HBstatz: Rúnar bestur í sókn en Ólafur bestur í vörn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. janúar 2017 10:30 Rúnar Kárason skorar í leiknum á móti Túnis. Vísir/EPA Rúnar Kárason hefur staðið sig best af íslensku leikmönnunum í fyrstu þremur leikjunum á HM í handbolta samkvæmt tölfræðisamantekt HBstatz.HBstatz fylgist vel með íslenska landsliðinu á HM í handbolta og tekur saman ítarlega tölfræði um frammistöðu leikmanna. Leikmenn íslenska liðsins fá nákvæma einkunn fyrir frammistöðu sína út frá tölfræðinni, bæði í vörn og sókn. Íslenska liðið hefur nú spilað þrjá leiki á mótinu og því athyglisvert að skoða það hverjir hafa verið að standa sig best í sókn sem vörn. Rúnar Kárason er langhæstur þegar kemur að sóknarleiknum en hann er bæði markahæstur með 13 mörk (ásamt Guðjóni Val Sigurðssyni) og sá sem hefur gefið flestar stoðsendingar (7, einni fleiri en Ólafur Guðmundsson). Guðjóni Valur er í öðru sætinu en þeir Ólafur Guðmundsson og Arnór Atlason eru síðan jafnir í 3. til 4. sæti. Rúnar hefur nýtt helming skota sinna og það sem skiptir miklu máli er að hann hefur enn ekki tapað bolta á mótinu samkvæmt tölfræði HBstatz. Ólafur Guðmundsson er líka í nokkrum sérflokki þegar kemur að bestu einkunninni fyrir varnarleikinn. Ólafur hefur náð sextán löglegum stöðvunum (aukakast án refsingar) og þá er hann bæði með 3 stolna bolta og 3 varin skot samkvæmt tölfræði HBstatz. Guðmundur Hólmar Helgason er í öðru sæti en þriðji er síðan Bjarki Már Gunnarsson. Ólafur Guðmundsson og Rúnar Kárason eru þeir einu sem komast inn á topp fimm í bæði sókn og vörn. Það er mjög gaman að skoða tölfræði HBstatz frá HM en hana má alla finna hér. Frábært framtak hjá HBstatz sem verður vonandi orðin aðaltölfræði íslenska handboltans hér heima áður en langt um líður.Besti sóknarmaður Íslands í fyrstu þremur leikjum liðsins á HM 2017: 1. Rúnar Kárason 7,8 2. Guðjón Valur Sigurðsson 6,9 3. Ólafur Guðmundsson 6,7 4. Arnór Atlason 6,7 5. Janus Daði Smárason 6,6 6. Bjarki Már Elísson 6,4 7. Arnar Freyr Arnarsson 6,1Á móti Spáni: Arnar Freyr Arnarsson 7,1Á móti Slóveníu: Bjarki Már Elísson 9,1Á móti Túnis: Janus Daði Smárason 8,9Besti varnarmaður Íslands í fyrstu þremur leikjum liðsins á HM 2017: 1. Ólafur Guðmundsson 7,5 2. Guðmundur Hólmar Helgason 6,4 3. Bjarki Már Gunnarsson 6,1 4. Rúnar Kárason 6,0 5. Arnar Freyr Arnarsson 6,0 6. Janus Daði Smárason 5,9 7. Arnór Þór Gunnarsson 5,9Á móti Spáni: Ólafur Guðmundsson 7,3Á móti Slóveníu: Guðmundur Hólmar Helgason 7,3Á móti Túnis: Ólafur Guðmundsson 8,2 Handbolti HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Fótbolti „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Handbolti Fleiri fréttir Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Sjá meira
Rúnar Kárason hefur staðið sig best af íslensku leikmönnunum í fyrstu þremur leikjunum á HM í handbolta samkvæmt tölfræðisamantekt HBstatz.HBstatz fylgist vel með íslenska landsliðinu á HM í handbolta og tekur saman ítarlega tölfræði um frammistöðu leikmanna. Leikmenn íslenska liðsins fá nákvæma einkunn fyrir frammistöðu sína út frá tölfræðinni, bæði í vörn og sókn. Íslenska liðið hefur nú spilað þrjá leiki á mótinu og því athyglisvert að skoða það hverjir hafa verið að standa sig best í sókn sem vörn. Rúnar Kárason er langhæstur þegar kemur að sóknarleiknum en hann er bæði markahæstur með 13 mörk (ásamt Guðjóni Val Sigurðssyni) og sá sem hefur gefið flestar stoðsendingar (7, einni fleiri en Ólafur Guðmundsson). Guðjóni Valur er í öðru sætinu en þeir Ólafur Guðmundsson og Arnór Atlason eru síðan jafnir í 3. til 4. sæti. Rúnar hefur nýtt helming skota sinna og það sem skiptir miklu máli er að hann hefur enn ekki tapað bolta á mótinu samkvæmt tölfræði HBstatz. Ólafur Guðmundsson er líka í nokkrum sérflokki þegar kemur að bestu einkunninni fyrir varnarleikinn. Ólafur hefur náð sextán löglegum stöðvunum (aukakast án refsingar) og þá er hann bæði með 3 stolna bolta og 3 varin skot samkvæmt tölfræði HBstatz. Guðmundur Hólmar Helgason er í öðru sæti en þriðji er síðan Bjarki Már Gunnarsson. Ólafur Guðmundsson og Rúnar Kárason eru þeir einu sem komast inn á topp fimm í bæði sókn og vörn. Það er mjög gaman að skoða tölfræði HBstatz frá HM en hana má alla finna hér. Frábært framtak hjá HBstatz sem verður vonandi orðin aðaltölfræði íslenska handboltans hér heima áður en langt um líður.Besti sóknarmaður Íslands í fyrstu þremur leikjum liðsins á HM 2017: 1. Rúnar Kárason 7,8 2. Guðjón Valur Sigurðsson 6,9 3. Ólafur Guðmundsson 6,7 4. Arnór Atlason 6,7 5. Janus Daði Smárason 6,6 6. Bjarki Már Elísson 6,4 7. Arnar Freyr Arnarsson 6,1Á móti Spáni: Arnar Freyr Arnarsson 7,1Á móti Slóveníu: Bjarki Már Elísson 9,1Á móti Túnis: Janus Daði Smárason 8,9Besti varnarmaður Íslands í fyrstu þremur leikjum liðsins á HM 2017: 1. Ólafur Guðmundsson 7,5 2. Guðmundur Hólmar Helgason 6,4 3. Bjarki Már Gunnarsson 6,1 4. Rúnar Kárason 6,0 5. Arnar Freyr Arnarsson 6,0 6. Janus Daði Smárason 5,9 7. Arnór Þór Gunnarsson 5,9Á móti Spáni: Ólafur Guðmundsson 7,3Á móti Slóveníu: Guðmundur Hólmar Helgason 7,3Á móti Túnis: Ólafur Guðmundsson 8,2
Handbolti HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Fótbolti „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Handbolti Fleiri fréttir Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Sjá meira