Leitin að Birnu: Tveir menn handteknir Birgir Olgeirsson skrifar 18. janúar 2017 18:23 Um hádegisbil í dag handtóku lögreglumenn í sérsveit ríkislögreglustjóra tvo menn um borð í grænlenska fiskiskipinu Polar Nanoq um það bil 90 mílur suðvestur af landinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Grími Grímssyni yfirlögregluþjóni sem stjórnar rannsókn á hvarfi Birnu Brjánsdóttur sem sást síðast á Laugavegi aðfaranótt laugardags.Grænlenski togarinn Polar Nanoq.víðir már hermannssonSérsveitarmenn tóku yfir stjórn skipsins Í tilkynningunni kemur fram að sérsveitarmenn frá embætti ríkislögreglustjóra hafi farið um borð í skipið úr þyrlu Landhelgisgæslunnar, TF LÍF. Þeir tóku yfir stjórn skipsins sem nú siglir til hafnar í Hafnarfirði. Ástæða aðgerðar lögreglu er sú að við rannsókn lögreglu á hvarfi Birnu Brjánsdóttur hafa vaknað grunsemdir um að þeir sem handteknir voru búi yfir upplýsingum um hvarf hennar. Enginn mótþrói sýndur Verða hinir handteknu yfirheyrðir við komuna til landsins. Segir Grímur að aðgerð sérsveitar ríkislögreglustjórans hafi tekist afar vel og var stýrt af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, ríkislögreglustjóranum og Landhelgisgæslu frá stjórnstöð Landhelgisgæslunnar. Enginn mótþrói var sýndur þegar lögreglumennirnir stigu um borð í skipið og tóku yfir stjórn þess.Fóru til móts við Polar Nanoq í gær Í gær fóru fjórir lögreglumenn frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu með þyrlu Landhelgisgæslunnar til móts við danska herskipið HDMS Triton og þar um borð. Skipið sigldi síðan til móts við Polar Nanoq. Skipin mættust við miðlínu á milli Íslands og Grænlands um kl. 6 í morgun. Fóru ekki um borð í gær Ekki varð af því að lögreglumennirnir færu um borð í grænlenska skipið þegar skipin mættust við miðlínu heldur var ákveðið að skipið sigldi áfram áleiðis til Hafnarfjarðar og þyrla Landhelgisgæslunnar flygi til móts við skipið með sérsveitarmenn ríkislögreglustjórans svo sem að framan greinir. HDMS Triton kemur til hafnar í Hafnarfirði á sama tíma og Polar Nanoq. Í tilkynningunni þakkar lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ríkislögreglustjóranum, Landhelgisgæslunni og áhöfn HDMS Triton fyrir samstarfið og veitta aðstoð.Mennirnir tveir grænlenskir Grímur sagði í beinni útsendingu við fréttastofu Stöðvar 2 að mennirnir tveir sem voru handteknir í Polar Nanoq séu grænlenskir. Aðspurður hvort mennirnir væru grunaðir um refsiverða háttsemi sagði Grímur: „Þeir eru taldir búa yfir upplýsingum um hvarf Birnu og hafa réttarstöðu grunaðs manns.“ Grímur segir að lögregluyfirvöld hafi lítið getað talað við mennina þar sem þeir eru ekki komnir til landsins en segir að ekki hafi verið farið í leit að Birnu í dag vegna upplýsinga frá mönnunum.Ástæða leitar björgunarsveitarmanna á Strandarheiði og við Hafnarfjarðarhöfn sé tilkomin vegna eldri ábendinga frá almenningi. Hann vildi ekki segja neitt frekar um mennina tvo sem voru handteknir, til dæmis aldur þeirra eða stöðu um borð.