Smá komment um komment Óli Gneisti Sóleyjarson skrifar 18. janúar 2017 07:00 Mig langar að rita örfá orð í tilefni greinar Stefáns Mána í Fréttablaðinu 17. janúar um athugasemdakerfi vefmiðla. Ég geri fastlega ráð fyrir að þau séu meira virði, að mati Stefáns, sem grein heldur en sem komment. Fyrir ekki svo löngu síðan gaf ég út spil sem heitir #Kommentakerfið. Það var ádeila mín á sömu umræðuhefð og Stefán Máni er að tala um. En mín ádeila var frá allt öðru sjónarhorni því ég held að athugasemdakerfin geti verið dásamleg ef miðlarnir sem hýsa þau leggja sig örlítið fram. Athugasemdakerfin geta nefnilega verið alveg frábært aðhald fyrir fjölmiðla. Þar getur almenningur bent á rangfærslur í fréttum og jafnvel á sjónarhorn sem farið hefur fram hjá fjölmiðlum. Ég veit auðvitað að svoleiðis athugasemdir ná oft að kafna bæði í heimsku sem og kjaftæði um hluti sem tengjast ekki einu sinni fréttinni sem ætti að vera til umræðu. En það eru alveg til lausnir á þessu. Bestu athugasemdakerfin á vefnum eru þau sem eru með milda ritstjórn. Sú gengur ekki einu sinni út á að eyða vondum athugasemdum heldur að taka þær úr umferð. Ritstjórar athugasemdakerfanna, sem er staða sem þarf að vera til hjá vefmiðlum sem bjóða upp á komment, merkja athugasemdir sem þeir telja að eigi ekki heima í umræðunni. Þær eru þá faldar þannig að lesendur þurfa sérstaklega að smella á þær til þess að lesa þær. Þannig missa þessar athugasemdir kraft sinn. Það má líka taka þá sem eru of oft í ruglinu úr umferð þannig að það þurfi einhver að lesa yfir athugasemdir þeirra áður en þær birtast. Gagn athugasemda sést þar sem þær ekki birtast. Í þessum mánuði birti Kjarninn tvær greinar eftir Heiðar Guðjónsson. Maður gæti haldið að Heiðar hefði valið greinum sínum birtingarstað sérstaklega út frá því að Kjarninn leyfir ekki athugasemdir. Greinarnar voru nefnilega uppfullar af staðreyndavillum sem auðvelt hefði verið að leiðrétta í athugasemdum en án athugasemdakerfis fá villurnar að standa óleiðréttar. Fjölmiðill sem leyfir ekki athugasemdir þarf að stunda miklu virkari staðreyndavakt í skrifum sem þar birtast. Þegar maður er þekktur rithöfundur sem fær birtar aðsendar greinar sínar í blöðum sem eru send á flest heimili í landinu þá skilur maður kannski ekki að tjáningarfrelsi er ekki alltaf sjálfgefið eða auðvelt. Stefán Máni stingur upp á að fólk deili fréttum með eigin athugasemdum á samfélagsmiðlum í stað þess að nota athugasemdakerfi. Málið er að þannig myndum við bara einangra enn frekar þá þægindabólu sem við höfum, með hjálp samfélagsmiðla, búið til fyrir okkur. Við þyrftum aldrei að horfa upp á allt þetta óþægilega fólk sem er ósammála okkur og yrðum þá enn meira hissa þegar þetta fólk tekur sig saman og kýs Donald Trump. Lýðræði krefst meiri rökræðu en ekki minni.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir „No comment” Flestir íslenskir fjölmiðlar halda úti fréttaveitu á netinu, og flestir íslenskir fjölmiðlar lifa á auglýsingatekjum. Í hvert sinn sem við smellum á frétt á vefnum bætist við tala á teljara í bakgrunninum 17. janúar 2017 07:00 Mest lesið Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Mig langar að rita örfá orð í tilefni greinar Stefáns Mána í Fréttablaðinu 17. janúar um athugasemdakerfi vefmiðla. Ég geri fastlega ráð fyrir að þau séu meira virði, að mati Stefáns, sem grein heldur en sem komment. Fyrir ekki svo löngu síðan gaf ég út spil sem heitir #Kommentakerfið. Það var ádeila mín á sömu umræðuhefð og Stefán Máni er að tala um. En mín ádeila var frá allt öðru sjónarhorni því ég held að athugasemdakerfin geti verið dásamleg ef miðlarnir sem hýsa þau leggja sig örlítið fram. Athugasemdakerfin geta nefnilega verið alveg frábært aðhald fyrir fjölmiðla. Þar getur almenningur bent á rangfærslur í fréttum og jafnvel á sjónarhorn sem farið hefur fram hjá fjölmiðlum. Ég veit auðvitað að svoleiðis athugasemdir ná oft að kafna bæði í heimsku sem og kjaftæði um hluti sem tengjast ekki einu sinni fréttinni sem ætti að vera til umræðu. En það eru alveg til lausnir á þessu. Bestu athugasemdakerfin á vefnum eru þau sem eru með milda ritstjórn. Sú gengur ekki einu sinni út á að eyða vondum athugasemdum heldur að taka þær úr umferð. Ritstjórar athugasemdakerfanna, sem er staða sem þarf að vera til hjá vefmiðlum sem bjóða upp á komment, merkja athugasemdir sem þeir telja að eigi ekki heima í umræðunni. Þær eru þá faldar þannig að lesendur þurfa sérstaklega að smella á þær til þess að lesa þær. Þannig missa þessar athugasemdir kraft sinn. Það má líka taka þá sem eru of oft í ruglinu úr umferð þannig að það þurfi einhver að lesa yfir athugasemdir þeirra áður en þær birtast. Gagn athugasemda sést þar sem þær ekki birtast. Í þessum mánuði birti Kjarninn tvær greinar eftir Heiðar Guðjónsson. Maður gæti haldið að Heiðar hefði valið greinum sínum birtingarstað sérstaklega út frá því að Kjarninn leyfir ekki athugasemdir. Greinarnar voru nefnilega uppfullar af staðreyndavillum sem auðvelt hefði verið að leiðrétta í athugasemdum en án athugasemdakerfis fá villurnar að standa óleiðréttar. Fjölmiðill sem leyfir ekki athugasemdir þarf að stunda miklu virkari staðreyndavakt í skrifum sem þar birtast. Þegar maður er þekktur rithöfundur sem fær birtar aðsendar greinar sínar í blöðum sem eru send á flest heimili í landinu þá skilur maður kannski ekki að tjáningarfrelsi er ekki alltaf sjálfgefið eða auðvelt. Stefán Máni stingur upp á að fólk deili fréttum með eigin athugasemdum á samfélagsmiðlum í stað þess að nota athugasemdakerfi. Málið er að þannig myndum við bara einangra enn frekar þá þægindabólu sem við höfum, með hjálp samfélagsmiðla, búið til fyrir okkur. Við þyrftum aldrei að horfa upp á allt þetta óþægilega fólk sem er ósammála okkur og yrðum þá enn meira hissa þegar þetta fólk tekur sig saman og kýs Donald Trump. Lýðræði krefst meiri rökræðu en ekki minni.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
„No comment” Flestir íslenskir fjölmiðlar halda úti fréttaveitu á netinu, og flestir íslenskir fjölmiðlar lifa á auglýsingatekjum. Í hvert sinn sem við smellum á frétt á vefnum bætist við tala á teljara í bakgrunninum 17. janúar 2017 07:00
Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen Skoðun
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen Skoðun