Lögregla hefur lagt hald á rauða Kia Rio bifreið Kolbeinn Tumi Daðason, Sunna Karen Sigurþórsdóttir, Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Sveinn Arnarsson skrifa 17. janúar 2017 15:12 Bíllinn dreginn af bílastæðinu við Hlíðarsmára. Vísir Tæknideild lögreglu sótti í hádeginu í dag rauða Kia Rio-bifreið sem var í leigu hjá starfsmanni fyrirtækis í Hlíðarsmáranum í Kópavogi. Umræddur starfsmaður tók bílinn á leigu í gær en hafði hann ekki til umráða um helgina. Samkvæmt öruggum heimildum fréttastofu höfðu erlendir ríkisborgarar tekið bílinn á leigu seinni partinn á föstudegi og skiluðu þeir honum af sér á laugardegi. Fram hefur komið að rauð Kia Rio-bifreið sást á eftirlitsmyndavél á Laugaveginum um það leyti sem Birna Brjánsdóttir sást síðast, klukkan 5:25 að morgni laugardags. Síðan hefur ekkert til hennar spurst. Skór sem taldir eru vera hennar fundust við Hafnarfjarðarhöfn í gærkvöldi. Bíllinn er fimm dyra rauður Kia Rio, árgerð 2015, sem passar við þá bifreið sem lögreglan hefur verið að leita að. Bíllinn var áður talinn þriggja dyra en lögregla hefur áréttað að um fimm dyra bíl sé að ræða.Þurfa mögulega að leggja hald á fleiri bíla Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á hvarfi Birnu, staðfestir að lögreglan hafi lagt hald á bílinni í tengslum við rannsóknina en vill ekkert segja varðandi það hver var með bílinn á leigu og hvenær. Þá segir hann aðspurður að enginn hafi réttarstöðu sakbornings í málinu. Hann útilokar ekki að ökumaður bílsins sem lögreglan leitar enn að sé farinn úr landi. Alls eru 126 rauðir Kia Rio-bílar af þessari gerð á landinu. Grímur segir mögulegt að lögreglan þurfi að leggja hald á fleiri bíla í tengslum við rannsóknina. „Það er alveg mögulegt að við þurfum að leggja hald á einn eða tvo eða fleiri í þessari rannsókn til að staðfesta eitthvað eða til að staðfesta að einhver grunur sé ekki eins og við höfum haldið. Þessi bíll er hluti af rannsókn málsins en ég get ekkert staðfest meira en það, hvort það hafi verið einhverjar vísbendingar í bílnum,“ segir Grímur. Lögreglan gengur út frá því og miðar það við símagögn að Birna hafi farið upp í bíl í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt laugardags, þegar seinast sást til hennar á Laugavegi, og farið með bílnum áleiðis til Hafnarfjarðar þar síminn hennar næst á merki við Flatahraun áður en einhver slekkur á honum. Ekki liggur þó ljóst fyrir hvar í miðbænum hún fór upp í bílinn.Fréttin hefur verið uppfærð. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Atburðir næturinnar: Fundu skó eins og Birna var í en umfangsmikil leit við Hafnarfjarðarhöfn engu skilað "Þetta verður ömurlega með hverri einustu mínútu sem líður og það er afar alvarlegt þegar svona langur tími er liðinn,“ segir Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn sem fer fyrir rannsóknnni á máli Birnu Brjánsdóttur. 17. janúar 2017 06:30 Lykilúrskurður fyrir rannsókn lögreglu: Fá leyfi til að skoða farsíma sem notaðir voru á sama svæði og merki barst frá síma Birnu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fengið úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur til að skoða upplýsingar um farsíma sem ferðast með sama hætti á farsímasendum og sími Birnu Brjánsdóttur sem saknað hefur verið síðan á aðfaranótt laugardags. 17. janúar 2017 12:45 Til rannsóknar hvort skónum hafi verið komið fyrir Skórnir í sömu skóstærð og Birna Brjánsdóttir notar. 