Þeir átta ríkustu eiga jafnmikið og fátækari helmingur mannkyns Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. janúar 2017 11:17 Bill Gates er einn af ríkustu mönnum heims. vísir/epa Átta ríkustu einstaklingar jarðar eiga nú jafn mikinn auð og fátækari helmingur alls mannkyns. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá bresku hjálparsamtökunum Oxfam. Í skýrslunni er vísað í gögn sem eru sögð sýna að bilið á milli ríkra og fátækra sé enn meira en talið var. Skýrsla Oxfam kemur út um leið og hinn árlegi World Economic Forum-fundur fer fram í Davos í Sviss en þar hittast auðmenn og forstjórar stærstu fyrirtækja heims ásamt stjórnmálamönnum og ræða málin. Oxfam segir að fátækari helmingur mannskyns eigi jafnmikið og átta ríkustu menn í heimi en auður þeirra telur 426 billjónir dala. Þessi hópur manna telur þá Bill Gates, stofnanda Microsoft, Amancio Ortega, stofnanda verslunarkeðjunnar Zara, fjárfestinn Warren Buffet, Carlos Slim Helú, eiganda eins stærsta fjarskiptafyrirtækis Mexíkó, Jeff Bezos, stofnanda Amazo, Mark Zuckerberg, stofnanda Facebook, Larry Ellison, forstjóra bandaríska tæknifyrirtækisins Oracle og Michael Bloomberg, fyrrverandi borgarstjóra í New York og stofnanda Bloomberg-fréttaveitunnar. Hjálparsamtökin kalla í skýrslunni eftir nýju efnahagsmódeli til að snúa við þeirri þróun að ójöfnuður aukist ár frá ári en að mati Oxfam má leita skýringa á Brexit og sigri Donald Trump í auknum ójöfnuði. Ýmsir hafa þó gagnrýnt áherslur Oxfam og segja að hjálparsamtökin ættu frekar að beina athyglinni að því að þrátt fyrir að bilið hafi aukist þá vegni hinum fátæku mun betur en áður. Brexit Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Sextíu og tveir ríkustu einstaklingar heims eiga jafnmikið og helmingur mannkyns Ný rannsókn sem gerð var af góðgerðarsamtökunum Oxfam sýnir að bilið milli ríkra og fátækra í heiminum heldur áfram að aukast. 17. janúar 2016 23:25 Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Fleiri fréttir Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Sjá meira
Átta ríkustu einstaklingar jarðar eiga nú jafn mikinn auð og fátækari helmingur alls mannkyns. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá bresku hjálparsamtökunum Oxfam. Í skýrslunni er vísað í gögn sem eru sögð sýna að bilið á milli ríkra og fátækra sé enn meira en talið var. Skýrsla Oxfam kemur út um leið og hinn árlegi World Economic Forum-fundur fer fram í Davos í Sviss en þar hittast auðmenn og forstjórar stærstu fyrirtækja heims ásamt stjórnmálamönnum og ræða málin. Oxfam segir að fátækari helmingur mannskyns eigi jafnmikið og átta ríkustu menn í heimi en auður þeirra telur 426 billjónir dala. Þessi hópur manna telur þá Bill Gates, stofnanda Microsoft, Amancio Ortega, stofnanda verslunarkeðjunnar Zara, fjárfestinn Warren Buffet, Carlos Slim Helú, eiganda eins stærsta fjarskiptafyrirtækis Mexíkó, Jeff Bezos, stofnanda Amazo, Mark Zuckerberg, stofnanda Facebook, Larry Ellison, forstjóra bandaríska tæknifyrirtækisins Oracle og Michael Bloomberg, fyrrverandi borgarstjóra í New York og stofnanda Bloomberg-fréttaveitunnar. Hjálparsamtökin kalla í skýrslunni eftir nýju efnahagsmódeli til að snúa við þeirri þróun að ójöfnuður aukist ár frá ári en að mati Oxfam má leita skýringa á Brexit og sigri Donald Trump í auknum ójöfnuði. Ýmsir hafa þó gagnrýnt áherslur Oxfam og segja að hjálparsamtökin ættu frekar að beina athyglinni að því að þrátt fyrir að bilið hafi aukist þá vegni hinum fátæku mun betur en áður.
Brexit Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Sextíu og tveir ríkustu einstaklingar heims eiga jafnmikið og helmingur mannkyns Ný rannsókn sem gerð var af góðgerðarsamtökunum Oxfam sýnir að bilið milli ríkra og fátækra í heiminum heldur áfram að aukast. 17. janúar 2016 23:25 Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Fleiri fréttir Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Sjá meira
Sextíu og tveir ríkustu einstaklingar heims eiga jafnmikið og helmingur mannkyns Ný rannsókn sem gerð var af góðgerðarsamtökunum Oxfam sýnir að bilið milli ríkra og fátækra í heiminum heldur áfram að aukast. 17. janúar 2016 23:25