Bein útsending: Polar Nanoq kemur til hafnar í Hafnarfirði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. janúar 2017 22:30 Þrír skipverjar á grænlenska togaranum Polar Nanoq hafa verið handteknir grunaðir um að hafa upplýsingar sem tengjast hvarfinu á Birnu Brjánsdóttur. Reiknað er með því að Polar Nanoq leggist að bryggju um klukkan 23 í kvöld. Öllu svæðinu við Hafnarfjarðarhöfn hefur verið lokað fyrir almenningi. Töluverð umferð hefur verið á svæðinu í dag og í kvöld en Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn málsins, segir viðbúið að töluvert verði af fólki við Hafnarfjarðarhöfn í kvöld. Hvetja almenning til að halda sig heima Þeim tilmælum er beint til almennings að halda sig heima. Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn hvetur fólk til að fylgjast frekar með málinu í fjölmiðlum. Polar Nanoq hélt áleiðis til Íslands fyrir tæpum sólarhring. Um hádegisbil í dag fóru sérsveitarmenn um borð í togarann og handtóku tvo grænlenska skipverja. Þriðji skipverjinn var svo handtekinn á tíunda tímanum í kvöld. Fjölmiðlar hafa takmarkaðan aðgang að lokaða svæðinu en þó meiri en almenningur. Vísir verður með beina útsendingu frá komu skipsins í Hafnarfjarðarhöfn. Lögregla er meðvituð um útsendinguna.Aðrir skipverjar frjálsir ferða sinna Við komu skipsins í Hafnarfjarðarhöfn verða hinir grunuðu fluttir frá borði í fylgd lögreglu. Lögreglumenn munu fara um borð í skipið og það skoðað fram á nótt. Aðrir skipverjar eru frjálsir ferða sinna hér á landi en munu, einhverjir að minnsta kosti, verða fengnir í skýrslutöku hjá lögreglu. Lögregla hefur til hádegis á morgun til að fara fram á gæsluvarðhald yfir mönnunum sem handteknir voru í hádeginu í dag en til 20:30 annað kvöld til að fara fram á gæsluvarðhald yfir þriðja manninum. Uppfært klukkan 00.40. Útsendingunni er nú lokið. Upptaka af henni er aðgengileg í spilaranum efst í fréttinni. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Grímur Grímsson: „Ég hvet til þess að það sé ekki einhver múgæsingur“ Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, segir lögregluna hafa fengið mikið af ábendingum frá almenningi. 18. janúar 2017 09:39 Þriðji skipverjinn handtekinn Einnig Grænlendingur líkt og hinir tveir sem höfðu verið handteknir. 18. janúar 2017 21:30 Útgerðarstjóri Polar Nanoq: Þetta er hræðilegt mál Þetta segir Jörgen Fossheim útgerðarstjóri Polar Nanoq í samtali við fréttastofu. 18. janúar 2017 18:21 Áhöfnin mun ekki sæta landgöngubanni Polar Nanoq kyrrsett á meðan lögreglan leitar. 18. janúar 2017 22:33 Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Sjá meira
Þrír skipverjar á grænlenska togaranum Polar Nanoq hafa verið handteknir grunaðir um að hafa upplýsingar sem tengjast hvarfinu á Birnu Brjánsdóttur. Reiknað er með því að Polar Nanoq leggist að bryggju um klukkan 23 í kvöld. Öllu svæðinu við Hafnarfjarðarhöfn hefur verið lokað fyrir almenningi. Töluverð umferð hefur verið á svæðinu í dag og í kvöld en Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn málsins, segir viðbúið að töluvert verði af fólki við Hafnarfjarðarhöfn í kvöld. Hvetja almenning til að halda sig heima Þeim tilmælum er beint til almennings að halda sig heima. Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn hvetur fólk til að fylgjast frekar með málinu í fjölmiðlum. Polar Nanoq hélt áleiðis til Íslands fyrir tæpum sólarhring. Um hádegisbil í dag fóru sérsveitarmenn um borð í togarann og handtóku tvo grænlenska skipverja. Þriðji skipverjinn var svo handtekinn á tíunda tímanum í kvöld. Fjölmiðlar hafa takmarkaðan aðgang að lokaða svæðinu en þó meiri en almenningur. Vísir verður með beina útsendingu frá komu skipsins í Hafnarfjarðarhöfn. Lögregla er meðvituð um útsendinguna.Aðrir skipverjar frjálsir ferða sinna Við komu skipsins í Hafnarfjarðarhöfn verða hinir grunuðu fluttir frá borði í fylgd lögreglu. Lögreglumenn munu fara um borð í skipið og það skoðað fram á nótt. Aðrir skipverjar eru frjálsir ferða sinna hér á landi en munu, einhverjir að minnsta kosti, verða fengnir í skýrslutöku hjá lögreglu. Lögregla hefur til hádegis á morgun til að fara fram á gæsluvarðhald yfir mönnunum sem handteknir voru í hádeginu í dag en til 20:30 annað kvöld til að fara fram á gæsluvarðhald yfir þriðja manninum. Uppfært klukkan 00.40. Útsendingunni er nú lokið. Upptaka af henni er aðgengileg í spilaranum efst í fréttinni.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Grímur Grímsson: „Ég hvet til þess að það sé ekki einhver múgæsingur“ Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, segir lögregluna hafa fengið mikið af ábendingum frá almenningi. 18. janúar 2017 09:39 Þriðji skipverjinn handtekinn Einnig Grænlendingur líkt og hinir tveir sem höfðu verið handteknir. 18. janúar 2017 21:30 Útgerðarstjóri Polar Nanoq: Þetta er hræðilegt mál Þetta segir Jörgen Fossheim útgerðarstjóri Polar Nanoq í samtali við fréttastofu. 18. janúar 2017 18:21 Áhöfnin mun ekki sæta landgöngubanni Polar Nanoq kyrrsett á meðan lögreglan leitar. 18. janúar 2017 22:33 Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Sjá meira
Grímur Grímsson: „Ég hvet til þess að það sé ekki einhver múgæsingur“ Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, segir lögregluna hafa fengið mikið af ábendingum frá almenningi. 18. janúar 2017 09:39
Þriðji skipverjinn handtekinn Einnig Grænlendingur líkt og hinir tveir sem höfðu verið handteknir. 18. janúar 2017 21:30
Útgerðarstjóri Polar Nanoq: Þetta er hræðilegt mál Þetta segir Jörgen Fossheim útgerðarstjóri Polar Nanoq í samtali við fréttastofu. 18. janúar 2017 18:21
Áhöfnin mun ekki sæta landgöngubanni Polar Nanoq kyrrsett á meðan lögreglan leitar. 18. janúar 2017 22:33