Innlent

Leita áfram að Birnu við vegaslóða á Reykjanesi

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Frá leit að Birnu í dag.
Frá leit að Birnu í dag. vísir/anton brink
Björgunarsveitir munu áfram leita að Birnu Brjánsdóttur á og við vegaslóða á Reykjanesi nú síðdegis og fram eftir kvöldi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg.

Í tilkynningu segir að aðgerðastjórn björgunarsveitanna vinni „náið með lögreglu að leitinni og vinnur meðal annars úr þeim fjölda vísbendinga sem lögreglunni hefur borist vegna málsins. Leitarsvæði björgunarsveitanna hafa verið ákvörðuð út frá þessum vísbendingum almennings.“

Tveir skipverjar af grænlenska togaranum Polar Nanoq hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald, grunaðir um aðild að hvarfi Birnu sem hefur verið saknað síðan á aðfaranótt laugardags.

Einn skipverji til viðbótar var handtekinn í gær og er í haldi lögreglu en ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort farið verði fram á gæsluvarðhald yfir honum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×