Hugsun í höftum Þröstur Ólafsson skrifar 18. janúar 2017 07:00 Íslendingar á eftirlaunaaldri eru aldir upp í samfélagi sem þar sem haftahugsun var ríkjandi. Þjóðfélagið var að feta sig út úr einþættu, fátæku og harðneskjulegu bændasamfélagi, þar sem starfsstéttum var markaður bás. Mektugri bændur ásamt embættismönnum höfðu tögl og hagldir, meðan leiguliðar og vinnufólk bjó við áhrifa- og valdaleysi. Þeir síðarnefndu sem ánauðugir í vistabandi. Persónulegt frelsi var framandi og mörgum ógnvekjandi. Þar sem við vorum hluti af danska ríkinu lutum við þeim viðskiptareglum sem þar giltu. Fyrra stríðið og kreppan mikla ýttu undir hugmyndir sem treystu flóknu haftakerfi fyrir velferð þjóðarinnar. Við komum á fót bæði inn- sem og útflutningshöftum. Á framleiðslu og sölu búvara voru sett ströng boð og bönn, þar sem hvers konar samkeppni var úthýst. Þetta fyrirkomulag lifir enn góðu lífi. Viðskipti með gjaldmiðla sem nothæfir voru erlendis voru í ströngum höftum. Verðlagshöft voru innanlands. Atvinnusvæðum innanlands var skipt upp eftir sveita- og bæjarmörkum. Á flestum sviðum samfélagsins ríkti hugsun takmarkana, boða, banna og hafta. Höftin linuð Eftir það umrót sem kom á íslenskt samfélag í seinna stríði og með langvarandi dvöl fjölmenns bandarísks hers var brugðist við efnahagserfiðleikum þess tíma með hertri haftastefnu. Meðan nágrannaþjóðir losuðu haftaskrúfur stríðstímans, tókum við að herða þær. Það var eins og sú hugsun væri nærtækust og okkur eðlislæg. Það var í reynd ekki fyrr en með inngöngunni í EFTA sem fer að örla fyrir opnara hugarfari hvað viðskipti snerti. Þar ruddi brautina Alþýðuflokkur Gylfa Þ. Inngangan átti mjög á brattann að sækja ekki hvað síst – en þó ekki bara – hjá stjórnmálaflokkum, sem í hugmyndavopnabúri sínu litu á lokað hagkerfi sem meginviðmiðun. Þeir töldu og telja enn að lokun sé árangursríkari aðgerð en opnun. Það er svo ekki fyrr en með samningnum um EES sem þjóðin horfir framan í og tekst á við opið fjölþjóðlegt viðskiptaumhverfi sem grundvallast á frjálsri samkeppni á markaði með samræmdar reglur. Mikil andstaða var innanlands við þessa opnun. Hún var talin fela í sér upphaf glötunar fullveldis þjóðarinnar. Landráð lágu í loftinu. Fyrirfram gefnar niðurstöður Samningurinn um EES var fjarri því að vera fullkominn. Þar vantaði bæði skýrari ákvæði um fjármagnsflutninga og alþjóðlega bankastarfsemi; viðskiptasvið sem ekki knúðu dyra hérlendis þá. Stærsti annmarki samningsins var þó sá, að undanþiggja landbúnað og skylda starfsemi. Samtímis við EES-samninginn, var viðræðulota í Doha um lækkun innflutningstolla og linun hafta í viðskiptum með landbúnaðarafurðir. Það hefði breytt miklu bæði fyrir neytendur og framleiðendur, ef tekið hefði verið skref í þá átt að opna fyrir samkeppni með iðnaðartengda framleiðslu s.s. alifugla og svín. Áframhaldandi innflutningsbann leiddi til stöðnunar í greinunum. Afleiðing þess veldur hærra verði og kallar sífellt á meiri opinbera styrki. Það eru dapurleg örlög íslensks landbúnaðar að lifa á ríkisframfæri. Jón Baldvin hafði gert það að skilyrði til myndunar nýrrar ríkisstjórnar 1991 að EES-samningurinn yrði samþykktur. Sjálfstæðisflokkurinn féllst á það. Jafnframt þvertók flokkurinn fyrir nokkra opnun eða tilslökun, sem máli skipti í landbúnaðarviðræðunum í Doha. Trú flokksins á getu og lífseiglu íslensks landbúnaðar var ekki meiri en svo, að þeir gáfu sér það að óreyndu, að bæði iðnaðartengdur sem og hefðbundinn landbúnaður myndu líða undir lok, ef opnað yrði fyrir samkeppni. Þar skyldu höftin ríkja áfram. Þessi rótgróna trú á græðimögn hafta og fyrirfram gefnar skaðvænar niðurstöður er arfur fortíðar, sem enn er bæði sprelllifandi og mótar pólitíska stefnumótun, svo sem þegar fyrrverandi stjórnarflokkar gefa sér fyrirfram háskalegar lyktir úr samningaviðræðunum við ESB. Ályktunarhæfni í álögum. Hræðslan er slæmur ráðgjafi. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þröstur Ólafsson Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Sjá meira
