Hrokafullur Lazarov flúði frá íslenskum fjölmiðlum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 18. janúar 2017 21:52 Stórstjarna Makedóníu, Kiril Lazarov, vann sér ekki inn marga punkta hjá íslenskum fjölmiðlum í kvöld með hegðun sinni eftir tap Makedóníu gegn Spáni í kvöld. Fyrst lofaði Lazarov RÚV viðtali á leið sinni um viðtalssvæðið en sveik það svo með því að reyna að hlaupa í gegnum viðtalssvæðið eftir að hafa talað við nokkra makedónska fjölmiðla. Blaðamaður Vísis greip Lazarov á lokasprettinum út af svæðinu og það kom nú ekkert sérstakt bros á Makedónann er ofanritaður kynnti sig frá Íslandi. Ég byrjaði á að spyrja Lazarov út í svekkjandi tap. „Nei, nei, nei. Við erum mjög sáttir,“ sagði Lazarov hrokafullur en Makedónarnir voru mjög ósáttir við dómara leiksins og þeir eru líka ekkert allt of sáttir að fá aðeins 19 tíma hvíld fyrir leikinn gegn Íslandi á morgun. „Við höfum lítinn tíma til þess að jafna okkur í þessari íþrótt og nú erum við farnir að sofa. Ísland fékk meiri tíma til þess að undirbúa sig og verða ferskari en við.“ Ekki gafst kostur á frekari spurningum því Lazarov var farinn eftir þessar rúmu 20 sekúndur sem hann gaf Vísi. Hinn litskrúðugi þjálfari Makedóníu, Lino Cervar, var þungur á brún á blaðamannafundi eftir leikinn. „Það verður erfitt fyrir okkur að vera ferskir á morgun. Vonandi geta strákarnir samt sýnt karakter og þrautseigju gegn Íslandi. Það er nýr dagur á morgun,“ sagði Cervar en hann sagðist ekki vera til í að tala um Ísland er hann var inntur eftir því. Hann var enn að jafna sig á tapinu í kvöld.Ekki missa af neinu sem gerist á HM í Frakklandi. Vísir er með öflugt fréttateymi á mótinu sem færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Örlög strákanna okkar í þeirra höndum eftir sigur Spánverja Spánn kláraði Makedóníu á endasprettinum og lagði upp úrslitaleik um þriðja sætið fyrir Ísland. 18. janúar 2017 21:08 Geir: Allt galopið í báða enda Geir Sveinsson landsliðsþjálfari segir að þeir sem glími við meiðsli verði til í slaginn gegn Makedóníu annað kvöld. 18. janúar 2017 15:00 Guðjón Valur um besta mann Makedóníu: Hann er ekki góður varnarmaður Kiril Lazarov er frábær skytta og markavél mikil en varnarleikur er ekki hans sterkasta lið. 18. janúar 2017 20:00 Dagur og Guðmundur áfram með fullt hús eftir torsótta sigra Þýskaland lenti í vandræðum gegn Hvíta-Rússlandi og Danir áttu í basli með Barein. 18. janúar 2017 18:18 Arnar Freyr: Gömlu kallarnir eru líka fyndnir Hinn ungi og sterki Arnar Freyr Arnarsson hefur minnt á sig á sínu fyrsa stórmóti og sýnt á köflum hvers hann er megnugur. Flottur strákur sem á framtíðina fyrir sér. 18. janúar 2017 16:00 Mest lesið Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Fleiri fréttir Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Sjá meira
