Til rannsóknar hvort skónum hafi verið komið fyrir Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 17. janúar 2017 10:47 Atburðarás gærdagsins. vísir/Loftmyndir ehf/Garðar Kjartans Skórnir sem fundust við Hafnarfjarðarhöfn í gærkvöldi eru í sömu skóstærð og Birna Brjánsdóttir, stúlkan sem leitað er að, notar. Þeir eru jafnframt af sömu tegund og í sama lit og skórnir sem hún var í þegar síðast sást til hennar, en þó er ekki búið að staðfesta að um hennar skó sé að ræða. Rannsókn lögreglu beinist fyrst og fremst að skónum, enda liggja fáar aðrar vísbendingar fyrir á þessum tímapunkti. Málið er skoðað frá öllum hliðum og nú er meðal annars reynt að finna út úr því hvort skónum hafi mögulega verið komið fyrir við höfnina, að sögn Gríms Grímssonar, yfirlögreglumanns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. „Það er hvort tveggja til rannsóknar, hvort viðkomandi hafi farið úr skónum þarna, ef þetta eru skórnir hennar Birnu, eða hvort þeim hafi verið komið fyrir þarna. En engu að síður er þungamiðjan á þessu svæði núna. Þetta er staðurinn sem við erum að miða við og það verður farið um allt þetta svæði í leitinni, það liggur alveg fyrir,“ segir Grímur í samtali við Vísi.Björgunarsveitir leita Birnu nú við Hafnarfjarðarhöfn.vísir/eyþórVonuðust til að einhverjir gæfu sig fram með birtingu myndbandsins Skóparið, sem er af tegundinni Dr. Martens, fannst skammt frá birgðastöð Atlantsolíu við Óseyrabraut, sem er ekki á hinu skilgreinda hafnarsvæði. Að sögn Gríms er nú unnið að því að nálgast myndbandsupptökur úr eftirlitvélum hjá Atlantsolíu, sem og hjá nærliggjandi fyrirtækjum. Aðspurður segir Grímur engan hafa verið yfirheyrðan í tengslum við málið, en að bundnar hafi verið vonir við að einhverjir gætu gefið upplýsingar um ferðir Birnu með birtingu myndbands af henni í gær. Enginn hafi gefið sig fram en að þó hafi fjöldi ábendinga borist. „Einn tilgangur með því að birta myndbandið í gær var að fólkið sem sæi sjálft sig á upptökunni, án þess að aðrir þekktu það, hefðu samband við okkur þannig að við gætum fengið upplýsingar hjá þeim. En við vonumst til þess að það komi í dag.“ Í forgangi að komast inn á Tinder-aðganginn Ökumaður rauðrar Kia Rio bifreiðar hefur heldur ekki gefið sig fram og segir Grímur lögregluna enn reyna að hafa uppi á þeim aðila. Verið sé að vinna úr gögnum frá bílaleigum þessa stundina. Þá segir hann að unnið sé að því að komast inn á samfélagsmiðla Birnu. Lögreglunni hefur þegar tekist að komast inn á Facebook aðgang hennar, en síðustu samskipti sem hún átti í gegnum Facebook voru á fimmtudag. Nú sé reynt að komast inn á stefnumótaforritið Tinder. „Við erum með það í forgangi að reyna að komast inn á það svæði [Tinder],“ segir hann. Forritið er hægt að tengja við Facebook, en að sögn Gríms er það ekki tengt Facebook í tilfelli Birnu. Því þurfi að leita annarra leiða við að komast inn á það. Skipulögð leit að Birnu er nýhafin. Haldið verður áfram að leita við Hafnarfjarðarhöfn og hafa allir viðbragðsaðilar verið kallaðir út; björgunarsveitir, lögregla og Landhelgisgæslan. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Atburðir næturinnar: Fundu skó eins og Birna var í en umfangsmikil leit við Hafnarfjarðarhöfn engu skilað "Þetta verður ömurlega með hverri einustu mínútu sem líður og það er afar alvarlegt þegar svona langur tími er liðinn,“ segir Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn sem fer fyrir rannsóknnni á máli Birnu Brjánsdóttur. 17. janúar 2017 06:30 Halda áfram að leita við Hafnarfjarðarhöfn Leit verður framhaldið um klukkan hálf ellefu. 17. janúar 2017 10:02 Leitin að Birnu: Dr. Martens skór fannst og er til skoðunar hjá lögreglu Fólk var beðið um að yfirgefa svæðið við Kaldársel í Hafnarfirði í kvöld en það taldi að skórinn hefði fundist þar. Svo er þó ekki. 17. janúar 2017 01:09 Leitin að Birnu: Skoða upptökur úr öryggismyndavélum fyrirtækja við Óseyrarbraut Skópar áþekkt því sem Birna Brjánsdóttir klæddist þegar hún hvarf sporlaust fannst við birgðastöð Atlantsolíu á tólfta tímanum í gærkvöldi. 17. janúar 2017 10:30 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira
