Tek menn ekki af velli eftir fyrstu mistök Henry Birgir Gunnarsson skrifar 16. janúar 2017 06:30 Geir Sveinsson hugsi yfir gangi mála í leiknum gegn Túnis. vísir/epa Geir Sveinsson landsliðsþjálfari var rólegur og yfirvegaður eftir leikinn gegn Túnis í gær sem var mikill spennuleikur eins og þjóðin ætti nú að vita. Þjálfarinn eðlilega drullusvekktur yfir að hafa ekki fengið tvö stig en fyrsta stigið kom þó í hús eftir mikil læti. „Auðvitað gleðst maður yfir því að fá eitt stig. Það er betra en ekki neitt en auðvitað vildum við bæði stigin. Hvert stig er mikilvægt. Þetta var leikur sem þeir máttu alls ekki tapa og leikurinn bar þess merki. Gríðarleg barátta í þeim og leikurinn virkilega harður. Við fórum oft út af og það tók sinn toll. Ég var ánægður með margt. Þetta hefði getað dottið okkar megin en í svona leikjum eru það litlu atriðin sem ráða oft úrslitum,“ sagði Geir yfirvegaður en hann var nokkuð ánægður með sitt lið í leiknum. Þetta var mjög skrautlegur leikur en liðin töpuðu boltanum samtals 29 sinnum í leiknum. Ísland tapaði boltanum þar af 13 sinnum sem er það mesta hjá liðinu það sem af er móti. Þrátt fyrir alla tæknifeilana hefðu strákarnir hæglega getað tekið bæði stigin. „Eftir 20 mínútur voru komnir sjö tæknifeilar hjá okkur og það er auðvitað allt of mikið. Við reyndum að leggja leikinn þannig upp að hann væri ekki alveg upp á líf og dauða en hann bar þess merki engu að síður. Maður sá það hjá mörgum leikmönnum. Við náðum að snúa þessu við eftir að hafa byrjað illa,“ sagði Geir en drengirnir hans komust síðan yfir og fengu tækifæri til þess að stinga Túnisana af. Það gerðu þeir aftur á móti ekki. Því er nú verr og miður. „Það var pínu svekkjandi að ná ekki að fylgja fyrsta korterinu í síðari hálfleik eftir. Við vorum búnir að snúa leiknum okkur í hag og hefðum kannski átt að hafa náð því. Túnisarnir hætta aldrei. Þeir hafa sýnt það í öllum leikjunum að þeir koma alltaf til baka. Kannski var þetta bara sanngjarnt á endanum.“ Það er verið að blóðga nokkra nýja menn á þessu móti og aðrir eru að taka á sig meiri ábyrgð en áður. Geir fer ekkert af þeirri áætlun sinni að leyfa nýliðum að spila og að þeir fái að gera sín mistök. Eins og í tilviki Ómars Inga sem hefði líklega verið tekinn af velli hjá mörgum þjálfurum er hann gerði sín mistök. „Ég er ekki þjálfarinn sem tekur menn af velli eftir fyrstu mistök. Drengirnir verða að fá að gera sín mistök og læra af þeim. Auðvitað reynir maður að fækka mistökunum eins og hægt er,“ segir Geir en hann vildi sjá stíganda í leik liðsins á þessu móti. Er hann nokkuð sáttur við það sem hann hefur fengið frá drengjunum í Metz? „Varnarleikurinn er búinn að vera til fyrirmyndar á þessu móti. Aron Rafn kom gríðarlega sterkur inn í dag og það var mjög jákvætt. Það hafa komið jákvæðir punktar líka frá mörgum öðrum. Við eigum samt meira inni í sóknarleiknum. Það er vinna áfram að reyna að bæta hann eins og hægt er. Það er gott að fá frí núna eftir erfiða helgi. Markmiðið er enn að halda áfram að hala inn stig og fara áfram í þessu móti.“ HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sjá meira
Geir Sveinsson landsliðsþjálfari var rólegur og yfirvegaður eftir leikinn gegn Túnis í gær sem var mikill spennuleikur eins og þjóðin ætti nú að vita. Þjálfarinn eðlilega drullusvekktur yfir að hafa ekki fengið tvö stig en fyrsta stigið kom þó í hús eftir mikil læti. „Auðvitað gleðst maður yfir því að fá eitt stig. Það er betra en ekki neitt en auðvitað vildum við bæði stigin. Hvert stig er mikilvægt. Þetta var leikur sem þeir máttu alls ekki tapa og leikurinn bar þess merki. Gríðarleg barátta í þeim og leikurinn virkilega harður. Við fórum oft út af og það tók sinn toll. Ég var ánægður með margt. Þetta hefði getað dottið okkar megin en í svona leikjum eru það litlu atriðin sem ráða oft úrslitum,“ sagði Geir yfirvegaður en hann var nokkuð ánægður með sitt lið í leiknum. Þetta var mjög skrautlegur leikur en liðin töpuðu boltanum samtals 29 sinnum í leiknum. Ísland tapaði boltanum þar af 13 sinnum sem er það mesta hjá liðinu það sem af er móti. Þrátt fyrir alla tæknifeilana hefðu strákarnir hæglega getað tekið bæði stigin. „Eftir 20 mínútur voru komnir sjö tæknifeilar hjá okkur og það er auðvitað allt of mikið. Við reyndum að leggja leikinn þannig upp að hann væri ekki alveg upp á líf og dauða en hann bar þess merki engu að síður. Maður sá það hjá mörgum leikmönnum. Við náðum að snúa þessu við eftir að hafa byrjað illa,“ sagði Geir en drengirnir hans komust síðan yfir og fengu tækifæri til þess að stinga Túnisana af. Það gerðu þeir aftur á móti ekki. Því er nú verr og miður. „Það var pínu svekkjandi að ná ekki að fylgja fyrsta korterinu í síðari hálfleik eftir. Við vorum búnir að snúa leiknum okkur í hag og hefðum kannski átt að hafa náð því. Túnisarnir hætta aldrei. Þeir hafa sýnt það í öllum leikjunum að þeir koma alltaf til baka. Kannski var þetta bara sanngjarnt á endanum.“ Það er verið að blóðga nokkra nýja menn á þessu móti og aðrir eru að taka á sig meiri ábyrgð en áður. Geir fer ekkert af þeirri áætlun sinni að leyfa nýliðum að spila og að þeir fái að gera sín mistök. Eins og í tilviki Ómars Inga sem hefði líklega verið tekinn af velli hjá mörgum þjálfurum er hann gerði sín mistök. „Ég er ekki þjálfarinn sem tekur menn af velli eftir fyrstu mistök. Drengirnir verða að fá að gera sín mistök og læra af þeim. Auðvitað reynir maður að fækka mistökunum eins og hægt er,“ segir Geir en hann vildi sjá stíganda í leik liðsins á þessu móti. Er hann nokkuð sáttur við það sem hann hefur fengið frá drengjunum í Metz? „Varnarleikurinn er búinn að vera til fyrirmyndar á þessu móti. Aron Rafn kom gríðarlega sterkur inn í dag og það var mjög jákvætt. Það hafa komið jákvæðir punktar líka frá mörgum öðrum. Við eigum samt meira inni í sóknarleiknum. Það er vinna áfram að reyna að bæta hann eins og hægt er. Það er gott að fá frí núna eftir erfiða helgi. Markmiðið er enn að halda áfram að hala inn stig og fara áfram í þessu móti.“
HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sjá meira