Hafa ekki fengið fyllilega staðfest hvort skórnir séu Birnu Atli Ísleifsson skrifar 17. janúar 2017 09:01 Allir mögulegir viðbragðsaðilar; björgunarsveitir, lögregla og Landhelgisgæslan, hafa verið boðuð til leitarinnar að Birnu. Vísir/SÁP „Við höfum ekki fengið fyllilega staðfest að þetta séu skór frá Birnu. Við erum að vinna í því eins og við getum að staðfesta af eða á með það,“ segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn málsins, aðspurður um gang rannsóknarinnar. Skópar áþekkt því sem Birna klæddist þegar hún hvarf sporlaust á fimmta tímanum síðastliðinn laugardagsmorgun fannst á tólfta tímanum við höfnina í Hafnarfirði í gærkvöldi. Þeir eru af gerðinni Dr. Martens og svartir að lit. Um mjög vinsæla tegund skóa er að ræða hjá ungu fólki.Fundað klukkan 9 Fundað verður í stjórnstöð leitarinnar um klukkan 9. „Fljótlega eftir það verðum við með betri upplýsingar um hvernig ætlum að nálgast þetta upp að því marki hvernig við getum talað um það. Fjölmiðlar skilja að við getum ekki upplýst um allar rannsóknaraðgerðir en við getum upplýst að einhverju leyti hvernig leitinni verður háttað.“Sjá einnig:Atburðir næturinnar: Fundu skó eins og Birna var í en umfangsmikil leit við Hafnarfjarðarhöfn engu skilað Athygli vakti að snjó var að finna undir skónum þegar þeir fundust við höfnina. Um þrír sólarhringar eru liðnir síðan Birna hvarf og var nokkuð hlýtt á suðvesturhorni landsins á sunnudag. Öllu kaldara var í gær og snjóaði. „Ég tek alveg undir það að það er merkilegt,“ segir Grímur, aðspurður um snjóinn undir skónum.Skoða eftirlitsmyndavélarGrímur segir að lögregla sé nú komin á fullt í að skoða eftirlitsmyndavélar á þessu svæði og rannsaka alla möguleika. Allir mögulegir viðbragðsaðilar; björgunarsveitir, lögregla og Landhelgisgæslan, hafa nú verið boðaðir til leitarinnar að Birnu. Hlé var gerð á leitinni í nótt en henni verður framhaldið í birtingu.En þetta myndband sem þið birtuð í gær? Hefur fólkið sem birtist þar haft samband við ykkur?„Það sem mér finnst mikilvægt með þetta myndband, er að þeir sem eru á myndbandinu, að þeir hafi samband við okkur. Þó að við reyndum að vinna myndbandið þannig að fólk þekktist ekki, þá muna menn hvenær þeir voru þarna. Að þeir myndu eitthvað meira og gætu komið upplýsingar til okkar hvort þeir hafi orðið var við eitthvað hjá Birnu. Það var stærsti tilgangurinn, að fá fólk sem var þarna á staðnum að hafa samband við okkur,“ segir Grímur. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Atburðir næturinnar: Fundu skó eins og Birna var í en umfangsmikil leit við Hafnarfjarðarhöfn engu skilað "Þetta verður ömurlega með hverri einustu mínútu sem líður og það er afar alvarlegt þegar svona langur tími er liðinn,“ segir Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn sem fer fyrir rannsóknnni á máli Birnu Brjánsdóttur. 17. janúar 2017 06:30 Skór af sömu tegund og í sama lit og Birna var í fundust við Hafnarfjarðarhöfn Umfangsmiklar leitaraðgerðir standa yfir í Hafnarfjarðarhöfn eftir að Dr. Martens-skór svipaður þeim sem Birna Brjánsdóttir átti fannst þar fyrr í kvöld. 17. janúar 2017 02:33 Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira
