Geir: Ef við erum ekki klárir þá verður þetta vesen Henry Birgir Gunnarsson skrifar 16. janúar 2017 13:42 Geir á hliðarlínunni í Metz. vísir/epa Það er hvíldardagur hjá strákunum okkar í dag eftir erfiða helgi. Það var fundað í morgun og svo verður æfing seinni partinn. „Það er alltaf verið að funda og fara yfir stöðuna,“ segir Geir Sveinsson landsliðsþjálfari léttur er hann kom af enn einum fundinum með strákunum. „Við vinnum þetta þannig að við förum alltaf yfir síðasta leik með fundi daginn eftir. Það gefur okkur heilmikið og þannig getum við þróað okkar leik áfram,“ segir Geir en hann var eðlilega svekktur að hafa aðeins fengið eitt stig úr leikjum helgarinnar. „Kannski hefðum við getað fengið þrjá. Við vorum svekktir að fá ekki neitt úr leiknum gegn Slóveníu. Með Túnis-leikinn þá litum við á stigið sem við misstum sem tapað stig. Við breytum því ekkert úr þessu og það er bara þetta klassíska. Halda áfram veginn.“ Þjálfarinn sá þó margt jákvætt í leik liðsins sem haldið verður áfram að byggja ofan á. „Sérstaklega fram á við. Hraðar sóknir og hraðaupplaup. Vonandi höldum við því áfram. Varnarleikurinn flottur. Sterk innkoma hjá Aroni í markið og frábær innkoma Bjarka Gunnars í vörnina. Það sem er svo mikilvægt í svona löngu og ströngu móti er að halda breiddinni. Ef einhver dettur niður þá kemur næsti maður inn eins og með Bjarka þar sem Gummi var ekki að finna sig. Það geta allir lent í því. Angóla hefur ekki riðið feitum hesti frá leikjum sínum á mótinu og þetta er leikur sem Ísland á að vinna. Angóla er frekar óhefðbundið lið en hvernig undirbýr Geir liðið fyrir þann leik? „Þetta er sérstakt lið. Menn vita að þeir hafa verið að tapa sínum leikjum stórt. Þá segir fólk að þetta sé lið sem á að labba yfir og leyfa öðrum að spila og svona. Það er bara ekkert þannig. Þetta er stórt og kröftugt lið sem er að gera fullt af fínum hlutum. Svolítið óslípaðir. Ef við verðum ekki klárir þá verður þetta vesen og stress í þeim leik.“ Geir segist ekki ætla að gera neinar breytingar á leikmannahópnum og það eru engar líkur á því að Aron Pálmarsson komi í leikinn gegn Makedóníu.Ekki missa af neinu sem gerist á HM í Frakklandi. Vísir er með öflugt fréttateymi á mótinu sem færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Sjá meira
Það er hvíldardagur hjá strákunum okkar í dag eftir erfiða helgi. Það var fundað í morgun og svo verður æfing seinni partinn. „Það er alltaf verið að funda og fara yfir stöðuna,“ segir Geir Sveinsson landsliðsþjálfari léttur er hann kom af enn einum fundinum með strákunum. „Við vinnum þetta þannig að við förum alltaf yfir síðasta leik með fundi daginn eftir. Það gefur okkur heilmikið og þannig getum við þróað okkar leik áfram,“ segir Geir en hann var eðlilega svekktur að hafa aðeins fengið eitt stig úr leikjum helgarinnar. „Kannski hefðum við getað fengið þrjá. Við vorum svekktir að fá ekki neitt úr leiknum gegn Slóveníu. Með Túnis-leikinn þá litum við á stigið sem við misstum sem tapað stig. Við breytum því ekkert úr þessu og það er bara þetta klassíska. Halda áfram veginn.“ Þjálfarinn sá þó margt jákvætt í leik liðsins sem haldið verður áfram að byggja ofan á. „Sérstaklega fram á við. Hraðar sóknir og hraðaupplaup. Vonandi höldum við því áfram. Varnarleikurinn flottur. Sterk innkoma hjá Aroni í markið og frábær innkoma Bjarka Gunnars í vörnina. Það sem er svo mikilvægt í svona löngu og ströngu móti er að halda breiddinni. Ef einhver dettur niður þá kemur næsti maður inn eins og með Bjarka þar sem Gummi var ekki að finna sig. Það geta allir lent í því. Angóla hefur ekki riðið feitum hesti frá leikjum sínum á mótinu og þetta er leikur sem Ísland á að vinna. Angóla er frekar óhefðbundið lið en hvernig undirbýr Geir liðið fyrir þann leik? „Þetta er sérstakt lið. Menn vita að þeir hafa verið að tapa sínum leikjum stórt. Þá segir fólk að þetta sé lið sem á að labba yfir og leyfa öðrum að spila og svona. Það er bara ekkert þannig. Þetta er stórt og kröftugt lið sem er að gera fullt af fínum hlutum. Svolítið óslípaðir. Ef við verðum ekki klárir þá verður þetta vesen og stress í þeim leik.“ Geir segist ekki ætla að gera neinar breytingar á leikmannahópnum og það eru engar líkur á því að Aron Pálmarsson komi í leikinn gegn Makedóníu.Ekki missa af neinu sem gerist á HM í Frakklandi. Vísir er með öflugt fréttateymi á mótinu sem færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Sjá meira