Geir: Ef við erum ekki klárir þá verður þetta vesen Henry Birgir Gunnarsson skrifar 16. janúar 2017 13:42 Geir á hliðarlínunni í Metz. vísir/epa Það er hvíldardagur hjá strákunum okkar í dag eftir erfiða helgi. Það var fundað í morgun og svo verður æfing seinni partinn. „Það er alltaf verið að funda og fara yfir stöðuna,“ segir Geir Sveinsson landsliðsþjálfari léttur er hann kom af enn einum fundinum með strákunum. „Við vinnum þetta þannig að við förum alltaf yfir síðasta leik með fundi daginn eftir. Það gefur okkur heilmikið og þannig getum við þróað okkar leik áfram,“ segir Geir en hann var eðlilega svekktur að hafa aðeins fengið eitt stig úr leikjum helgarinnar. „Kannski hefðum við getað fengið þrjá. Við vorum svekktir að fá ekki neitt úr leiknum gegn Slóveníu. Með Túnis-leikinn þá litum við á stigið sem við misstum sem tapað stig. Við breytum því ekkert úr þessu og það er bara þetta klassíska. Halda áfram veginn.“ Þjálfarinn sá þó margt jákvætt í leik liðsins sem haldið verður áfram að byggja ofan á. „Sérstaklega fram á við. Hraðar sóknir og hraðaupplaup. Vonandi höldum við því áfram. Varnarleikurinn flottur. Sterk innkoma hjá Aroni í markið og frábær innkoma Bjarka Gunnars í vörnina. Það sem er svo mikilvægt í svona löngu og ströngu móti er að halda breiddinni. Ef einhver dettur niður þá kemur næsti maður inn eins og með Bjarka þar sem Gummi var ekki að finna sig. Það geta allir lent í því. Angóla hefur ekki riðið feitum hesti frá leikjum sínum á mótinu og þetta er leikur sem Ísland á að vinna. Angóla er frekar óhefðbundið lið en hvernig undirbýr Geir liðið fyrir þann leik? „Þetta er sérstakt lið. Menn vita að þeir hafa verið að tapa sínum leikjum stórt. Þá segir fólk að þetta sé lið sem á að labba yfir og leyfa öðrum að spila og svona. Það er bara ekkert þannig. Þetta er stórt og kröftugt lið sem er að gera fullt af fínum hlutum. Svolítið óslípaðir. Ef við verðum ekki klárir þá verður þetta vesen og stress í þeim leik.“ Geir segist ekki ætla að gera neinar breytingar á leikmannahópnum og það eru engar líkur á því að Aron Pálmarsson komi í leikinn gegn Makedóníu.Ekki missa af neinu sem gerist á HM í Frakklandi. Vísir er með öflugt fréttateymi á mótinu sem færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Sport FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Íslenski boltinn Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Enski boltinn Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Fleiri fréttir Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Sjá meira
Það er hvíldardagur hjá strákunum okkar í dag eftir erfiða helgi. Það var fundað í morgun og svo verður æfing seinni partinn. „Það er alltaf verið að funda og fara yfir stöðuna,“ segir Geir Sveinsson landsliðsþjálfari léttur er hann kom af enn einum fundinum með strákunum. „Við vinnum þetta þannig að við förum alltaf yfir síðasta leik með fundi daginn eftir. Það gefur okkur heilmikið og þannig getum við þróað okkar leik áfram,“ segir Geir en hann var eðlilega svekktur að hafa aðeins fengið eitt stig úr leikjum helgarinnar. „Kannski hefðum við getað fengið þrjá. Við vorum svekktir að fá ekki neitt úr leiknum gegn Slóveníu. Með Túnis-leikinn þá litum við á stigið sem við misstum sem tapað stig. Við breytum því ekkert úr þessu og það er bara þetta klassíska. Halda áfram veginn.“ Þjálfarinn sá þó margt jákvætt í leik liðsins sem haldið verður áfram að byggja ofan á. „Sérstaklega fram á við. Hraðar sóknir og hraðaupplaup. Vonandi höldum við því áfram. Varnarleikurinn flottur. Sterk innkoma hjá Aroni í markið og frábær innkoma Bjarka Gunnars í vörnina. Það sem er svo mikilvægt í svona löngu og ströngu móti er að halda breiddinni. Ef einhver dettur niður þá kemur næsti maður inn eins og með Bjarka þar sem Gummi var ekki að finna sig. Það geta allir lent í því. Angóla hefur ekki riðið feitum hesti frá leikjum sínum á mótinu og þetta er leikur sem Ísland á að vinna. Angóla er frekar óhefðbundið lið en hvernig undirbýr Geir liðið fyrir þann leik? „Þetta er sérstakt lið. Menn vita að þeir hafa verið að tapa sínum leikjum stórt. Þá segir fólk að þetta sé lið sem á að labba yfir og leyfa öðrum að spila og svona. Það er bara ekkert þannig. Þetta er stórt og kröftugt lið sem er að gera fullt af fínum hlutum. Svolítið óslípaðir. Ef við verðum ekki klárir þá verður þetta vesen og stress í þeim leik.“ Geir segist ekki ætla að gera neinar breytingar á leikmannahópnum og það eru engar líkur á því að Aron Pálmarsson komi í leikinn gegn Makedóníu.Ekki missa af neinu sem gerist á HM í Frakklandi. Vísir er með öflugt fréttateymi á mótinu sem færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Sport FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Íslenski boltinn Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Enski boltinn Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Fleiri fréttir Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Sjá meira