„Við höfum ekki fengið fyllilega staðfest að þetta séu skór frá Birnu. Við erum að vinna í því eins og við getum að staðfesta af eða á með það,“ segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn málsins, aðspurður um gang rannsóknarinnar. Skópar áþekkt því sem Birna klæddist þegar hún hvarf sporlaust á fimmta tímanum síðastliðinn laugardagsmorgun fannst á tólfta tímanum við höfnina í Hafnarfirði í gærkvöldi. Þeir eru af gerðinni Dr. Martens og svartir að lit. Um mjög vinsæla tegund skóa er að ræða hjá ungu fólki.Fundað klukkan 9 Fundað verður í stjórnstöð leitarinnar um klukkan 9. „Fljótlega eftir það verðum við með betri upplýsingar um hvernig ætlum að nálgast þetta upp að því marki hvernig við getum talað um það. Fjölmiðlar skilja að við getum ekki upplýst um allar rannsóknaraðgerðir en við getum upplýst að einhverju leyti hvernig leitinni verður háttað.“Sjá einnig:Atburðir næturinnar: Fundu skó eins og Birna var í en umfangsmikil leit við Hafnarfjarðarhöfn engu skilað Athygli vakti að snjó var að finna undir skónum þegar þeir fundust við höfnina. Um þrír sólarhringar eru liðnir síðan Birna hvarf og var nokkuð hlýtt á suðvesturhorni landsins á sunnudag. Öllu kaldara var í gær og snjóaði. „Ég tek alveg undir það að það er merkilegt,“ segir Grímur, aðspurður um snjóinn undir skónum.Skoða eftirlitsmyndavélarGrímur segir að lögregla sé nú komin á fullt í að skoða eftirlitsmyndavélar á þessu svæði og rannsaka alla möguleika. Allir mögulegir viðbragðsaðilar; björgunarsveitir, lögregla og Landhelgisgæslan, hafa nú verið boðaðir til leitarinnar að Birnu. Hlé var gerð á leitinni í nótt en henni verður framhaldið í birtingu.En þetta myndband sem þið birtuð í gær? Hefur fólkið sem birtist þar haft samband við ykkur?„Það sem mér finnst mikilvægt með þetta myndband, er að þeir sem eru á myndbandinu, að þeir hafi samband við okkur. Þó að við reyndum að vinna myndbandið þannig að fólk þekktist ekki, þá muna menn hvenær þeir voru þarna. Að þeir myndu eitthvað meira og gætu komið upplýsingar til okkar hvort þeir hafi orðið var við eitthvað hjá Birnu. Það var stærsti tilgangurinn, að fá fólk sem var þarna á staðnum að hafa samband við okkur,“ segir Grímur.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Atburðir næturinnar: Fundu skó eins og Birna var í en umfangsmikil leit við Hafnarfjarðarhöfn engu skilað "Þetta verður ömurlega með hverri einustu mínútu sem líður og það er afar alvarlegt þegar svona langur tími er liðinn,“ segir Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn sem fer fyrir rannsóknnni á máli Birnu Brjánsdóttur. 17. janúar 2017 06:30 Skór af sömu tegund og í sama lit og Birna var í fundust við Hafnarfjarðarhöfn Umfangsmiklar leitaraðgerðir standa yfir í Hafnarfjarðarhöfn eftir að Dr. Martens-skór svipaður þeim sem Birna Brjánsdóttir átti fannst þar fyrr í kvöld. 17. janúar 2017 02:33 Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira
Atburðir næturinnar: Fundu skó eins og Birna var í en umfangsmikil leit við Hafnarfjarðarhöfn engu skilað "Þetta verður ömurlega með hverri einustu mínútu sem líður og það er afar alvarlegt þegar svona langur tími er liðinn,“ segir Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn sem fer fyrir rannsóknnni á máli Birnu Brjánsdóttur. 17. janúar 2017 06:30
Skór af sömu tegund og í sama lit og Birna var í fundust við Hafnarfjarðarhöfn Umfangsmiklar leitaraðgerðir standa yfir í Hafnarfjarðarhöfn eftir að Dr. Martens-skór svipaður þeim sem Birna Brjánsdóttir átti fannst þar fyrr í kvöld. 17. janúar 2017 02:33