Leitin að Birnu: Framvinda í rannsókninni sem er á viðkvæmu stigi Oddur Ævar Gunnarsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 17. janúar 2017 19:10 Grímur Grímsson yfirmaður rannsóknar á hvarfi Birnu Brjánsdóttur. vísir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, segir framvinda hafi orðið í rannsókninni en hún sé viðkvæmu stigi. Enginn sé hins vegar grunaður í málinu, enginn hefur verið yfirheyrður og ekki hefur verið lýst eftir neinum. Sömu aðferðum er beitt við rannsóknina og gert er í sakamálum. Þetta kom fram í viðtali við Grím kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Grímur segir að lögreglan hafi í dag unnið hefðbundin lögreglustörf og hafi unnið við öflun upplýsinga. Hún hafi fengið töluverðar upplýsingar úr myndavélakerfum. „Við höfum verið að raða saman þessum upplýsingum og það má segja að það hafi orðið framvinda í málinu en rannsóknin er á viðkvæmu stigi og get ekki tjáð mig um hvar hún er stödd,“ segir Grímur.Erfitt með að setja sakamálastimpil á málið Spurður um bílinn í Hlíðarsmára segir Grímur að fram hafi komið að lögreglan rannsaki marga, rauða Kia Rio-bíla og eru þeir rannsakaðir eftir ákveðinni forgangsröð. Bíllinn í dag gæti verið sá fyrsti af mörgum sem tekinn verður til skoðunar af lögreglu, en Grímur getur ekki staðfest að þetta sé sami bíll og sést á myndavélaupptökum á Laugarvegi. Þá getur hann heldur ekki staðfest að lögreglan sé að reyna að ná tali af grænlenskum sjómönnum af togaranum Polar Nanoq. „Ég get ekki staðfest að við séum að reyna að ná tali af grænlenskum sjómönnum eða yfirleitt af neinum. Það er enginn grunaður í þessu máli í augnablikinu, við höfum ekki yfirheyrt neinn eða lýst eftir neinum.“ Grímur segir að hann eigi erfitt með að setja sakmálastimpil á málið. Hins vegar sé það svo að það sé orðið mjög langt síðan að það spurðist til Birnu.Fólk fundið til að þessi unga kona sé horfin „Skórnir hennar fundust í gærkvöldi þannig að við erum hér eftir sem hingað til að beita öllum þeim aðferðum sem við notum við rannsókn sakamála, það er enginn munur hvað það varðar. Kannski er ég að snúa út úr þegar ég segi að þetta sé ekki sakamál en ég á bara erfitt með að setja þann stimpil á það,“ segir Grímur. Hvarf Birnu hefur vakið gríðarlega athygli og lögreglan hefur ítrekað biðlað til almennings eftir upplýsingum um ferðir Birnu og mögulegar vísbendingar. Aðspurður hvort að það hafi hjálpað eða torveldað rannsóknina að málið hafi verið rekið svo mikið fyrir almenningi segir Grímur: „Við höfðuðum til fólks að við fengjum upplýsingar. Fólk hefur líka fundið til að þessi unga kona sé horfin og það hefur verið erfitt að sinna fjölmiðlum, það tekur mikinn tíma frá rannsókninni en er engu að síður mikilvægt. Það hefur líka verið hagur í því að fólk hefur verið að leita og það er augljóst að benda á það að það voru tveir almennir borgarar sem fundu skóna hennar Birnu.“ Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Lögreglan skoðar tengsl grænlenskra sjómanna við hvarf Birnu Lögreglan fékk í morgun lista yfir skipverja á grænlenska skipinu Polar Nanoq vegna rannsóknar á hvarfi Birnu Brjánsdóttur. 17. janúar 2017 18:10 Leitin að Birnu: Skoða upptökur úr öryggismyndavélum fyrirtækja við Óseyrarbraut Skópar áþekkt því sem Birna Brjánsdóttir klæddist þegar hún hvarf sporlaust fannst við birgðastöð Atlantsolíu á tólfta tímanum í gærkvöldi. 17. janúar 2017 10:30 Lögregla hefur lagt hald á rauða Kia Rio bifreið Bíllinn var dreginn af bílastæði við Hlíðarsmára í Kópavogi. 17. janúar 2017 15:12 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira
Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, segir framvinda hafi orðið í rannsókninni en hún sé viðkvæmu stigi. Enginn sé hins vegar grunaður í málinu, enginn hefur verið yfirheyrður og ekki hefur verið lýst eftir neinum. Sömu aðferðum er beitt við rannsóknina og gert er í sakamálum. Þetta kom fram í viðtali við Grím kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Grímur segir að lögreglan hafi í dag unnið hefðbundin lögreglustörf og hafi unnið við öflun upplýsinga. Hún hafi fengið töluverðar upplýsingar úr myndavélakerfum. „Við höfum verið að raða saman þessum upplýsingum og það má segja að það hafi orðið framvinda í málinu en rannsóknin er á viðkvæmu stigi og get ekki tjáð mig um hvar hún er stödd,“ segir Grímur.Erfitt með að setja sakamálastimpil á málið Spurður um bílinn í Hlíðarsmára segir Grímur að fram hafi komið að lögreglan rannsaki marga, rauða Kia Rio-bíla og eru þeir rannsakaðir eftir ákveðinni forgangsröð. Bíllinn í dag gæti verið sá fyrsti af mörgum sem tekinn verður til skoðunar af lögreglu, en Grímur getur ekki staðfest að þetta sé sami bíll og sést á myndavélaupptökum á Laugarvegi. Þá getur hann heldur ekki staðfest að lögreglan sé að reyna að ná tali af grænlenskum sjómönnum af togaranum Polar Nanoq. „Ég get ekki staðfest að við séum að reyna að ná tali af grænlenskum sjómönnum eða yfirleitt af neinum. Það er enginn grunaður í þessu máli í augnablikinu, við höfum ekki yfirheyrt neinn eða lýst eftir neinum.“ Grímur segir að hann eigi erfitt með að setja sakmálastimpil á málið. Hins vegar sé það svo að það sé orðið mjög langt síðan að það spurðist til Birnu.Fólk fundið til að þessi unga kona sé horfin „Skórnir hennar fundust í gærkvöldi þannig að við erum hér eftir sem hingað til að beita öllum þeim aðferðum sem við notum við rannsókn sakamála, það er enginn munur hvað það varðar. Kannski er ég að snúa út úr þegar ég segi að þetta sé ekki sakamál en ég á bara erfitt með að setja þann stimpil á það,“ segir Grímur. Hvarf Birnu hefur vakið gríðarlega athygli og lögreglan hefur ítrekað biðlað til almennings eftir upplýsingum um ferðir Birnu og mögulegar vísbendingar. Aðspurður hvort að það hafi hjálpað eða torveldað rannsóknina að málið hafi verið rekið svo mikið fyrir almenningi segir Grímur: „Við höfðuðum til fólks að við fengjum upplýsingar. Fólk hefur líka fundið til að þessi unga kona sé horfin og það hefur verið erfitt að sinna fjölmiðlum, það tekur mikinn tíma frá rannsókninni en er engu að síður mikilvægt. Það hefur líka verið hagur í því að fólk hefur verið að leita og það er augljóst að benda á það að það voru tveir almennir borgarar sem fundu skóna hennar Birnu.“
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Lögreglan skoðar tengsl grænlenskra sjómanna við hvarf Birnu Lögreglan fékk í morgun lista yfir skipverja á grænlenska skipinu Polar Nanoq vegna rannsóknar á hvarfi Birnu Brjánsdóttur. 17. janúar 2017 18:10 Leitin að Birnu: Skoða upptökur úr öryggismyndavélum fyrirtækja við Óseyrarbraut Skópar áþekkt því sem Birna Brjánsdóttir klæddist þegar hún hvarf sporlaust fannst við birgðastöð Atlantsolíu á tólfta tímanum í gærkvöldi. 17. janúar 2017 10:30 Lögregla hefur lagt hald á rauða Kia Rio bifreið Bíllinn var dreginn af bílastæði við Hlíðarsmára í Kópavogi. 17. janúar 2017 15:12 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira
Lögreglan skoðar tengsl grænlenskra sjómanna við hvarf Birnu Lögreglan fékk í morgun lista yfir skipverja á grænlenska skipinu Polar Nanoq vegna rannsóknar á hvarfi Birnu Brjánsdóttur. 17. janúar 2017 18:10
Leitin að Birnu: Skoða upptökur úr öryggismyndavélum fyrirtækja við Óseyrarbraut Skópar áþekkt því sem Birna Brjánsdóttir klæddist þegar hún hvarf sporlaust fannst við birgðastöð Atlantsolíu á tólfta tímanum í gærkvöldi. 17. janúar 2017 10:30
Lögregla hefur lagt hald á rauða Kia Rio bifreið Bíllinn var dreginn af bílastæði við Hlíðarsmára í Kópavogi. 17. janúar 2017 15:12