„Færumst nær lausninni“Í sjónvarpsfréttum RÚV sagði Grímur að mönnunum tveimur hafi verið kynnt sakarefni um borð en ekkert hafi komið fram í máli þeirra enn sem komið er. Í kvöld mun lögregla framkvæma leit í skipinu og fer meðal annars tæknideild um borð í skipið til að rannsaka það. Hann sagði rannsókn málsins miða vel og verið sé að raða saman brotum. „Við færumst nær lausninni,“ sagði Grímur við RÚV. Hann sagði að fjölmiðlaumfjöllun hefði torveldað lögregluaðgerð vegna málsins en ekki skemmt hana. Hann sagði lögreglu reyna að halda sakargögnum þannig að þau spillist síður og því óþægilegt þegar fjallað er um það. Hann sagði lögreglu engu nær um það hvar Birnu er að finna. Hann sagði enga ástæðu að ætla að Birna hafi á einhverjum tímapunkti farið um borð í skipið. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Útgerð Polar Nanoq: Engin kæra verið lögð fram á hendur neinum í áhöfninni Útgerðin heitir því að veita lögreglu alla mögulega aðstoð við rannsókn málsins. 18. janúar 2017 10:14 Eigendur grænlenska togarans: Skipverjar hissa, ringlaðir og ákváðu sjálfir að snúa við skipinu Engin eftirlitsmyndavél við Hafnarfjarðarhöfn beinist að þeim stað þar sem skór Birnu Brjánsdóttur fundust á mánudagskvöld. 18. janúar 2017 05:00 Sérsveitarmenn komnir um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar Myndskeið sýnir sérsveitamenn fara í TF-LÍF, þyrlu LHG. 18. janúar 2017 12:36 Grænlenski togarinn leggst að bryggju í Hafnarfjarðarhöfn Búist við Polar Nanoq klukkan 23. 18. janúar 2017 10:25 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Um hádegisbil í dag handtóku lögreglumenn í sérsveit ríkislögreglustjóra tvo menn um borð í grænlenska fiskiskipinu Polar Nanoq um það bil 90 mílur suðvestur af landinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Grími Grímssyni yfirlögregluþjóni sem stjórnar rannsókn á hvarfi Birnu Brjánsdóttur sem sást síðast á Laugavegi aðfaranótt laugardags.Grænlenski togarinn Polar Nanoq.víðir már hermannssonSérsveitarmenn tóku yfir stjórn skipsins Í tilkynningunni kemur fram að sérsveitarmenn frá embætti ríkislögreglustjóra hafi farið um borð í skipið úr þyrlu Landhelgisgæslunnar, TF LÍF. Þeir tóku yfir stjórn skipsins sem nú siglir til hafnar í Hafnarfirði. Ástæða aðgerðar lögreglu er sú að við rannsókn lögreglu á hvarfi Birnu Brjánsdóttur hafa vaknað grunsemdir um að þeir sem handteknir voru búi yfir upplýsingum um hvarf hennar. Enginn mótþrói sýndur Verða hinir handteknu yfirheyrðir við komuna til landsins. Segir Grímur að aðgerð sérsveitar ríkislögreglustjórans hafi tekist afar vel og var stýrt af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, ríkislögreglustjóranum og Landhelgisgæslu frá stjórnstöð Landhelgisgæslunnar. Enginn mótþrói var sýndur þegar lögreglumennirnir stigu um borð í skipið og tóku yfir stjórn þess.Fóru til móts við Polar Nanoq í gær Í gær fóru fjórir lögreglumenn frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu með þyrlu Landhelgisgæslunnar til móts við danska herskipið HDMS Triton og þar um borð. Skipið sigldi síðan til móts við Polar Nanoq. Skipin mættust við miðlínu á milli Íslands og Grænlands um kl. 6 í morgun. Fóru ekki um borð í gær Ekki varð af því að lögreglumennirnir færu um borð í grænlenska skipið þegar skipin mættust við miðlínu heldur var ákveðið að skipið sigldi áfram áleiðis til Hafnarfjarðar og þyrla Landhelgisgæslunnar flygi til móts við skipið með sérsveitarmenn ríkislögreglustjórans svo sem að framan greinir. HDMS Triton kemur til hafnar