Stórstjarna Makedóníu, Kiril Lazarov, vann sér ekki inn marga punkta hjá íslenskum fjölmiðlum í kvöld með hegðun sinni eftir tap Makedóníu gegn Spáni í kvöld. Fyrst lofaði Lazarov RÚV viðtali á leið sinni um viðtalssvæðið en sveik það svo með því að reyna að hlaupa í gegnum viðtalssvæðið eftir að hafa talað við nokkra makedónska fjölmiðla. Blaðamaður Vísis greip Lazarov á lokasprettinum út af svæðinu og það kom nú ekkert sérstakt bros á Makedónann er ofanritaður kynnti sig frá Íslandi. Ég byrjaði á að spyrja Lazarov út í svekkjandi tap. „Nei, nei, nei. Við erum mjög sáttir,“ sagði Lazarov hrokafullur en Makedónarnir voru mjög ósáttir við dómara leiksins og þeir eru líka ekkert allt of sáttir að fá aðeins 19 tíma hvíld fyrir leikinn gegn Íslandi á morgun. „Við höfum lítinn tíma til þess að jafna okkur í þessari íþrótt og nú erum við farnir að sofa. Ísland fékk meiri tíma til þess að undirbúa sig og verða ferskari en við.“ Ekki gafst kostur á frekari spurningum því Lazarov var farinn eftir þessar rúmu 20 sekúndur sem hann gaf Vísi. Hinn litskrúðugi þjálfari Makedóníu, Lino Cervar, var þungur á brún á blaðamannafundi eftir leikinn. „Það verður erfitt fyrir okkur að vera ferskir á morgun. Vonandi geta strákarnir samt sýnt karakter og þrautseigju gegn Íslandi. Það er nýr dagur á morgun,“ sagði Cervar en hann sagðist ekki vera til í að tala um Ísland er hann var inntur eftir því. Hann var enn að jafna sig á tapinu í kvöld.Ekki missa af neinu sem gerist á HM í Frakklandi. Vísir er með öflugt fréttateymi á mótinu sem færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Örlög strákanna okkar í þeirra höndum eftir sigur Spánverja Spánn kláraði Makedóníu á endasprettinum og lagði upp úrslitaleik um þriðja sætið fyrir Ísland. 18. janúar 2017 21:08 Geir: Allt galopið í báða enda Geir Sveinsson landsliðsþjálfari segir að þeir sem glími við meiðsli verði til í slaginn gegn Makedóníu annað kvöld. 18. janúar 2017 15:00 Guðjón Valur um besta mann Makedóníu: Hann er ekki góður varnarmaður Kiril Lazarov er frábær skytta og markavél mikil en varnarleikur er ekki hans sterkasta lið. 18. janúar 2017 20:00 Dagur og Guðmundur áfram með fullt hús eftir torsótta sigra Þýskaland lenti í vandræðum gegn Hvíta-Rússlandi og Danir áttu í basli með Barein. 18. janúar 2017 18:18 Arnar Freyr: Gömlu kallarnir eru líka fyndnir Hinn ungi og sterki Arnar Freyr Arnarsson hefur minnt á sig á sínu fyrsa stórmóti og sýnt á köflum hvers hann er megnugur. Flottur strákur sem á framtíðina fyrir sér. 18. janúar 2017 16:00 Mest lesið Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Fleiri fréttir Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Sjá meira
Örlög strákanna okkar í þeirra höndum eftir sigur Spánverja Spánn kláraði Makedóníu á endasprettinum og lagði upp úrslitaleik um þriðja sætið fyrir Ísland. 18. janúar 2017 21:08
Geir: Allt galopið í báða enda Geir Sveinsson landsliðsþjálfari segir að þeir sem glími við meiðsli verði til í slaginn gegn Makedóníu annað kvöld. 18. janúar 2017 15:00
Guðjón Valur um besta mann Makedóníu: Hann er ekki góður varnarmaður Kiril Lazarov er frábær skytta og markavél mikil en varnarleikur er ekki hans sterkasta lið. 18. janúar 2017 20:00
Dagur og Guðmundur áfram með fullt hús eftir torsótta sigra Þýskaland lenti í vandræðum gegn Hvíta-Rússlandi og Danir áttu í basli með Barein. 18. janúar 2017 18:18
Arnar Freyr: Gömlu kallarnir eru líka fyndnir Hinn ungi og sterki Arnar Freyr Arnarsson hefur minnt á sig á sínu fyrsa stórmóti og sýnt á köflum hvers hann er megnugur. Flottur strákur sem á framtíðina fyrir sér. 18. janúar 2017 16:00