Íslendingar á eftirlaunaaldri eru aldir upp í samfélagi sem þar sem haftahugsun var ríkjandi. Þjóðfélagið var að feta sig út úr einþættu, fátæku og harðneskjulegu bændasamfélagi, þar sem starfsstéttum var markaður bás. Mektugri bændur ásamt embættismönnum höfðu tögl og hagldir, meðan leiguliðar og vinnufólk bjó við áhrifa- og valdaleysi. Þeir síðarnefndu sem ánauðugir í vistabandi. Persónulegt frelsi var framandi og mörgum ógnvekjandi. Þar sem við vorum hluti af danska ríkinu lutum við þeim viðskiptareglum sem þar giltu. Fyrra stríðið og kreppan mikla ýttu undir hugmyndir sem treystu flóknu haftakerfi fyrir velferð þjóðarinnar. Við komum á fót bæði inn- sem og útflutningshöftum. Á framleiðslu og sölu búvara voru sett ströng boð og bönn, þar sem hvers konar samkeppni var úthýst. Þetta fyrirkomulag lifir enn góðu lífi. Viðskipti með gjaldmiðla sem nothæfir voru erlendis voru í ströngum höftum. Verðlagshöft voru innanlands. Atvinnusvæðum innanlands var skipt upp eftir sveita- og bæjarmörkum. Á flestum sviðum samfélagsins ríkti hugsun takmarkana, boða, banna og hafta. Höftin linuð Eftir það umrót sem kom á íslenskt samfélag í seinna stríði og með langvarandi dvöl fjölmenns bandarísks hers var brugðist við efnahagserfiðleikum þess tíma með hertri haftastefnu. Meðan nágrannaþjóðir losuðu haftaskrúfur stríðstímans, tókum við að herða þær. Það var eins og sú hugsun væri nærtækust og okkur eðlislæg. Það var í reynd ekki fyrr en með inngöngunni í EFTA sem fer að örla fyrir opnara hugarfari hvað viðskipti snerti. Þar ruddi brautina Alþýðuflokkur Gylfa Þ. Inngangan átti mjög á brattann að sækja ekki hvað síst – en þó ekki bara – hjá stjórnmálaflokkum, sem í hugmyndavopnabúri sínu litu á lokað hagkerfi sem meginviðmiðun. Þeir töldu og telja enn að lokun sé árangursríkari aðgerð en opnun. Það er svo ekki fyrr en með samningnum um EES sem þjóðin horfir framan í og tekst á við opið fjölþjóðlegt viðskiptaumhverfi sem grundvallast á frjálsri samkeppni á markaði með samræmdar reglur. Mikil andstaða var innanlands við þessa opnun. Hún var talin fela í sér upphaf glötunar fullveldis þjóðarinnar. Landráð lágu í loftinu. Fyrirfram gefnar niðurstöður Samningurinn um EES var fjarri því að vera fullkominn. Þar vantaði bæði skýrari ákvæði um fjármagnsflutninga og alþjóðlega bankastarfsemi; viðskiptasvið sem ekki knúðu dyra hérlendis þá. Stærsti annmarki samningsins var þó sá, að undanþiggja landbúnað og skylda starfsemi. Samtímis við EES-samninginn, var viðræðulota í Doha um lækkun innflutningstolla og linun hafta í viðskiptum með landbúnaðarafurðir. Það hefði breytt miklu bæði fyrir neytendur og framleiðendur, ef tekið hefði verið skref í þá átt að opna fyrir samkeppni með iðnaðartengda framleiðslu s.s. alifugla og svín. Áframhaldandi innflutningsbann leiddi til stöðnunar í greinunum. Afleiðing þess veldur hærra verði og kallar sífellt á meiri opinbera styrki. Það eru dapurleg örlög íslensks landbúnaðar að lifa á ríkisframfæri. Jón Baldvin hafði gert það að skilyrði til myndunar nýrrar ríkisstjórnar 1991 að EES-samningurinn yrði samþykktur. Sjálfstæðisflokkurinn féllst á það. Jafnframt þvertók flokkurinn fyrir nokkra opnun eða tilslökun, sem máli skipti í landbúnaðarviðræðunum í Doha. Trú flokksins á getu og lífseiglu íslensks landbúnaðar var ekki meiri en svo, að þeir gáfu sér það að óreyndu, að bæði iðnaðartengdur sem og hefðbundinn landbúnaður myndu líða undir lok, ef opnað yrði fyrir samkeppni. Þar skyldu höftin ríkja áfram. Þessi rótgróna trú á græðimögn hafta og fyrirfram gefnar skaðvænar niðurstöður er arfur fortíðar, sem enn er bæði sprelllifandi og mótar pólitíska stefnumótun, svo sem þegar fyrrverandi stjórnarflokkar gefa sér fyrirfram háskalegar lyktir úr samningaviðræðunum við ESB. Ályktunarhæfni í álögum. Hræðslan er slæmur ráðgjafi. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar