Kínverjar harðorðir í garð Trump Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 15. janúar 2017 10:28 Donald Trump vill endursemja um ,,Eitt Kína'' stefnuna en Kínverjar segja það ekki koma til greina. Vísir/AFP Kínverjar hafa gert Donald Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna það ljóst að stefnan um „Eitt Kína“ sé ekki opin til endurskoðunar. Guardian greinir frá.Trump hefur áður sagt að hann sé tilbúinn til þess að starfa með Kínverjum en einungis ef þeir eru sjálfir reiðubúnir til samstarfs. Séu Kínverjar ekki reiðubúnir til þess telur Trump ljóst að Bandaríkin muni styðja fullveldi Taívan.Sjá einnig:Trump tilbúinn til að starfa með Rússum og KínaKínverjar hafa gert tilkall til Taívans frá árinu 1949 þegar borgarastyrjöld lauk þar í landi með þeim afleiðingum að leiðtogar lýðveldissinna flúðu þangað undan kommúnistum og stofnuðu þar ríki sem þeir hafa allar götur síðan kallað Lýðveldið Kína. Grunnt hefur verið á á því góða á milli ríkjanna allar götur síðan, þó samskiptin hafi batnað allra síðustu ár. Bandaríkin tóku svo upp stefnuna um „Eitt Kína“ árið 1972 og samþykktu þar með að í raun væri bara um eina kínverska ríkisstjórn að ræða, ríkisstjórnina á meginlandinu og hefur þetta verið grunnurinn að utanríkissamskiptum landanna. Bandaríkjamenn lokuðu sendiráði sínu í Taívan árið 1979 en hafa þrátt fyrir þetta haldið uppi nánum óformlegum tengslum við yfirvöld á eyjunni og eru til að mynda skyldug til að koma Taívan til varnar geri Kínverjar innrás. Utanríkisráðuneyti Kína hefur gefið út harðorða yfirlýsingu eftir ummæli Trumps um „Eitt Kína“ stefnuna en þar segir að Kínverjar munu ekki setjast niður að neinum samningaborðum til að ræða eðli þeirrar stefnu, hún sé óbreytanleg þar sem aðeins sé um að ræða eina kínverska ríkisstjórn. Í yfirlýsingunni er Trump jafnframt varaður við því að rugga bátnum og að eina leiðin fyrir hann til að koma í veg fyrir að samskipti ríkjanna tveggja, Bandaríkjanna og Kína versni sé að samþykkja hve viðkvæm málefni Taívan séu fyrir kínversk yfirvöld. Trump hefur áður skaðað samskipti ríkjanna tveggja en eitt af hans fyrstu verkum eftir að hann var kosinn var að ræða við forseta Taívan í síma, en það var í fyrsta sinn sem leiðtogi, eða verðandi leiðtogi Bandaríkjanna hefur átt í slíkum samskiptum við leiðtoga í Taívan í áratugi. Þá hefur hann ítrekað gagnrýnt yfirvöld í Kína í sjónvarpsviðtölum og á Twitter síðu sinni fyrir afstöðu sína í málefnum Norður-Kóreu, Suður-Kínahafs og gjaldeyrismála, en hann hefur sakað Kínverja um að hafa umtalsverð áhrif á gjaldmiðil sinn til að auka samkeppnishæfi iðnaðar þar í landi og draga úr samkeppnishæfni Bandaríkjanna. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Suður-Kínahaf Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Fleiri fréttir Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Sjá meira
Kínverjar hafa gert Donald Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna það ljóst að stefnan um „Eitt Kína“ sé ekki opin til endurskoðunar. Guardian greinir frá.Trump hefur áður sagt að hann sé tilbúinn til þess að starfa með Kínverjum en einungis ef þeir eru sjálfir reiðubúnir til samstarfs. Séu Kínverjar ekki reiðubúnir til þess telur Trump ljóst að Bandaríkin muni styðja fullveldi Taívan.Sjá einnig:Trump tilbúinn til að starfa með Rússum og KínaKínverjar hafa gert tilkall til Taívans frá árinu 1949 þegar borgarastyrjöld lauk þar í landi með þeim afleiðingum að leiðtogar lýðveldissinna flúðu þangað undan kommúnistum og stofnuðu þar ríki sem þeir hafa allar götur síðan kallað Lýðveldið Kína. Grunnt hefur verið á á því góða á milli ríkjanna allar götur síðan, þó samskiptin hafi batnað allra síðustu ár. Bandaríkin tóku svo upp stefnuna um „Eitt Kína“ árið 1972 og samþykktu þar með að í raun væri bara um eina kínverska ríkisstjórn að ræða, ríkisstjórnina á meginlandinu og hefur þetta verið grunnurinn að utanríkissamskiptum landanna. Bandaríkjamenn lokuðu sendiráði sínu í Taívan árið 1979 en hafa þrátt fyrir þetta haldið uppi nánum óformlegum tengslum við yfirvöld á eyjunni og eru til að mynda skyldug til að koma Taívan til varnar geri Kínverjar innrás. Utanríkisráðuneyti Kína hefur gefið út harðorða yfirlýsingu eftir ummæli Trumps um „Eitt Kína“ stefnuna en þar segir að Kínverjar munu ekki setjast niður að neinum samningaborðum til að ræða eðli þeirrar stefnu, hún sé óbreytanleg þar sem aðeins sé um að ræða eina kínverska ríkisstjórn. Í yfirlýsingunni er Trump jafnframt varaður við því að rugga bátnum og að eina leiðin fyrir hann til að koma í veg fyrir að samskipti ríkjanna tveggja, Bandaríkjanna og Kína versni sé að samþykkja hve viðkvæm málefni Taívan séu fyrir kínversk yfirvöld. Trump hefur áður skaðað samskipti ríkjanna tveggja en eitt af hans fyrstu verkum eftir að hann var kosinn var að ræða við forseta Taívan í síma, en það var í fyrsta sinn sem leiðtogi, eða verðandi leiðtogi Bandaríkjanna hefur átt í slíkum samskiptum við leiðtoga í Taívan í áratugi. Þá hefur hann ítrekað gagnrýnt yfirvöld í Kína í sjónvarpsviðtölum og á Twitter síðu sinni fyrir afstöðu sína í málefnum Norður-Kóreu, Suður-Kínahafs og gjaldeyrismála, en hann hefur sakað Kínverja um að hafa umtalsverð áhrif á gjaldmiðil sinn til að auka samkeppnishæfi iðnaðar þar í landi og draga úr samkeppnishæfni Bandaríkjanna.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Suður-Kínahaf Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Fleiri fréttir Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Sjá meira