun: Makedónía - Ísland 27-27 | Strákarnir köstuðu frá sér sigrinum Strákarnir okkar munu mæta Frökkum í Lille á laugardag en ekki Norðmönnum í Albertville eftir að hafa kastað frá sér sigri gegn Makedóníu. Algert hrun á lokamínútunum og liðið mátti jafnvel telja sig heppið að hafa sloppið með jafntefli. En liðið er komið áfram og á það var stefnt. 19. janúar 2017 18:15
Aron Rafn: Þetta var skítt Aron Rafn Eðvarðsson átti fína innkomu í íslenska markið gegn Makedóníu en það dugði ekki til. 19. janúar 2017 18:30
Allt tryllt á Twitter: Af hverju tókstu ekki leikhlé, Geir? Landsliðsþjálfarinn fær á baukinn fyrir að taka ekki leikhlé í síðustu sókn íslenska landsliðsins á móti Makedóníu. 19. janúar 2017 18:24
Lino Cervar: Ég er með sterkt hjarta Lino Cervar, þjálfari Makedóníu, var sáttur eftir jafntefli á móti Íslandi í Metz á HM í handbolta í kvöld en stigið tryggði Makedóníu þriðja sætið í riðlinum og forðaði þeim frá því að mæta Frökkum í sextán liða úrslitunum. 19. janúar 2017 18:32
Twitter: Rúnar heillar þjóðina í fyrri hálfleik en hvað er málið með auða markið? Makedóníumenn spila með sjö í sókn og eru búnir að fá á sig nokkur mörk yfir allan völlinn. 19. janúar 2017 17:27
Bjarki Már: Get ekki verið ánægður með þetta Varnarmaðurinn Bjarki Már Gunnarsson segir að það hafi verið hrikalega gaman að takast á við tvö tröll Makedóníu á línunni. 19. janúar 2017 18:46