17. janúar 2017 10:47 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Tæknideild lögreglu sótti í hádeginu í dag rauða Kia Rio-bifreið sem var í leigu hjá starfsmanni fyrirtækis í Hlíðarsmáranum í Kópavogi. Umræddur starfsmaður tók bílinn á leigu í gær en hafði hann ekki til umráða um helgina. Samkvæmt öruggum heimildum fréttastofu höfðu erlendir ríkisborgarar tekið bílinn á leigu seinni partinn á föstudegi og skiluðu þeir honum af sér á laugardegi. Fram hefur komið að rauð Kia Rio-bifreið sást á eftirlitsmyndavél á Laugaveginum um það leyti sem Birna Brjánsdóttir sást síðast, klukkan 5:25 að morgni laugardags. Síðan hefur ekkert til hennar spurst. Skór sem taldir eru vera hennar fundust við Hafnarfjarðarhöfn í gærkvöldi. Bíllinn er fimm dyra rauður Kia Rio, árgerð 2015, sem passar við þá bifreið sem lögreglan hefur verið að leita að. Bíllinn var áður talinn þriggja dyra en lögregla hefur áréttað að um fimm dyra bíl sé að ræða.Þurfa mögulega að leggja hald á fleiri bíla Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á hvarfi Birnu, staðfestir að lögreglan hafi lagt hald á bílinni í tengslum við rannsóknina en vill ekkert segja varðandi það hver var með bílinn á leigu og hvenær. Þá segir hann aðspurður að enginn hafi réttarstöðu sakbornings í málinu. Hann útilokar ekki að ökumaður bílsins sem lögreglan leitar enn að sé farinn úr landi. Alls eru 126 rauðir Kia Rio-bílar af þessari gerð á landinu. Grímur segir mögulegt að lögreglan þurfi að leggja hald á fleiri bíla í tengslum við rannsóknina. „Það er alveg mögulegt að við þurfum að leggja hald á einn eða tvo eða fleiri í þessari rannsókn til að staðfesta eitthvað eða til að staðfesta að einhver grunur sé ekki eins og við höfum haldið. Þessi bíll er hluti af rannsókn málsins en ég get ekkert staðfest meira en það, hvort það hafi verið einhverjar vísbendingar í bílnum,“ segir Grímur. Lögreglan gengur út frá því og miðar það við símagögn að Birna hafi farið upp í bíl í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt laugardags, þegar seinast sást til hennar á Laugavegi, og farið með bílnum áleiðis til Hafnarfjarðar þar síminn hennar næst á merki við Flatahraun áður en einhver slekkur á honum. Ekki liggur þó ljóst fyrir hvar í miðbænum hún fór upp í bílinn.Fréttin hefur verið uppfærð.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Atburðir næturinnar: Fundu skó eins og Birna var í en umfangsmikil leit við Hafnarfjarðarhöfn engu skilað "Þetta verður ömurlega með hverri einustu mínútu sem líður og það er afar alvarlegt þegar svona langur tími er liðinn,“ segir Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn sem fer fyrir rannsóknnni á máli Birnu Brjánsdóttur. 17. janúar 2017 06:30 Lykilúrskurður fyrir rannsókn lögreglu: Fá leyfi til að skoða farsíma sem notaðir voru á sama svæði og merki barst frá síma Birnu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fengið úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur til að skoða upplýsingar um farsíma sem ferðast með sama hætti á farsímasendum og sími Birnu Brjánsdóttur sem saknað hefur verið síðan á aðfaranótt laugardags. 17. janúar 2017 12:45 Til rannsóknar hvort skónum hafi verið komið fyrir Skórnir í sömu skóstærð og Birna Brjánsdóttir notar. 17. janúar 2017 10:47 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Atburðir næturinnar: Fundu skó eins og Birna var í en umfangsmikil leit við Hafnarfjarðarhöfn engu skilað "Þetta verður ömurlega með hverri einustu mínútu sem líður og það er afar alvarlegt þegar svona langur tími er liðinn,“ segir Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn sem fer fyrir rannsóknnni á máli Birnu Brjánsdóttur. 17. janúar 2017 06:30
Lykilúrskurður fyrir rannsókn lögreglu: Fá leyfi til að skoða farsíma sem notaðir voru á sama svæði og merki barst frá síma Birnu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fengið úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur til að skoða upplýsingar um farsíma sem ferðast með sama hætti á farsímasendum og sími Birnu Brjánsdóttur sem saknað hefur verið síðan á aðfaranótt laugardags. 17. janúar 2017 12:45
Til rannsóknar hvort skónum hafi verið komið fyrir Skórnir í sömu skóstærð og Birna Brjánsdóttir notar. 17. janúar 2017 10:47