Skórnir sem fundust við Hafnarfjarðarhöfn í gærkvöldi eru í sömu skóstærð og Birna Brjánsdóttir, stúlkan sem leitað er að, notar. Þeir eru jafnframt af sömu tegund og í sama lit og skórnir sem hún var í þegar síðast sást til hennar, en þó er ekki búið að staðfesta að um hennar skó sé að ræða. Rannsókn lögreglu beinist fyrst og fremst að skónum, enda liggja fáar aðrar vísbendingar fyrir á þessum tímapunkti. Málið er skoðað frá öllum hliðum og nú er meðal annars reynt að finna út úr því hvort skónum hafi mögulega verið komið fyrir við höfnina, að sögn Gríms Grímssonar, yfirlögreglumanns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. „Það er hvort tveggja til rannsóknar, hvort viðkomandi hafi farið úr skónum þarna, ef þetta eru skórnir hennar Birnu, eða hvort þeim hafi verið komið fyrir þarna. En engu að síður er þungamiðjan á þessu svæði núna. Þetta er staðurinn sem við erum að miða við og það verður farið um allt þetta svæði í leitinni, það liggur alveg fyrir,“ segir Grímur í samtali við Vísi.Björgunarsveitir leita Birnu nú við Hafnarfjarðarhöfn.vísir/eyþórVonuðust til að einhverjir gæfu sig fram með birtingu myndbandsins Skóparið, sem er af tegundinni Dr. Martens, fannst skammt frá birgðastöð Atlantsolíu við Óseyrabraut, sem er ekki á hinu skilgreinda hafnarsvæði. Að sögn Gríms er nú unnið að því að nálgast myndbandsupptökur úr eftirlitvélum hjá Atlantsolíu, sem og hjá nærliggjandi fyrirtækjum. Aðspurður segir Grímur engan hafa verið yfirheyrðan í tengslum við málið, en að bundnar hafi verið vonir við að einhverjir gætu gefið upplýsingar um ferðir Birnu með birtingu myndbands af henni í gær. Enginn hafi gefið sig fram en að þó hafi fjöldi ábendinga borist. „Einn tilgangur með því að birta myndbandið í gær var að fólkið sem sæi sjálft sig á upptökunni, án þess að aðrir þekktu það, hefðu samband við okkur þannig að við gætum fengið upplýsingar hjá þeim. En við vonumst til þess að það komi í dag.“ Í forgangi að komast inn á Tinder-aðganginn Ökumaður rauðrar Kia Rio bifreiðar hefur heldur ekki gefið sig fram og segir Grímur lögregluna enn reyna að hafa uppi á þeim aðila. Verið sé að vinna úr gögnum frá bílaleigum þessa stundina. Þá segir hann að unnið sé að því að komast inn á samfélagsmiðla Birnu. Lögreglunni hefur þegar tekist að komast inn á Facebook aðgang hennar, en síðustu samskipti sem hún átti í gegnum Facebook voru á fimmtudag. Nú sé reynt að komast inn á stefnumótaforritið Tinder. „Við erum með það í forgangi að reyna að komast inn á það svæði [Tinder],“ segir hann. Forritið er hægt að tengja við Facebook, en að sögn Gríms er það ekki tengt Facebook í tilfelli Birnu. Því þurfi að leita annarra leiða við að komast inn á það. Skipulögð leit að Birnu er nýhafin. Haldið verður áfram að leita við Hafnarfjarðarhöfn og hafa allir viðbragðsaðilar verið kallaðir út; björgunarsveitir, lögregla og Landhelgisgæslan.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Atburðir næturinnar: Fundu skó eins og Birna var í en umfangsmikil leit við Hafnarfjarðarhöfn engu skilað "Þetta verður ömurlega með hverri einustu mínútu sem líður og það er afar alvarlegt þegar svona langur tími er liðinn,“ segir Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn sem fer fyrir rannsóknnni á máli Birnu Brjánsdóttur. 17. janúar 2017 06:30 Halda áfram að leita við Hafnarfjarðarhöfn Leit verður framhaldið um klukkan hálf ellefu. 17. janúar 2017 10:02 Leitin að Birnu: Dr. Martens skór fannst og er til skoðunar hjá lögreglu Fólk var beðið um að yfirgefa svæðið við Kaldársel í Hafnarfirði í kvöld en það taldi að skórinn hefði fundist þar. Svo er þó ekki. 17. janúar 2017 01:09 Leitin að Birnu: Skoða upptökur úr öryggismyndavélum fyrirtækja við Óseyrarbraut Skópar áþekkt því sem Birna Brjánsdóttir klæddist þegar hún hvarf sporlaust fannst við birgðastöð Atlantsolíu á tólfta tímanum í gærkvöldi. 17. janúar 2017 10:30 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira
Atburðir næturinnar: Fundu skó eins og Birna var í en umfangsmikil leit við Hafnarfjarðarhöfn engu skilað "Þetta verður ömurlega með hverri einustu mínútu sem líður og það er afar alvarlegt þegar svona langur tími er liðinn,“ segir Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn sem fer fyrir rannsóknnni á máli Birnu Brjánsdóttur. 17. janúar 2017 06:30
Halda áfram að leita við Hafnarfjarðarhöfn Leit verður framhaldið um klukkan hálf ellefu. 17. janúar 2017 10:02
Leitin að Birnu: Dr. Martens skór fannst og er til skoðunar hjá lögreglu Fólk var beðið um að yfirgefa svæðið við Kaldársel í Hafnarfirði í kvöld en það taldi að skórinn hefði fundist þar. Svo er þó ekki. 17. janúar 2017 01:09
Leitin að Birnu: Skoða upptökur úr öryggismyndavélum fyrirtækja við Óseyrarbraut Skópar áþekkt því sem Birna Brjánsdóttir klæddist þegar hún hvarf sporlaust fannst við birgðastöð Atlantsolíu á tólfta tímanum í gærkvöldi. 17. janúar 2017 10:30