Geir: Ef við erum ekki klárir þá verður þetta vesen Henry Birgir Gunnarsson skrifar 16. janúar 2017 13:42 Geir á hliðarlínunni í Metz. vísir/epa Það er hvíldardagur hjá strákunum okkar í dag eftir erfiða helgi. Það var fundað í morgun og svo verður æfing seinni partinn. „Það er alltaf verið að funda og fara yfir stöðuna,“ segir Geir Sveinsson landsliðsþjálfari léttur er hann kom af enn einum fundinum með strákunum. „Við vinnum þetta þannig að við förum alltaf yfir síðasta leik með fundi daginn eftir. Það gefur okkur heilmikið og þannig getum við þróað okkar leik áfram,“ segir Geir en hann var eðlilega svekktur að hafa aðeins fengið eitt stig úr leikjum helgarinnar. „Kannski hefðum við getað fengið þrjá. Við vorum svekktir að fá ekki neitt úr leiknum gegn Slóveníu. Með Túnis-leikinn þá litum við á stigið sem við misstum sem tapað stig. Við breytum því ekkert úr þessu og það er bara þetta klassíska. Halda áfram veginn.“ Þjálfarinn sá þó margt jákvætt í leik liðsins sem haldið verður áfram að byggja ofan á. „Sérstaklega fram á við. Hraðar sóknir og hraðaupplaup. Vonandi höldum við því áfram. Varnarleikurinn flottur. Sterk innkoma hjá Aroni í markið og frábær innkoma Bjarka Gunnars í vörnina. Það sem er svo mikilvægt í svona löngu og ströngu móti er að halda breiddinni. Ef einhver dettur niður þá kemur næsti maður inn eins og með Bjarka þar sem Gummi var ekki að finna sig. Það geta allir lent í því. Angóla hefur ekki riðið feitum hesti frá leikjum sínum á mótinu og þetta er leikur sem Ísland á að vinna. Angóla er frekar óhefðbundið lið en hvernig undirbýr Geir liðið fyrir þann leik? „Þetta er sérstakt lið. Menn vita að þeir hafa verið að tapa sínum leikjum stórt. Þá segir fólk að þetta sé lið sem á að labba yfir og leyfa öðrum að spila og svona. Það er bara ekkert þannig. Þetta er stórt og kröftugt lið sem er að gera fullt af fínum hlutum. Svolítið óslípaðir. Ef við verðum ekki klárir þá verður þetta vesen og stress í þeim leik.“ Geir segist ekki ætla að gera neinar breytingar á leikmannahópnum og það eru engar líkur á því að Aron Pálmarsson komi í leikinn gegn Makedóníu.Ekki missa af neinu sem gerist á HM í Frakklandi. Vísir er með öflugt fréttateymi á mótinu sem færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sjá meira
Það er hvíldardagur hjá strákunum okkar í dag eftir erfiða helgi. Það var fundað í morgun og svo verður æfing seinni partinn. „Það er alltaf verið að funda og fara yfir stöðuna,“ segir Geir Sveinsson landsliðsþjálfari léttur er hann kom af enn einum fundinum með strákunum. „Við vinnum þetta þannig að við förum alltaf yfir síðasta leik með fundi daginn eftir. Það gefur okkur heilmikið og þannig getum við þróað okkar leik áfram,“ segir Geir en hann var eðlilega svekktur að hafa aðeins fengið eitt stig úr leikjum helgarinnar. „Kannski hefðum við getað fengið þrjá. Við vorum svekktir að fá ekki neitt úr leiknum gegn Slóveníu. Með Túnis-leikinn þá litum við á stigið sem við misstum sem tapað stig. Við breytum því ekkert úr þessu og það er bara þetta klassíska. Halda áfram veginn.“ Þjálfarinn sá þó margt jákvætt í leik liðsins sem haldið verður áfram að byggja ofan á. „Sérstaklega fram á við. Hraðar sóknir og hraðaupplaup. Vonandi höldum við því áfram. Varnarleikurinn flottur. Sterk innkoma hjá Aroni í markið og frábær innkoma Bjarka Gunnars í vörnina. Það sem er svo mikilvægt í svona löngu og ströngu móti er að halda breiddinni. Ef einhver dettur niður þá kemur næsti maður inn eins og með Bjarka þar sem Gummi var ekki að finna sig. Það geta allir lent í því. Angóla hefur ekki riðið feitum hesti frá leikjum sínum á mótinu og þetta er leikur sem Ísland á að vinna. Angóla er frekar óhefðbundið lið en hvernig undirbýr Geir liðið fyrir þann leik? „Þetta er sérstakt lið. Menn vita að þeir hafa verið að tapa sínum leikjum stórt. Þá segir fólk að þetta sé lið sem á að labba yfir og leyfa öðrum að spila og svona. Það er bara ekkert þannig. Þetta er stórt og kröftugt lið sem er að gera fullt af fínum hlutum. Svolítið óslípaðir. Ef við verðum ekki klárir þá verður þetta vesen og stress í þeim leik.“ Geir segist ekki ætla að gera neinar breytingar á leikmannahópnum og það eru engar líkur á því að Aron Pálmarsson komi í leikinn gegn Makedóníu.Ekki missa af neinu sem gerist á HM í Frakklandi. Vísir er með öflugt fréttateymi á mótinu sem færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sjá meira