Reykjavíkurfundurinn ekki runninn undan rifjum Trump heldur Putin Samúel Karl Ólason skrifar 15. janúar 2017 12:09 Vladimir Putin og Donald Trump. Vísir/Getty Tump-liðar hafa þvertekið fyrir að þeir hafi unnið að því að halda fund á milli Donald Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna, og Vladmir Putin, forseta Rússlands, hér í Reykjavík. Í forsíðufrétt Sunday Times í dag segir að starfsmenn Trump hafi sagt breskum embættismönnum frá því að fundur Trump og Putin í Reykjavík yrði fyrsta embættisferð Trump. Nú segir Financial Times frá því að stjórnvöld í Rússlandi hafi verið að íhuga að halda slíkan fund á Íslandi. „Fyrsti fundurinn ætti ekki að gerast í Rússlandi né í Bandaríkjunum heldur í hlutlausu landi,“ segir rússneskur embættismaður við FT. „Það mun ekki vera í London, og ekki í Þýskalandi, þar sem bæði ríkin eru óvinveitt Rússlandi. Það getur ekki verið í Frakklandi, þar sem hægt væri að líta á það sem óviðeigandi þar sem að kosningabarátta stendur nú yfir. Hvað með Ísland?“FT ræddi við tvo rússneska embættismenn sem segja báðir að Reykjavíkurfundur hafi verið til skoðunar þar í landi. Talsmaður Putin hefur þó ekki svarað fyrirspurn blaðamanna. Báðir segja að til standi að halda fundinn fyrir sumarið, en segja að þeir vilja ekki ýta á eftir Trump.Trump hefur sagt að hann ætli að fara til Bretlands og þá mögulega í febrúar. Embættismennirnir segjast vonast til þess að hægt verði að tengja mögulegan fund í Reykjavík við þá ferð Trump til Evrópu. Annað hvort fyrir ferðina eða eftir hana. Frétt um að Íslendingar séu tilbúnir til að halda fund Trump og Putin er sú mest lesna hjá rússnesku fréttaveitunni Tass, þegar þetta er skrifað. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump tilbúinn til að starfa með Rússum og Kína Vonast eftir því að geta fundað fljótlega með Vladimir Putin. 14. janúar 2017 16:24 Trump sagður vilja hitta Putin í Reykjavík Þetta kemur fram í forsíðufrétt Sunday Times í Bretlandi á morgun. 14. janúar 2017 22:45 Segja engan fund vera skipulagðan Tveir aðstoðarmenn Donald Trump segja fréttir af fundi Trump og Putin í Reykjavík vera ósannar. 15. janúar 2017 08:23 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Fleiri fréttir Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Sjá meira
Tump-liðar hafa þvertekið fyrir að þeir hafi unnið að því að halda fund á milli Donald Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna, og Vladmir Putin, forseta Rússlands, hér í Reykjavík. Í forsíðufrétt Sunday Times í dag segir að starfsmenn Trump hafi sagt breskum embættismönnum frá því að fundur Trump og Putin í Reykjavík yrði fyrsta embættisferð Trump. Nú segir Financial Times frá því að stjórnvöld í Rússlandi hafi verið að íhuga að halda slíkan fund á Íslandi. „Fyrsti fundurinn ætti ekki að gerast í Rússlandi né í Bandaríkjunum heldur í hlutlausu landi,“ segir rússneskur embættismaður við FT. „Það mun ekki vera í London, og ekki í Þýskalandi, þar sem bæði ríkin eru óvinveitt Rússlandi. Það getur ekki verið í Frakklandi, þar sem hægt væri að líta á það sem óviðeigandi þar sem að kosningabarátta stendur nú yfir. Hvað með Ísland?“FT ræddi við tvo rússneska embættismenn sem segja báðir að Reykjavíkurfundur hafi verið til skoðunar þar í landi. Talsmaður Putin hefur þó ekki svarað fyrirspurn blaðamanna. Báðir segja að til standi að halda fundinn fyrir sumarið, en segja að þeir vilja ekki ýta á eftir Trump.Trump hefur sagt að hann ætli að fara til Bretlands og þá mögulega í febrúar. Embættismennirnir segjast vonast til þess að hægt verði að tengja mögulegan fund í Reykjavík við þá ferð Trump til Evrópu. Annað hvort fyrir ferðina eða eftir hana. Frétt um að Íslendingar séu tilbúnir til að halda fund Trump og Putin er sú mest lesna hjá rússnesku fréttaveitunni Tass, þegar þetta er skrifað.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump tilbúinn til að starfa með Rússum og Kína Vonast eftir því að geta fundað fljótlega með Vladimir Putin. 14. janúar 2017 16:24 Trump sagður vilja hitta Putin í Reykjavík Þetta kemur fram í forsíðufrétt Sunday Times í Bretlandi á morgun. 14. janúar 2017 22:45 Segja engan fund vera skipulagðan Tveir aðstoðarmenn Donald Trump segja fréttir af fundi Trump og Putin í Reykjavík vera ósannar. 15. janúar 2017 08:23 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Fleiri fréttir Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Sjá meira
Trump tilbúinn til að starfa með Rússum og Kína Vonast eftir því að geta fundað fljótlega með Vladimir Putin. 14. janúar 2017 16:24
Trump sagður vilja hitta Putin í Reykjavík Þetta kemur fram í forsíðufrétt Sunday Times í Bretlandi á morgun. 14. janúar 2017 22:45
Segja engan fund vera skipulagðan Tveir aðstoðarmenn Donald Trump segja fréttir af fundi Trump og Putin í Reykjavík vera ósannar. 15. janúar 2017 08:23