í Hafnarfirði á sama tíma og Polar Nanoq. Í tilkynningunni þakkar lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ríkislögreglustjóranum, Landhelgisgæslunni og áhöfn HDMS Triton fyrir samstarfið og veitta aðstoð.Mennirnir tveir grænlenskir Grímur sagði í beinni útsendingu við fréttastofu Stöðvar 2 að mennirnir tveir sem voru handteknir í Polar Nanoq séu grænlenskir. Aðspurður hvort mennirnir væru grunaðir um refsiverða háttsemi sagði Grímur: „Þeir eru taldir búa yfir upplýsingum um hvarf Birnu og hafa réttarstöðu grunaðs manns.“ Grímur segir að lögregluyfirvöld hafi lítið getað talað við mennina þar sem þeir eru ekki komnir til landsins en segir að ekki hafi verið farið í leit að Birnu í dag vegna upplýsinga frá mönnunum.Ástæða leitar björgunarsveitarmanna á Strandarheiði og við Hafnarfjarðarhöfn sé tilkomin vegna eldri ábendinga frá almenningi. Hann vildi ekki segja neitt frekar um mennina tvo sem voru handteknir, til dæmis aldur þeirra eða stöðu um borð.„Færumst nær lausninni“Í sjónvarpsfréttum RÚV sagði Grímur að mönnunum tveimur hafi verið kynnt sakarefni um borð en ekkert hafi komið fram í máli þeirra enn sem komið er. Í kvöld mun lögregla framkvæma leit í skipinu og fer meðal annars tæknideild um borð í skipið til að rannsaka það. Hann sagði rannsókn málsins miða vel og verið sé að raða saman brotum. „Við færumst nær lausninni,“ sagði Grímur við RÚV. Hann sagði að fjölmiðlaumfjöllun hefði torveldað lögregluaðgerð vegna málsins en ekki skemmt hana. Hann sagði lögreglu reyna að halda sakargögnum þannig að þau spillist síður og því óþægilegt þegar fjallað er um það. Hann sagði lögreglu engu nær um það hvar Birnu er að finna. Hann sagði enga ástæðu að ætla að Birna hafi á einhverjum tímapunkti farið um borð í skipið.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Útgerð Polar Nanoq: Engin kæra verið lögð fram á hendur neinum í áhöfninni Útgerðin heitir því að veita lögreglu alla mögulega aðstoð við rannsókn málsins. 18. janúar 2017 10:14 Eigendur grænlenska togarans: Skipverjar hissa, ringlaðir og ákváðu sjálfir að snúa við skipinu Engin eftirlitsmyndavél við Hafnarfjarðarhöfn beinist að þeim stað þar sem skór Birnu Brjánsdóttur fundust á mánudagskvöld. 18. janúar 2017 05:00 Sérsveitarmenn komnir um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar Myndskeið sýnir sérsveitamenn fara í TF-LÍF, þyrlu LHG. 18. janúar 2017 12:36 Grænlenski togarinn leggst að bryggju í Hafnarfjarðarhöfn Búist við Polar Nanoq klukkan 23. 18. janúar 2017 10:25 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Útgerð Polar Nanoq: Engin kæra verið lögð fram á hendur neinum í áhöfninni Útgerðin heitir því að veita lögreglu alla mögulega aðstoð við rannsókn málsins. 18. janúar 2017 10:14
Eigendur grænlenska togarans: Skipverjar hissa, ringlaðir og ákváðu sjálfir að snúa við skipinu Engin eftirlitsmyndavél við Hafnarfjarðarhöfn beinist að þeim stað þar sem skór Birnu Brjánsdóttur fundust á mánudagskvöld. 18. janúar 2017 05:00
Sérsveitarmenn komnir um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar Myndskeið sýnir sérsveitamenn fara í TF-LÍF, þyrlu LHG. 18. janúar 2017 12:36
Grænlenski togarinn leggst að bryggju í Hafnarfjarðarhöfn Búist við Polar Nanoq klukkan 23. 18. janúar 2017 10:25