Svona verður dagskráin á innsetningardegi Donald Trump atli ísleifsson skrifar 19. janúar 2017 11:37 Donald Trump verður á morgun 45. forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Búist er við að nokkur hundruð þúsund manns komi saman þegar Donald Trump sver embættiseið sem forseti Bandaríkjanna á tröppum þinghússins í höfuðborginni Washington á morgun. Stjórnarskrá Bandaríkjanna gerir ráð fyrir að forseti hæstaréttar taki eiðstafinn af Donald Trump. Hann mun þá taka við af Barack Obama og verða 45. forseti landsins.BBC hefur tekið saman upplýsingar um dagskrána sem framundan er í tengslum við embættistöku Trump.Fimmtudagurinn 19. janúar (miðað er við íslenskan tíma)15:35: Tónleikar verða haldnir við Abraham Lincoln minnisvarðann. Tónleikarnir munu standa allan daginn. Þar munu meðal annars hljómsveit slökkviliðs Washington-borgar koma fram ásamt lúðrasveitum gagnfræðiskóla í borginni.20:30: Trump og varaforsetinn verðandi, Mike Pence, munu leggja niður krans við athöfn í Arlington-kirkjugarðinum til að minnast fallinna hermanna.21:00: Trump flytur ræðu á tónleikunum við Lincoln-minnisvarðann. Kántrístjörnunar Toby Keith og Lee Greenwood munu koma þar fram. Föstudagurinn 20. janúarTrump sækir guðsþjónustu í St Johns biskupakirkjunni nærri Hvíta húsinu. Þá munu Trump og eiginkona hans, Melania Trump, fá sér kaffi með Obama-hjónunum, áður en þau halda öll að þinghúsinu.14:30: Innsetningarathöfnin á tröppum þinghússins hefst. Tónlistaratriði.16:30: John Roberts, forseti hæstiréttar Bandaríkjanna, tekur eiðstaf af Mike Pence varaforseta.17:00: Trump sver embættiseið sem forseti Bandaríkjanna. Að því loknu flytur hann innsetningarræðu sína.20:00-22:00: Trump og Pence verður ekið um 2,4 kílómetra leið niður Pennsylvania Avenue. Reiknað er með að fjöldi fólks muni þar fylgjast með.00:00-04:00: Trump og Pence munu ásamt eiginkonum sínum sækja þrjár opinberar veislur. Laugardagurinn 21. janúar15:00: Trump og Pence sækja þvertrúarlega samkomu við Washington National Cathedral. Búist er við að fyrrverandi forsetinn Bill Clinton og Hillary Clinton, sem beið lægri hlut fyrir Trump í forsetakosningunum í nóvember, muni sækja innsetningarathöfn Trump. Sömuleiðis verða þar fyrrverandi forsetinn George W. Bush og eiginkona hans, Laura, ásamt fyrrverandi forsetanum Jimmy Carter. Fyrrverandi forsetinn George HW Bush og kona hans, Barbara, liggja nú bæði á sjúkrahúsi og munu ekki sækja innsetningarathöfnina. BBC greinir frá því að búist sé við milli 800 og 900 þúsund manns á innsetningarathöfninni. 1,8 milljónir manna sóttu athöfnina þegar Barack Obama sór sinn eið fyrir átta árum. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Fleiri fréttir Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Sjá meira
Búist er við að nokkur hundruð þúsund manns komi saman þegar Donald Trump sver embættiseið sem forseti Bandaríkjanna á tröppum þinghússins í höfuðborginni Washington á morgun. Stjórnarskrá Bandaríkjanna gerir ráð fyrir að forseti hæstaréttar taki eiðstafinn af Donald Trump. Hann mun þá taka við af Barack Obama og verða 45. forseti landsins.BBC hefur tekið saman upplýsingar um dagskrána sem framundan er í tengslum við embættistöku Trump.Fimmtudagurinn 19. janúar (miðað er við íslenskan tíma)15:35: Tónleikar verða haldnir við Abraham Lincoln minnisvarðann. Tónleikarnir munu standa allan daginn. Þar munu meðal annars hljómsveit slökkviliðs Washington-borgar koma fram ásamt lúðrasveitum gagnfræðiskóla í borginni.20:30: Trump og varaforsetinn verðandi, Mike Pence, munu leggja niður krans við athöfn í Arlington-kirkjugarðinum til að minnast fallinna hermanna.21:00: Trump flytur ræðu á tónleikunum við Lincoln-minnisvarðann. Kántrístjörnunar Toby Keith og Lee Greenwood munu koma þar fram. Föstudagurinn 20. janúarTrump sækir guðsþjónustu í St Johns biskupakirkjunni nærri Hvíta húsinu. Þá munu Trump og eiginkona hans, Melania Trump, fá sér kaffi með Obama-hjónunum, áður en þau halda öll að þinghúsinu.14:30: Innsetningarathöfnin á tröppum þinghússins hefst. Tónlistaratriði.16:30: John Roberts, forseti hæstiréttar Bandaríkjanna, tekur eiðstaf af Mike Pence varaforseta.17:00: Trump sver embættiseið sem forseti Bandaríkjanna. Að því loknu flytur hann innsetningarræðu sína.20:00-22:00: Trump og Pence verður ekið um 2,4 kílómetra leið niður Pennsylvania Avenue. Reiknað er með að fjöldi fólks muni þar fylgjast með.00:00-04:00: Trump og Pence munu ásamt eiginkonum sínum sækja þrjár opinberar veislur. Laugardagurinn 21. janúar15:00: Trump og Pence sækja þvertrúarlega samkomu við Washington National Cathedral. Búist er við að fyrrverandi forsetinn Bill Clinton og Hillary Clinton, sem beið lægri hlut fyrir Trump í forsetakosningunum í nóvember, muni sækja innsetningarathöfn Trump. Sömuleiðis verða þar fyrrverandi forsetinn George W. Bush og eiginkona hans, Laura, ásamt fyrrverandi forsetanum Jimmy Carter. Fyrrverandi forsetinn George HW Bush og kona hans, Barbara, liggja nú bæði á sjúkrahúsi og munu ekki sækja innsetningarathöfnina. BBC greinir frá því að búist sé við milli 800 og 900 þúsund manns á innsetningarathöfninni. 1,8 milljónir manna sóttu athöfnina þegar Barack Obama sór sinn eið fyrir átta árum.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Fleiri fréttir Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Sjá meira