Opnaði sig um kvíðann og veikindin: „Vissi ég ekki hvað ég hét, mér leið svo illa“ Stefán Árni Pálsson skrifar 15. janúar 2017 13:30 Lovísa Falsdóttir gekk til liðs við Grindvíkinga fyrir tímabilið. „Mig grunar að ég sé með undirliggjandi ADD (athyglisbrest). Mér gekk alltaf vel í skóla þegar ég var yngri en þegar ég var á öðru ári í framhaldsskóla átti ég orðið mjög erfitt með að einbeita mér. Eftir erfiðustu önnina mína í skóla fór ég til Bandaríkjanna í skóla og til þess að spila körfubolta. Þar þróaði ég með mér mikinn frammistöðukvíða,“ segir Lovísa Falsdóttir, í ítarlegu viðtali við Víkurfréttir. Hún segist hafa verið með stein í maganum daginn sem hún flutti út til Bandaríkjanna. „Ég bara vissi að ég myndi ekki ná að klára þessa tíu mánuði. Eftir hálfa dvölina vissi ég ekki hvað ég hét, mér leið svo illa,“ segir þessi 22 ára kona sem gekk til liðs við Grindavík fyrir tímabilið. Foreldrar Lovísu hafa bæði náð langt í körfuboltanum en hún fann aldrei fyrir pressu frá þeim. „Þau voru ekki að setja á mig pressu en auðvitað vill maður vera eins og þau og gera eins og fyrirmyndirnar,“ segir hún og bætir við að foreldrar hennar hafi kvatt hana til að fara á Dale Carnagie námskeið þar sem þau töldu að eitthvað hefði brotnað í sjálfsmyndinni. Lovísa segist hafa opnað sig fyrst um vandamálið síðasta haust, en fram að því hafi hún sett upp grímu og hugsað um allt annað en heilsuna. „Það lagaðist svo ekkert fyrr en ég sagði einhverjum þetta allt í fyrsta skipti. Þetta stendur ekkert utan á manni. Það segja margir að það sé fyrsta skrefið í ferlinu að segja frá þessu. Það voru margir sem voru steinhissa. Ég veit alveg að ég lít út fyrir að vera með breitt bak og að ég geti tekið hverju sem er. Maður þarf bara að vera hreinskilinn við sjálfan sig og gera það sem þarf til þess að hugsa um sig.“ Lovísa segir að margir íþróttamenn glími við mikinn kvíða. „Maður hugsar ósjálfrátt, hvað á fólk eftir að hugsa um mig? Ég hef trú á því að allir hefðu gott af því að vinna í sér. Það er enginn sem fer í gegnum lífið án þess að lenda í áföllum. Það er enginn fullkominn. Ég held að það sé gott að vera meðvitaður um hluti sem þarf að vinna í og vera stanslaust í sjálfsskoðun. Maður er svo gjarn á að setja sig í langsíðasta sætið. Það er bara svo ógeðslega mikilvægt að vera með sjálfan sig í lagi því annars getur þú ekki sinnt mörgu öðru í lífinu,“ segir Lovísa við Vikurfréttir en hér má lesa viðtalið í heild sinni. Dominos-deild kvenna Mest lesið Fannst látinn inn á leikvanginum Sport Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Sjá meira
„Mig grunar að ég sé með undirliggjandi ADD (athyglisbrest). Mér gekk alltaf vel í skóla þegar ég var yngri en þegar ég var á öðru ári í framhaldsskóla átti ég orðið mjög erfitt með að einbeita mér. Eftir erfiðustu önnina mína í skóla fór ég til Bandaríkjanna í skóla og til þess að spila körfubolta. Þar þróaði ég með mér mikinn frammistöðukvíða,“ segir Lovísa Falsdóttir, í ítarlegu viðtali við Víkurfréttir. Hún segist hafa verið með stein í maganum daginn sem hún flutti út til Bandaríkjanna. „Ég bara vissi að ég myndi ekki ná að klára þessa tíu mánuði. Eftir hálfa dvölina vissi ég ekki hvað ég hét, mér leið svo illa,“ segir þessi 22 ára kona sem gekk til liðs við Grindavík fyrir tímabilið. Foreldrar Lovísu hafa bæði náð langt í körfuboltanum en hún fann aldrei fyrir pressu frá þeim. „Þau voru ekki að setja á mig pressu en auðvitað vill maður vera eins og þau og gera eins og fyrirmyndirnar,“ segir hún og bætir við að foreldrar hennar hafi kvatt hana til að fara á Dale Carnagie námskeið þar sem þau töldu að eitthvað hefði brotnað í sjálfsmyndinni. Lovísa segist hafa opnað sig fyrst um vandamálið síðasta haust, en fram að því hafi hún sett upp grímu og hugsað um allt annað en heilsuna. „Það lagaðist svo ekkert fyrr en ég sagði einhverjum þetta allt í fyrsta skipti. Þetta stendur ekkert utan á manni. Það segja margir að það sé fyrsta skrefið í ferlinu að segja frá þessu. Það voru margir sem voru steinhissa. Ég veit alveg að ég lít út fyrir að vera með breitt bak og að ég geti tekið hverju sem er. Maður þarf bara að vera hreinskilinn við sjálfan sig og gera það sem þarf til þess að hugsa um sig.“ Lovísa segir að margir íþróttamenn glími við mikinn kvíða. „Maður hugsar ósjálfrátt, hvað á fólk eftir að hugsa um mig? Ég hef trú á því að allir hefðu gott af því að vinna í sér. Það er enginn sem fer í gegnum lífið án þess að lenda í áföllum. Það er enginn fullkominn. Ég held að það sé gott að vera meðvitaður um hluti sem þarf að vinna í og vera stanslaust í sjálfsskoðun. Maður er svo gjarn á að setja sig í langsíðasta sætið. Það er bara svo ógeðslega mikilvægt að vera með sjálfan sig í lagi því annars getur þú ekki sinnt mörgu öðru í lífinu,“ segir Lovísa við Vikurfréttir en hér má lesa viðtalið í heild sinni.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Fannst látinn inn á leikvanginum Sport Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Sjá meira